Við erum á krossgötum Sigurjón Andrésson skrifar 11. maí 2022 15:01 Sameininga-hamarinn er á lofti. Verkefni þeirra fulltrúa sem fá umboð til að stjórna í smærri sveitarfélögum í komandi kosningum verða því ólík því sem áður hefur verið. Kjósendur í þessum fámennu sveitarfélögum þurfa því að spyrja sig, hverjir munu gæta hagsmuna þeirra sveitarfélags og tryggja að ef til sameininga kemur, þá verði þjónusta og lífsgæði meiri en áður! Sveitarfélög með færri en 1.000 íbúa Í gildandi sveitarstjórnarlögum segir að ef íbúafjöldi sveitarfélags er undir 1.000 íbúum, er skylda, eftir sveitarstjórnarkosningar að: A) fara í sameiningarviðræður eða B) láta vinna álitsgerð. Álitsgerðin hefur þann tilgang að taka saman nægilegar upplýsingar fyrir sveitarstjórnarmenn og íbúa sveitarfélagsins svo að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi upplýsingum. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf Flóahreppur því, strax eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022, annað hvort að fara í formlegar viðræður um sameiningu eða vinna álit um stöðu sveitarfélagsins og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og skoða hvaða tækifæri felast í sameiningu. Í okkar huga er alveg skýrt hvað þarf að gera Við sem stöndum að XT listanum í Flóahreppi höfum skýra sýn á hvernig við viljum vinna þessa vinnu eftir kosningarnar. Við ætlum strax að hefjast handa við að skoða sameiningarkosti. Hverjir eru styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri. Jafnframt því vinnum við álit sem metur stöðu okkar og getu til að sinna okkar lögbundnu verkefnum. Samráð og íbúalýðræði Að því loknu, eigi síðar en vetur 2022-23 munum við kynna niðurstöðurnar fyrir íbúum Flóahrepps. Við munum leita sjónarmiða með opnum íbúafundum sem einnig eru í streymi með rafrænu samráðskerfi. Þannig tryggjum við að allir eigi jafnan aðgang að fræðast og koma sínum áherslum að. Spurt verður annars vegar hvort Flóahreppur eigi yfir höfuð að hefja sameiningarviðræður og ef svo er, hvaða valkostir ættu að vera í forgangi og hver eru áhersluatriði okkar í samningaviðræðunum. Ég hef velt þessum sameiningarmálum mikið fyrir mér. Flóahreppur á landamæri við sex önnur sveitarfélög. Sum eru lík okkar að uppbyggingu og önnur ólík. Sum þessara sveitarfélaga vilja eflaust sameinast Flóahreppi og önnur kannski ekki. En í öllu falli þarf að hefja vinnuna og tryggja þátttöku allra íbúa í ferlinu. Tækifærin eru óþrjótandi Það skiptir geysilega miklu máli hvernig haldið er á málum í Flóahreppi á næstu árum. Tækifærin sem eru að opnast fyrir okkur hér á þessu svæði eru óþrjótandi. Það er stöðugt að verða eftirsóknarverðara að búa og starfa í friðsælli sveit sem er í armslengd frá höfuðborgarsvæðinu - við erum í dauðafæri. Á næstu árum þarf að vinna eftir skýrri framtíðarsýn og tryggja að hagsmunir Flóahrepps gangi fyrir þannig að lífsgæði okkar verði stöðugt betri. Höfundur skipar fyrsta sæti á XT listanum í Flóahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Sameininga-hamarinn er á lofti. Verkefni þeirra fulltrúa sem fá umboð til að stjórna í smærri sveitarfélögum í komandi kosningum verða því ólík því sem áður hefur verið. Kjósendur í þessum fámennu sveitarfélögum þurfa því að spyrja sig, hverjir munu gæta hagsmuna þeirra sveitarfélags og tryggja að ef til sameininga kemur, þá verði þjónusta og lífsgæði meiri en áður! Sveitarfélög með færri en 1.000 íbúa Í gildandi sveitarstjórnarlögum segir að ef íbúafjöldi sveitarfélags er undir 1.000 íbúum, er skylda, eftir sveitarstjórnarkosningar að: A) fara í sameiningarviðræður eða B) láta vinna álitsgerð. Álitsgerðin hefur þann tilgang að taka saman nægilegar upplýsingar fyrir sveitarstjórnarmenn og íbúa sveitarfélagsins svo að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi upplýsingum. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf Flóahreppur því, strax eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022, annað hvort að fara í formlegar viðræður um sameiningu eða vinna álit um stöðu sveitarfélagsins og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og skoða hvaða tækifæri felast í sameiningu. Í okkar huga er alveg skýrt hvað þarf að gera Við sem stöndum að XT listanum í Flóahreppi höfum skýra sýn á hvernig við viljum vinna þessa vinnu eftir kosningarnar. Við ætlum strax að hefjast handa við að skoða sameiningarkosti. Hverjir eru styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri. Jafnframt því vinnum við álit sem metur stöðu okkar og getu til að sinna okkar lögbundnu verkefnum. Samráð og íbúalýðræði Að því loknu, eigi síðar en vetur 2022-23 munum við kynna niðurstöðurnar fyrir íbúum Flóahrepps. Við munum leita sjónarmiða með opnum íbúafundum sem einnig eru í streymi með rafrænu samráðskerfi. Þannig tryggjum við að allir eigi jafnan aðgang að fræðast og koma sínum áherslum að. Spurt verður annars vegar hvort Flóahreppur eigi yfir höfuð að hefja sameiningarviðræður og ef svo er, hvaða valkostir ættu að vera í forgangi og hver eru áhersluatriði okkar í samningaviðræðunum. Ég hef velt þessum sameiningarmálum mikið fyrir mér. Flóahreppur á landamæri við sex önnur sveitarfélög. Sum eru lík okkar að uppbyggingu og önnur ólík. Sum þessara sveitarfélaga vilja eflaust sameinast Flóahreppi og önnur kannski ekki. En í öllu falli þarf að hefja vinnuna og tryggja þátttöku allra íbúa í ferlinu. Tækifærin eru óþrjótandi Það skiptir geysilega miklu máli hvernig haldið er á málum í Flóahreppi á næstu árum. Tækifærin sem eru að opnast fyrir okkur hér á þessu svæði eru óþrjótandi. Það er stöðugt að verða eftirsóknarverðara að búa og starfa í friðsælli sveit sem er í armslengd frá höfuðborgarsvæðinu - við erum í dauðafæri. Á næstu árum þarf að vinna eftir skýrri framtíðarsýn og tryggja að hagsmunir Flóahrepps gangi fyrir þannig að lífsgæði okkar verði stöðugt betri. Höfundur skipar fyrsta sæti á XT listanum í Flóahreppi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun