Ég vil búa í borg með náttúruna í bakgarðinum Árni Tryggvason skrifar 11. maí 2022 21:30 Eitt það jákvæða við að búa í borg eins og okkar er nálægðin við náttúruna. Hvort sem hún er manngerð eða eins og hún hefur verið um aldir, þá er aldrei langt að fara út í náttúruna hér í Reykjavík. Í borgarlandinu sjálfu förum við um skóga, sjáum fossa og enn má hér finna óspilltar strendur. Vissulega er mikið af þessari náttúru sem okkur er svo kær manngerð, en þá er oft um að ræða endurheimta náttúru eftir aldalanga nauðbeit og rányrkju. Það er ekki langt síðan að Öskjuhlíð var örfoka holt og sjálfur hef ég notið þess að fara þar um sem barn í kyrkingslegum kjarrskógi upp í það að ganga þar um í hávöxnum skjólgóðum skógi sem þar er í dag. Fleiri slíka staði getum við nefnt eins og Elliðaárdal, Heiðmörk og nú vaxa upp skógar víðar og mynda þannig ómetanlega unaðsreiti allt um borgarlandið. Það er ekki nema um öld síðan að uppi væru háværar raddir um að á Íslandi væri ekki hægt að rækta skóg. Í starfi mínu hannaði ég síðastliðið sumar fræðsluskilti um fyrstu trjárækt í Reykjavík sem kostaði ómælda baráttu við að koma af stað á sínum tíma. Úrtöluraddir, hagsmunagæsla og vantrú voru stórar hindranir fyrir því að hægt væri að koma landinu í fyrra horf. Jafnvel hefur okkur gefist tækifæri til að endurheimta land undan vatni líkt og gerðist í Elliðaárdal þegar lónið var tæmt í kjölfar þess að orkuvinnslu þar var hætt. Að hægt sé að komast á milli allra helstu útivistarsvæða borgarinnar án þess að fara yfir umferðargötur er einstakt, ekki bara hér, heldur m.v. allar aðrar borgir sem við berum okkur saman við. Gönguferð eða hjólatúr getur hafist í Hljómskálarðinum, farið um Öskjuhlíð, Fossvogsdal, inn Grafarvog og upp á Rauðavatnsheiðar, þaðan stóran hring í Heiðmörk og aftur niður í miðbæ um Elliðaárdal. Á allri þessari leið liggur leiðin yfir örfáar íbúðagötur en allar umferðaræðar eru þveraðar með göngum eða brúm. Þetta gerir borgina okkar stórkostlega. Margvísleg náttúru- og umhvefisupplifun er nærri okkur öllum. Við þurfum ekki að fara langar leiðir til að komast í samband við náttúruna. Með því að auka uppbyggingu innan núverandi borgarmarka í stað þess að brjóta ný svæði undir nýja byggð og þenja borgina enn frekar út, þá getur borgin okkar haft náttúruna í bakgarðinum um langa framtíð. Við Vinstri græn viljum hafa náttúruna með í öllu skipulagi og uppbyggingu, og auka aðgengi fólks að útvistarsvæðum með því að fjölga grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu, tryggja vernd vistkerfa og hlúa að líffræðilegri fjölbreytni. Höfundur er á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt það jákvæða við að búa í borg eins og okkar er nálægðin við náttúruna. Hvort sem hún er manngerð eða eins og hún hefur verið um aldir, þá er aldrei langt að fara út í náttúruna hér í Reykjavík. Í borgarlandinu sjálfu förum við um skóga, sjáum fossa og enn má hér finna óspilltar strendur. Vissulega er mikið af þessari náttúru sem okkur er svo kær manngerð, en þá er oft um að ræða endurheimta náttúru eftir aldalanga nauðbeit og rányrkju. Það er ekki langt síðan að Öskjuhlíð var örfoka holt og sjálfur hef ég notið þess að fara þar um sem barn í kyrkingslegum kjarrskógi upp í það að ganga þar um í hávöxnum skjólgóðum skógi sem þar er í dag. Fleiri slíka staði getum við nefnt eins og Elliðaárdal, Heiðmörk og nú vaxa upp skógar víðar og mynda þannig ómetanlega unaðsreiti allt um borgarlandið. Það er ekki nema um öld síðan að uppi væru háværar raddir um að á Íslandi væri ekki hægt að rækta skóg. Í starfi mínu hannaði ég síðastliðið sumar fræðsluskilti um fyrstu trjárækt í Reykjavík sem kostaði ómælda baráttu við að koma af stað á sínum tíma. Úrtöluraddir, hagsmunagæsla og vantrú voru stórar hindranir fyrir því að hægt væri að koma landinu í fyrra horf. Jafnvel hefur okkur gefist tækifæri til að endurheimta land undan vatni líkt og gerðist í Elliðaárdal þegar lónið var tæmt í kjölfar þess að orkuvinnslu þar var hætt. Að hægt sé að komast á milli allra helstu útivistarsvæða borgarinnar án þess að fara yfir umferðargötur er einstakt, ekki bara hér, heldur m.v. allar aðrar borgir sem við berum okkur saman við. Gönguferð eða hjólatúr getur hafist í Hljómskálarðinum, farið um Öskjuhlíð, Fossvogsdal, inn Grafarvog og upp á Rauðavatnsheiðar, þaðan stóran hring í Heiðmörk og aftur niður í miðbæ um Elliðaárdal. Á allri þessari leið liggur leiðin yfir örfáar íbúðagötur en allar umferðaræðar eru þveraðar með göngum eða brúm. Þetta gerir borgina okkar stórkostlega. Margvísleg náttúru- og umhvefisupplifun er nærri okkur öllum. Við þurfum ekki að fara langar leiðir til að komast í samband við náttúruna. Með því að auka uppbyggingu innan núverandi borgarmarka í stað þess að brjóta ný svæði undir nýja byggð og þenja borgina enn frekar út, þá getur borgin okkar haft náttúruna í bakgarðinum um langa framtíð. Við Vinstri græn viljum hafa náttúruna með í öllu skipulagi og uppbyggingu, og auka aðgengi fólks að útvistarsvæðum með því að fjölga grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu, tryggja vernd vistkerfa og hlúa að líffræðilegri fjölbreytni. Höfundur er á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun