Skoðun

Vellirnir grænka í Hafnarfirði

Orri Björnsson skrifar

Vallahverfið verður sífellt vistlegra og skemmtilegra, margt hefur áunnist í grænkun og fegrun þess á síðustu árum. Í vetur var stofnaður starfshópur með það að markmiði að búa til áætlun til að ljúka grænkun og fegrun hverfisins. Hópurinn hefur lokið störfum og helstu niðurstöðurnar eru þessar.

· Að skapa gróðurbelti milli hverfisins og athafnasvæðisins

· Að planta trjám meðfram Reykjanesbrautinni og við innkeyrslurnar í hverfið

· Að ramma hverfið inn með gróðurtrafli sem umlykur það

· Að stækka og rækta upp mönina umhverfis spennuvirkið í Hamranesi

· Að búa til miðlægan almenningsgarð í námunda við Hraunvallaskóla

Þessir meginpunktar ásamt betri frágangi á núverandi svæðum, viðgerð gatna og gangstétta og almennu viðhaldi og fegrun mun gera hverfið allt fallegra og vinalegra.

Þessu fögnum við íbúar hverfisins og vitum að hverfið okkar verður enn betra og skemmtilegra á næstu árum.

Sjálfstæðisflokkurinn mun klára verkið

Við Sjálfstæðismenn munum tryggja fjármagn og kraft í þetta verkefni fáum við til þess umboð. Ef við náum markmiðum okkar munu Vellirnir verða enn eftirsóknarverðara hverfi og líflegra að búa í. Ég er handviss um að íbúar Vallahverfisins eru sammála mér um að við eigum að halda verkinu áfram og klára það sem fyrst. Besta leiðin til þess er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þann 14. Maí

Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í HafnarfirðiAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.