Hoppukastalinn Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar 12. maí 2022 20:02 Þegar Píratar og óháðir opnuðu kosningaskrifstofu sína með pomp og prakt hér í Reykjanesbæ. Þá var ég settur yfir hoppukastalann sem börnin fengu í tilefni dagsins að leika sér í sól skein í heiði þó það væri svoldið kalt og pínu vindur. Það er óhætt að segja að ég vissi ekkert hvað ég var búinn að koma mér í. Það var mikið fjör og á köflum kannski aðeins of mikið fjör fyrir einn fullorðinn karl, ég hafði að vísu son mínn og frænda mér til aðstoðar. Þetta var ágætlega stór hópur af börnum og virtust þau nánast öll vilja fara á sama tíma, ætli það sé ekki það sem börn eru þekkt fyrir. Nú voru góð ráð dýr mér varð ljóst að mér var smá vandi að höndum. Vandamálið var nefnilega það að svo allir kæmust að þá myndu þau þurfa að fara í hring í kastalanum. Þetta reyndist vera svoldið snúið í framkvæmd því fyrir það fyrsta vildu sum bara ekkert fara hring önnur vildu bara fá að hoppa í friði fyrir fullorðna fólkinu skiljanlega. En þetta varð þess valdandi að stífla fór að myndast og allt stefndi í meiriháttar klúður. Það var því ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að fara og skakka leikinn og með eins strangan föðurlegan svip og mér tókst að setja upp fór ég á þeirra fund. Ég var núna augljóslega að trufla fjörið hjá þeim. Það er eitthvað sem manni langar helst aldrei til að gera. Þau tóku nú samt bara vel í tilmæli mín úff og reyndist þetta ekki vera neitt stórmál þó það hafi virst svo við fyrstu sýn. Hvað ætli einn fullur hoppukastali af hressum börnum geti verið mikið mál. Svo Þegar þau öll fóru hringinn í kastalanum varð þetta svo ekkert mál, fleiri bættust við og þetta gekk allt bara vel fyrir sig. Eftirá þegar ég fór aðeins að spá í þessu þá sá ég svolítið sannleikskorn leynast í þessu. Hoppukastalinn er eins og samfélagið okkar. Það vilja allir taka þátt, það vilja allir vera með og það getur verið rosalegt fjör. Stundum of mikið fjör. Vandamálin í samfélögum byrja þegar allir vilja verða fyrstir ekki fara eftir reglum gleyma sér í fjörinu og heimta svo sérmeðferð. Þá fer allt í klúður. Það verða þess vegna að vera sanngjarnar leikreglur og eftirlit með fjörinu svo enginn fari sér að voða. Það verður alltaf að vera til taks fólk sem hefur taum á gleðinni svo allt fari nú vel svo allir geti tekið þátt. Það verður að skakka leikinn þegar stefnir í óefni þó það sé erfitt eða óþægilegt. Samfélag er ekki til án fólksins. Því þið skiptið máli. Höfundur er í 5. sæti á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Píratar og óháðir opnuðu kosningaskrifstofu sína með pomp og prakt hér í Reykjanesbæ. Þá var ég settur yfir hoppukastalann sem börnin fengu í tilefni dagsins að leika sér í sól skein í heiði þó það væri svoldið kalt og pínu vindur. Það er óhætt að segja að ég vissi ekkert hvað ég var búinn að koma mér í. Það var mikið fjör og á köflum kannski aðeins of mikið fjör fyrir einn fullorðinn karl, ég hafði að vísu son mínn og frænda mér til aðstoðar. Þetta var ágætlega stór hópur af börnum og virtust þau nánast öll vilja fara á sama tíma, ætli það sé ekki það sem börn eru þekkt fyrir. Nú voru góð ráð dýr mér varð ljóst að mér var smá vandi að höndum. Vandamálið var nefnilega það að svo allir kæmust að þá myndu þau þurfa að fara í hring í kastalanum. Þetta reyndist vera svoldið snúið í framkvæmd því fyrir það fyrsta vildu sum bara ekkert fara hring önnur vildu bara fá að hoppa í friði fyrir fullorðna fólkinu skiljanlega. En þetta varð þess valdandi að stífla fór að myndast og allt stefndi í meiriháttar klúður. Það var því ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að fara og skakka leikinn og með eins strangan föðurlegan svip og mér tókst að setja upp fór ég á þeirra fund. Ég var núna augljóslega að trufla fjörið hjá þeim. Það er eitthvað sem manni langar helst aldrei til að gera. Þau tóku nú samt bara vel í tilmæli mín úff og reyndist þetta ekki vera neitt stórmál þó það hafi virst svo við fyrstu sýn. Hvað ætli einn fullur hoppukastali af hressum börnum geti verið mikið mál. Svo Þegar þau öll fóru hringinn í kastalanum varð þetta svo ekkert mál, fleiri bættust við og þetta gekk allt bara vel fyrir sig. Eftirá þegar ég fór aðeins að spá í þessu þá sá ég svolítið sannleikskorn leynast í þessu. Hoppukastalinn er eins og samfélagið okkar. Það vilja allir taka þátt, það vilja allir vera með og það getur verið rosalegt fjör. Stundum of mikið fjör. Vandamálin í samfélögum byrja þegar allir vilja verða fyrstir ekki fara eftir reglum gleyma sér í fjörinu og heimta svo sérmeðferð. Þá fer allt í klúður. Það verða þess vegna að vera sanngjarnar leikreglur og eftirlit með fjörinu svo enginn fari sér að voða. Það verður alltaf að vera til taks fólk sem hefur taum á gleðinni svo allt fari nú vel svo allir geti tekið þátt. Það verður að skakka leikinn þegar stefnir í óefni þó það sé erfitt eða óþægilegt. Samfélag er ekki til án fólksins. Því þið skiptið máli. Höfundur er í 5. sæti á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar