Til móts við nýja tíma í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 11. maí 2022 12:30 Við höfum góða sögu í Garðabæ. Samfélagið okkar hefur eflst og dafnað í gegnum tíðina undir forystu okkar í Sjálfstæðisflokknum og rekstur bæjarins er traustur. Fólk vill búa í Garðabæ því það veit að hér er gott, öflugt og traust samfélag og bæjarbúar eru ánægðari með þjónustuna en víðast annars staðar. Slík framþróun gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf að hlusta eftir því hvað skiptir íbúa máli, móta heildstæða sýn og láta verkin tala. Spennandi framtíð í Garðabæ Framtíðin er spennandi í Garðabæ og þrátt fyrir að framboð af húsnæði hafi verið mest hér á liðnu kjörtímabili þá er eftirspurnin áfram æpandi. Garðabær er að stækka hratt og ný eftirsótt hverfi að rísa, sem byggð eru af miklum metnaði. Það segir sína sögu. Í Hnoðraholti og Vetrarmýri munum við bráðum sjá nýja blandaða byggð og þar verða líka ný svæði fyrir verslun og þjónustu. Nú þegar hafa opnað spennandi veitingastaðir í Urriðaholti í bland við önnur fyrirtæki . Á Álftanesi standa einnig yfir framkvæmdir sem munu efla byggðina þar og styrkja forsendur fyrir verslun og þjónustu í nærumhverfi. Íbúar vilja í auknum mæli sækja þjónustu í nærumhverfi og endurnýjun miðbæjarins er þáttur í því að efla mannlíf og fjölga tækifærum til gæðastunda í Garðabæ. Frekari uppbygging á Garðatorgi og víðar býr til tækifæri til að laða að fleiri spennandi fyrirtæki og fjölga störfum í nágrenninu. Grunnþjónustan okkar, sem er samfélaginu mikilvæg, kostar sitt og við verðum því að fjölga tekjustoðunum og fjölga íbúum til að geta áfram tryggt um leið mikilvæga þjónustu og varðveitt getu okkar til að halda álögum í hófi. Góður árangur er ekki tilviljun Staða Garðabæjar er sterk og sá mikli árangur sem náðst hefur náðst í uppbyggingu á blómlegum bæ undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefði hæglega getað þróast með öðrum hætti. Verja þarf þennan árangur á sama tíma og uppbyggingunni er haldið áfram til móts við nýja tíma. Þegar kosið er í bæjarstjórn þá erum við að velja fólk sem tekur ákvarðanir um margt það sem stendur okkur næst. Skólana sem börnin okkar ganga í, hvaða íþróttir og afþreying er í boði, hvernig er hugsað um eldra fólkið okkar og þá sem þurfa á stuðningi að halda. Við erum einnig að velja hverjum við treystum til að þróa áfram hverfin okkar, byggja upp innviðina, bæta aðstöðu og um leið gæta að því að vel sé haldið utan um fjárhaginn. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ erum þakklát fyrir það traust sem bæjarbúar hafa sýnt okkur og vonumst til að fá skýrt og sterkt umboð til áframhaldandi góðra verka og sóknar. Við trúum því og treystum að íbúar Garðabæjar vilji halda áfram á þeirri vegferð sem hafin er. Góður árangur í rekstri sveitarfélaga er sannarlega ekki sjálfgefinn og hann skiptir íbúa miklu máli. Setjum X við D. Fyrir Garðabæ. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Við höfum góða sögu í Garðabæ. Samfélagið okkar hefur eflst og dafnað í gegnum tíðina undir forystu okkar í Sjálfstæðisflokknum og rekstur bæjarins er traustur. Fólk vill búa í Garðabæ því það veit að hér er gott, öflugt og traust samfélag og bæjarbúar eru ánægðari með þjónustuna en víðast annars staðar. Slík framþróun gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf að hlusta eftir því hvað skiptir íbúa máli, móta heildstæða sýn og láta verkin tala. Spennandi framtíð í Garðabæ Framtíðin er spennandi í Garðabæ og þrátt fyrir að framboð af húsnæði hafi verið mest hér á liðnu kjörtímabili þá er eftirspurnin áfram æpandi. Garðabær er að stækka hratt og ný eftirsótt hverfi að rísa, sem byggð eru af miklum metnaði. Það segir sína sögu. Í Hnoðraholti og Vetrarmýri munum við bráðum sjá nýja blandaða byggð og þar verða líka ný svæði fyrir verslun og þjónustu. Nú þegar hafa opnað spennandi veitingastaðir í Urriðaholti í bland við önnur fyrirtæki . Á Álftanesi standa einnig yfir framkvæmdir sem munu efla byggðina þar og styrkja forsendur fyrir verslun og þjónustu í nærumhverfi. Íbúar vilja í auknum mæli sækja þjónustu í nærumhverfi og endurnýjun miðbæjarins er þáttur í því að efla mannlíf og fjölga tækifærum til gæðastunda í Garðabæ. Frekari uppbygging á Garðatorgi og víðar býr til tækifæri til að laða að fleiri spennandi fyrirtæki og fjölga störfum í nágrenninu. Grunnþjónustan okkar, sem er samfélaginu mikilvæg, kostar sitt og við verðum því að fjölga tekjustoðunum og fjölga íbúum til að geta áfram tryggt um leið mikilvæga þjónustu og varðveitt getu okkar til að halda álögum í hófi. Góður árangur er ekki tilviljun Staða Garðabæjar er sterk og sá mikli árangur sem náðst hefur náðst í uppbyggingu á blómlegum bæ undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefði hæglega getað þróast með öðrum hætti. Verja þarf þennan árangur á sama tíma og uppbyggingunni er haldið áfram til móts við nýja tíma. Þegar kosið er í bæjarstjórn þá erum við að velja fólk sem tekur ákvarðanir um margt það sem stendur okkur næst. Skólana sem börnin okkar ganga í, hvaða íþróttir og afþreying er í boði, hvernig er hugsað um eldra fólkið okkar og þá sem þurfa á stuðningi að halda. Við erum einnig að velja hverjum við treystum til að þróa áfram hverfin okkar, byggja upp innviðina, bæta aðstöðu og um leið gæta að því að vel sé haldið utan um fjárhaginn. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ erum þakklát fyrir það traust sem bæjarbúar hafa sýnt okkur og vonumst til að fá skýrt og sterkt umboð til áframhaldandi góðra verka og sóknar. Við trúum því og treystum að íbúar Garðabæjar vilji halda áfram á þeirri vegferð sem hafin er. Góður árangur í rekstri sveitarfélaga er sannarlega ekki sjálfgefinn og hann skiptir íbúa miklu máli. Setjum X við D. Fyrir Garðabæ. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar