Áhyggjur af borðaklippingum Hallur Guðmundsson skrifar 11. maí 2022 12:15 Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af meirihlutanum í Hafnarfirði. Þau hafa ekki undan að klippa á borða og fagna verkefnum. Þau stunda allskyns opnanir, passa sig á að mæta á ýmsa viðburði til að skreyta sig með fjöðrum og skenkja sér freyðivín. Ég hef áhyggjur af þeim þar sem þau eru ekki í neinu formi til að gera þetta. Hvenær sefur þetta fólk? Eru þau aldrei timbruð? Heyrðu, jú, Síðastliðin fjögur ár hefur farið lítið fyrir þessu fólki á vettvangi borðaklippinga og annarra uppbyggingarviðburða. Reyndar fréttist lítið af þeim fjögur ár þar á undan líka. Það er líklega vegna timburmanna eftir borðaklippingarnar. Kosningar eru í nánd og líklegt er að verð á skærum og klippanlegum litaborðum hækki talsvert fram í miðjan maí, eða svo. Stjórnmálaflokkar vilja bæta, breyta, laga og skreyta ef marka má loforð og fagurgalann sem frá þeim streymir þessa dagana. Loforðin eru til þess fallin að safna atkvæðum og vekja von í hjörtum fólks. En vonin er veik. Kjósendur hafa um áratuga skeið kosið sér fulltrúa til að hafa áhrif. Margir flokkar sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum (og raunar líka í þingkosningum) fylgja Excelskjali sem sýnir atkvæðamagn og niðurstöður skoðanakannana. Þetta er ekki leiðin til að þjóna fólkinu í bæjunum. Nú stendur yfir sala á gullkálfum sem gefið hafa af sér tryggar tekjur. Þegar gullkálfunum hefur verið smalað úr tekjufjósinu þá stendur eftir tómt fjós og engar tekjur. Tekjurnar af sölu kálfana fóru í kaffibæti handa stórbændunum og lengra dugði það ekki. Bóndi sem selur bústofninn og fær ekkert í staðinn til tekjuöflunar þykir ekki góður bóndi nema hann sé að hætta búskap. Hér er ég auðvitað að líkja bústofni við veitufyrirtæki. Tengi hver sem vill. Reynt að fegra fjárhag sveitarfélaga með sölu eigna og frestun útgjaldaliða svo uppfylla megi gömul kosningaloforð skömmu fyrir kosningar. Ástæður fyrir frestun verkefna - að mati meirihlutaflokka - eru aðallega tvær. Annars vegar óstjórn fyrri meirihluta. Hins vegar mantran „Við urðum að fórna fyrir samstarf“. Opnum bókhaldið, höfum störfin gagnsæ og verum heiðarleg! Málamiðlun er betri en að hætta við. Píratar í Hafnarfirði vilja breyta þessu verklagi. Píratar vilja stöðugar borðaklippingar ef tilefni er til. Það á ekki að fresta bráðnauðsynlegum verkefnum til að næra skammtímaminni kjósenda. Píratar vilja að bætt sé stöðugt í góðu verkin. Píratar vilja að bæjarbúar geti hugsað með jákvæðum hætti um stjórnmálin í bænum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga betra skilið en geðþóttastjórnmál og að þurfa að horfa upp á aðgerðarleysi þar til kosningar nálgast. Íbúar Hafnarfjarðar eiga skilið að stjórnmálamenn hætti að hugsa í kjörtímabilum og tækifærum fyrir sinn flokk. Hugsunin þarf að snúast um að þjóna fólkinu, fara í þær framkvæmdir sem eru nauðsynlegar eins fljótt og mögulegt er. Til að hægt sé að breyta þessum hugsanagangi í Hafnarfirði þá þurfum við öll að mæta á kjörstað þann 14. maí og nýta atkvæðisréttinn okkar ef við höfum mögulega tök á því. Píratar vilja aukið lýðræði meðal íbúa og ef íbúar vilja aukið lýðræði innan bæjarins þá er hægt að stuðla að því með því að kjósa Pírata. XP! Höfundur situr í 10. sæti á framboðslista Pírata í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af meirihlutanum í Hafnarfirði. Þau hafa ekki undan að klippa á borða og fagna verkefnum. Þau stunda allskyns opnanir, passa sig á að mæta á ýmsa viðburði til að skreyta sig með fjöðrum og skenkja sér freyðivín. Ég hef áhyggjur af þeim þar sem þau eru ekki í neinu formi til að gera þetta. Hvenær sefur þetta fólk? Eru þau aldrei timbruð? Heyrðu, jú, Síðastliðin fjögur ár hefur farið lítið fyrir þessu fólki á vettvangi borðaklippinga og annarra uppbyggingarviðburða. Reyndar fréttist lítið af þeim fjögur ár þar á undan líka. Það er líklega vegna timburmanna eftir borðaklippingarnar. Kosningar eru í nánd og líklegt er að verð á skærum og klippanlegum litaborðum hækki talsvert fram í miðjan maí, eða svo. Stjórnmálaflokkar vilja bæta, breyta, laga og skreyta ef marka má loforð og fagurgalann sem frá þeim streymir þessa dagana. Loforðin eru til þess fallin að safna atkvæðum og vekja von í hjörtum fólks. En vonin er veik. Kjósendur hafa um áratuga skeið kosið sér fulltrúa til að hafa áhrif. Margir flokkar sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum (og raunar líka í þingkosningum) fylgja Excelskjali sem sýnir atkvæðamagn og niðurstöður skoðanakannana. Þetta er ekki leiðin til að þjóna fólkinu í bæjunum. Nú stendur yfir sala á gullkálfum sem gefið hafa af sér tryggar tekjur. Þegar gullkálfunum hefur verið smalað úr tekjufjósinu þá stendur eftir tómt fjós og engar tekjur. Tekjurnar af sölu kálfana fóru í kaffibæti handa stórbændunum og lengra dugði það ekki. Bóndi sem selur bústofninn og fær ekkert í staðinn til tekjuöflunar þykir ekki góður bóndi nema hann sé að hætta búskap. Hér er ég auðvitað að líkja bústofni við veitufyrirtæki. Tengi hver sem vill. Reynt að fegra fjárhag sveitarfélaga með sölu eigna og frestun útgjaldaliða svo uppfylla megi gömul kosningaloforð skömmu fyrir kosningar. Ástæður fyrir frestun verkefna - að mati meirihlutaflokka - eru aðallega tvær. Annars vegar óstjórn fyrri meirihluta. Hins vegar mantran „Við urðum að fórna fyrir samstarf“. Opnum bókhaldið, höfum störfin gagnsæ og verum heiðarleg! Málamiðlun er betri en að hætta við. Píratar í Hafnarfirði vilja breyta þessu verklagi. Píratar vilja stöðugar borðaklippingar ef tilefni er til. Það á ekki að fresta bráðnauðsynlegum verkefnum til að næra skammtímaminni kjósenda. Píratar vilja að bætt sé stöðugt í góðu verkin. Píratar vilja að bæjarbúar geti hugsað með jákvæðum hætti um stjórnmálin í bænum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga betra skilið en geðþóttastjórnmál og að þurfa að horfa upp á aðgerðarleysi þar til kosningar nálgast. Íbúar Hafnarfjarðar eiga skilið að stjórnmálamenn hætti að hugsa í kjörtímabilum og tækifærum fyrir sinn flokk. Hugsunin þarf að snúast um að þjóna fólkinu, fara í þær framkvæmdir sem eru nauðsynlegar eins fljótt og mögulegt er. Til að hægt sé að breyta þessum hugsanagangi í Hafnarfirði þá þurfum við öll að mæta á kjörstað þann 14. maí og nýta atkvæðisréttinn okkar ef við höfum mögulega tök á því. Píratar vilja aukið lýðræði meðal íbúa og ef íbúar vilja aukið lýðræði innan bæjarins þá er hægt að stuðla að því með því að kjósa Pírata. XP! Höfundur situr í 10. sæti á framboðslista Pírata í Hafnarfirði.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar