Til móts við nýja tíma í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 11. maí 2022 12:30 Við höfum góða sögu í Garðabæ. Samfélagið okkar hefur eflst og dafnað í gegnum tíðina undir forystu okkar í Sjálfstæðisflokknum og rekstur bæjarins er traustur. Fólk vill búa í Garðabæ því það veit að hér er gott, öflugt og traust samfélag og bæjarbúar eru ánægðari með þjónustuna en víðast annars staðar. Slík framþróun gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf að hlusta eftir því hvað skiptir íbúa máli, móta heildstæða sýn og láta verkin tala. Spennandi framtíð í Garðabæ Framtíðin er spennandi í Garðabæ og þrátt fyrir að framboð af húsnæði hafi verið mest hér á liðnu kjörtímabili þá er eftirspurnin áfram æpandi. Garðabær er að stækka hratt og ný eftirsótt hverfi að rísa, sem byggð eru af miklum metnaði. Það segir sína sögu. Í Hnoðraholti og Vetrarmýri munum við bráðum sjá nýja blandaða byggð og þar verða líka ný svæði fyrir verslun og þjónustu. Nú þegar hafa opnað spennandi veitingastaðir í Urriðaholti í bland við önnur fyrirtæki . Á Álftanesi standa einnig yfir framkvæmdir sem munu efla byggðina þar og styrkja forsendur fyrir verslun og þjónustu í nærumhverfi. Íbúar vilja í auknum mæli sækja þjónustu í nærumhverfi og endurnýjun miðbæjarins er þáttur í því að efla mannlíf og fjölga tækifærum til gæðastunda í Garðabæ. Frekari uppbygging á Garðatorgi og víðar býr til tækifæri til að laða að fleiri spennandi fyrirtæki og fjölga störfum í nágrenninu. Grunnþjónustan okkar, sem er samfélaginu mikilvæg, kostar sitt og við verðum því að fjölga tekjustoðunum og fjölga íbúum til að geta áfram tryggt um leið mikilvæga þjónustu og varðveitt getu okkar til að halda álögum í hófi. Góður árangur er ekki tilviljun Staða Garðabæjar er sterk og sá mikli árangur sem náðst hefur náðst í uppbyggingu á blómlegum bæ undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefði hæglega getað þróast með öðrum hætti. Verja þarf þennan árangur á sama tíma og uppbyggingunni er haldið áfram til móts við nýja tíma. Þegar kosið er í bæjarstjórn þá erum við að velja fólk sem tekur ákvarðanir um margt það sem stendur okkur næst. Skólana sem börnin okkar ganga í, hvaða íþróttir og afþreying er í boði, hvernig er hugsað um eldra fólkið okkar og þá sem þurfa á stuðningi að halda. Við erum einnig að velja hverjum við treystum til að þróa áfram hverfin okkar, byggja upp innviðina, bæta aðstöðu og um leið gæta að því að vel sé haldið utan um fjárhaginn. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ erum þakklát fyrir það traust sem bæjarbúar hafa sýnt okkur og vonumst til að fá skýrt og sterkt umboð til áframhaldandi góðra verka og sóknar. Við trúum því og treystum að íbúar Garðabæjar vilji halda áfram á þeirri vegferð sem hafin er. Góður árangur í rekstri sveitarfélaga er sannarlega ekki sjálfgefinn og hann skiptir íbúa miklu máli. Setjum X við D. Fyrir Garðabæ. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Við höfum góða sögu í Garðabæ. Samfélagið okkar hefur eflst og dafnað í gegnum tíðina undir forystu okkar í Sjálfstæðisflokknum og rekstur bæjarins er traustur. Fólk vill búa í Garðabæ því það veit að hér er gott, öflugt og traust samfélag og bæjarbúar eru ánægðari með þjónustuna en víðast annars staðar. Slík framþróun gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf að hlusta eftir því hvað skiptir íbúa máli, móta heildstæða sýn og láta verkin tala. Spennandi framtíð í Garðabæ Framtíðin er spennandi í Garðabæ og þrátt fyrir að framboð af húsnæði hafi verið mest hér á liðnu kjörtímabili þá er eftirspurnin áfram æpandi. Garðabær er að stækka hratt og ný eftirsótt hverfi að rísa, sem byggð eru af miklum metnaði. Það segir sína sögu. Í Hnoðraholti og Vetrarmýri munum við bráðum sjá nýja blandaða byggð og þar verða líka ný svæði fyrir verslun og þjónustu. Nú þegar hafa opnað spennandi veitingastaðir í Urriðaholti í bland við önnur fyrirtæki . Á Álftanesi standa einnig yfir framkvæmdir sem munu efla byggðina þar og styrkja forsendur fyrir verslun og þjónustu í nærumhverfi. Íbúar vilja í auknum mæli sækja þjónustu í nærumhverfi og endurnýjun miðbæjarins er þáttur í því að efla mannlíf og fjölga tækifærum til gæðastunda í Garðabæ. Frekari uppbygging á Garðatorgi og víðar býr til tækifæri til að laða að fleiri spennandi fyrirtæki og fjölga störfum í nágrenninu. Grunnþjónustan okkar, sem er samfélaginu mikilvæg, kostar sitt og við verðum því að fjölga tekjustoðunum og fjölga íbúum til að geta áfram tryggt um leið mikilvæga þjónustu og varðveitt getu okkar til að halda álögum í hófi. Góður árangur er ekki tilviljun Staða Garðabæjar er sterk og sá mikli árangur sem náðst hefur náðst í uppbyggingu á blómlegum bæ undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefði hæglega getað þróast með öðrum hætti. Verja þarf þennan árangur á sama tíma og uppbyggingunni er haldið áfram til móts við nýja tíma. Þegar kosið er í bæjarstjórn þá erum við að velja fólk sem tekur ákvarðanir um margt það sem stendur okkur næst. Skólana sem börnin okkar ganga í, hvaða íþróttir og afþreying er í boði, hvernig er hugsað um eldra fólkið okkar og þá sem þurfa á stuðningi að halda. Við erum einnig að velja hverjum við treystum til að þróa áfram hverfin okkar, byggja upp innviðina, bæta aðstöðu og um leið gæta að því að vel sé haldið utan um fjárhaginn. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ erum þakklát fyrir það traust sem bæjarbúar hafa sýnt okkur og vonumst til að fá skýrt og sterkt umboð til áframhaldandi góðra verka og sóknar. Við trúum því og treystum að íbúar Garðabæjar vilji halda áfram á þeirri vegferð sem hafin er. Góður árangur í rekstri sveitarfélaga er sannarlega ekki sjálfgefinn og hann skiptir íbúa miklu máli. Setjum X við D. Fyrir Garðabæ. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun