Kæru frambjóðendur Reykjavíkur Emma Íren Egilsdóttir skrifar 13. maí 2022 11:50 Það skýtur skökku við að hlusta á umræður frambjóðenda í Reykjavík í kosningabaráttunni. Þar er talað um að fjárfesta eigi í hverfum borgarinnar, ég hef ekki séð að undanfarin ár hafi Kjalarnesið, og þá sérstaklega dreifbýlið nokkru máli skipt í aðgerðum borgarinnar. Það á að þétta byggð í Reykjavík, við þekkjum öll hugtakið „þétting byggðar“, en það liggur þó fyrir að Kjalnesingar fá ekki að njóta þeirrar þéttingar. Það svæði sem hefur hvað mest svigrúm fyrir uppbyggingu er Kjalarnes, og hefur í lengri tíma, en það á samt ekki að horfa til þessa svæðis. Það er undarlegt að á sama tíma og rætt er um lóðaskort í Reykjavík og hækkun verðs á húsnæðismarkaði er íbúum á Kjalarnesi meinað að byggja upp sitt land. Það eru fjölskyldur sem búa hér, fjölskyldur sem myndu gjarnan vilja halda áfram að búa á sínu landsvæði en til þess að fjölskyldur geti áfram búið á sínu landi þarf að fjölga íbúðarhúsum á landinu, það gefur auga leið, ekki satt? En það virðist vera svo að lóðaskorturinn sem við öll erum vitni af sé ekki svo mikill að einstaklingum sé leyft að byggja upp sitt land. Það er talað um fjölbreytta kosti til þess að allir fái að njóta sín óháð því hvar einstaklingur kýs að búa innan Reykjavíkur, það er hins vegar ekki sú reynsla sem íbúar dreifbýlis hafa af því að búa í Reykjavík, eins og fram hefur komið á fundum með íbúum svæðisins. Ljóst er að þær hindranir sem við mætum eru hindranir sem við komum til með að halda áfram að mæta og hyggst borgarstjórn ekki hafa í áætlunum sínum að greiða úr. Það eru að verða komin tuttugu og fjögur ár síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum, það er algjörlega ljóst eftir þessi tuttugu og fjögur ár að borgarstjórn vill ekki byggja Kjalarnesið upp, þrátt fyrir mikið landsvæði og skýran vilja íbúa. Það er í raun bara fyndið að hlusta á borgarstjórn koma með sömu loforð ár eftir ár og því spyr ég, ætli menn komi enn og aftur með sömu ræðu að fjórum árum liðnum? Það er alveg ljóst að þeir Kjalnesingar sem búa í dreifbýli eru í þessum kosningum eins og áður að fá enn einu blautu tuskuna í andlitið. Viðmótið gagnvart okkur sem búum í dreifbýli er með ólíkindum, ég er Reykvíkingur hvort sem mér og/eða öðrum líkar það betur eða verr. Höfundur er háskólanemi og íbúi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það skýtur skökku við að hlusta á umræður frambjóðenda í Reykjavík í kosningabaráttunni. Þar er talað um að fjárfesta eigi í hverfum borgarinnar, ég hef ekki séð að undanfarin ár hafi Kjalarnesið, og þá sérstaklega dreifbýlið nokkru máli skipt í aðgerðum borgarinnar. Það á að þétta byggð í Reykjavík, við þekkjum öll hugtakið „þétting byggðar“, en það liggur þó fyrir að Kjalnesingar fá ekki að njóta þeirrar þéttingar. Það svæði sem hefur hvað mest svigrúm fyrir uppbyggingu er Kjalarnes, og hefur í lengri tíma, en það á samt ekki að horfa til þessa svæðis. Það er undarlegt að á sama tíma og rætt er um lóðaskort í Reykjavík og hækkun verðs á húsnæðismarkaði er íbúum á Kjalarnesi meinað að byggja upp sitt land. Það eru fjölskyldur sem búa hér, fjölskyldur sem myndu gjarnan vilja halda áfram að búa á sínu landsvæði en til þess að fjölskyldur geti áfram búið á sínu landi þarf að fjölga íbúðarhúsum á landinu, það gefur auga leið, ekki satt? En það virðist vera svo að lóðaskorturinn sem við öll erum vitni af sé ekki svo mikill að einstaklingum sé leyft að byggja upp sitt land. Það er talað um fjölbreytta kosti til þess að allir fái að njóta sín óháð því hvar einstaklingur kýs að búa innan Reykjavíkur, það er hins vegar ekki sú reynsla sem íbúar dreifbýlis hafa af því að búa í Reykjavík, eins og fram hefur komið á fundum með íbúum svæðisins. Ljóst er að þær hindranir sem við mætum eru hindranir sem við komum til með að halda áfram að mæta og hyggst borgarstjórn ekki hafa í áætlunum sínum að greiða úr. Það eru að verða komin tuttugu og fjögur ár síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum, það er algjörlega ljóst eftir þessi tuttugu og fjögur ár að borgarstjórn vill ekki byggja Kjalarnesið upp, þrátt fyrir mikið landsvæði og skýran vilja íbúa. Það er í raun bara fyndið að hlusta á borgarstjórn koma með sömu loforð ár eftir ár og því spyr ég, ætli menn komi enn og aftur með sömu ræðu að fjórum árum liðnum? Það er alveg ljóst að þeir Kjalnesingar sem búa í dreifbýli eru í þessum kosningum eins og áður að fá enn einu blautu tuskuna í andlitið. Viðmótið gagnvart okkur sem búum í dreifbýli er með ólíkindum, ég er Reykvíkingur hvort sem mér og/eða öðrum líkar það betur eða verr. Höfundur er háskólanemi og íbúi Reykjavíkur.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun