Talnablekkingar í Hafnarfirði Arnhildur Ásdís Kolbeins skrifar 10. maí 2022 10:30 Ábyrg fjármálastjórnun sveitarfélaga er afar mikilvæg og hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði stært sig af því að hafa sýnt ábyrga fjármálastjórnun, sérstaklega hvað varðar árangur við að ná niður skuldum. En er það svo? Sér rýnt í nýjasta ársreikning sveitarfélagsins og hann borinn saman við ársreikning 2017 kemur í ljós að árangur meirihlutans í þessum efnum er einfaldlega alls ekki góður. Á kjörtímabilinu hafa skuldir aukist um 10 milljarða, eða úr 40 milljörðum í 50 milljarða. Hér er um að ræða 25% aukningu skulda á kjörtímabilinu og því alrangt að halda því fram að skuldir hafi lækkað á kjörtímabilinu. Skuldahlutfall í ársreikningi hefur vissulega lækkað úr 159% í 148% á tímabilinu, en þá þarf að hafa í huga að þegar skuldahlutfall er reiknað, er deilt í heildarskuldir með heildartekjum. Á árinu 2021 er tekjufærð lóðasala upp á 2,5 milljarð sem skekkir verulega myndina. Sala á lóðum hefur ekkert að gera með raunverulegan rekstrarlegan árangur, enda hefur lóðasala verið stopul í sveitarfélaginu og því er hér um að ræða óreglulegar tekjur. Séu tekjur vegna lóðasölu teknar út fyrir sviga kemur í ljós að skuldahlutfall án tekna vegna lóðasölu er nákvæmlega það sama á árinu 2021 og 2017. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur því ekki náð neinum árangri á kjörtímabilinu varðandi lækkun skulda eða bættan rekstur. Enda hefur íbúum ekki fjölgað og skattstofnar því ekki stækkað svo sem nauðsynlegt er til að halda uppi heilbrigðum rekstri og mæta auknum kröfum um þjónustu. Þrátt fyrir framangreindar tekjur vegna lóðasölu er tap á rekstri sveitarfélagins sem nemur 709 milljónum, en tapið væri ríflega 3 milljarðar án lóðasölunnar. Því er ljóst að reksturinn er fjarri því að vera sjálfbær. Á meðan skatttekjur hafa aukist um 22% á kjörtímabilinu hefur íbúafjöldi staðið í stað, rekstrargjöld hafa hækkað um 44% og skuldir um 25%. Stærsti gjaldaliður sveitarfélagsins eru launaútgjöld, eða ríflega helmingur. Launaútgjöld sveitarfélagsins hafa aukist um 45% á sama tíma og launavísitala Hagstofunnar hefur einungis hækkað um 27%, enda hefur stöðugildum bæjarfélagsins fjölgað um 14% á kjörtímabilinu, þrátt fyrir að íbúum bæjarins hafi ekki fjölgað. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði munu beita sér fyrir raunverulegum árangri í fjármálastjórnun sveitarfélagsins. Við ætlum að sjá til þess að lóðaframboð verði nægt og stöðugt, þannig að sveitarfélagið geti vaxið jafnt og þétt og auka íbúalýðræði á þann hátt að íbúar fái þann sjálfsagða rétt að kjósa um allar meiriháttar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Með þeim hætti fáum við íbúar Hafnarfjarðar að ráða því hver forgangsröðun er við ráðstöfun okkar fjármuna. Jafnframt munum við gera úttekt á rekstri sveitarfélagsins og finna leiðir til aukinnar hagkvæmni, m.a. með auknum útboðum vegna framkvæmda og viðhalds eigna. Settu X við M á kjördag fyrir ábyrga fjármálastjórnun. Höfundur er viðskiptafræðingur og viðskiptalögfræðingur og skipar 2. sætið á M lista Miðflokks og óháðra í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrg fjármálastjórnun sveitarfélaga er afar mikilvæg og hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði stært sig af því að hafa sýnt ábyrga fjármálastjórnun, sérstaklega hvað varðar árangur við að ná niður skuldum. En er það svo? Sér rýnt í nýjasta ársreikning sveitarfélagsins og hann borinn saman við ársreikning 2017 kemur í ljós að árangur meirihlutans í þessum efnum er einfaldlega alls ekki góður. Á kjörtímabilinu hafa skuldir aukist um 10 milljarða, eða úr 40 milljörðum í 50 milljarða. Hér er um að ræða 25% aukningu skulda á kjörtímabilinu og því alrangt að halda því fram að skuldir hafi lækkað á kjörtímabilinu. Skuldahlutfall í ársreikningi hefur vissulega lækkað úr 159% í 148% á tímabilinu, en þá þarf að hafa í huga að þegar skuldahlutfall er reiknað, er deilt í heildarskuldir með heildartekjum. Á árinu 2021 er tekjufærð lóðasala upp á 2,5 milljarð sem skekkir verulega myndina. Sala á lóðum hefur ekkert að gera með raunverulegan rekstrarlegan árangur, enda hefur lóðasala verið stopul í sveitarfélaginu og því er hér um að ræða óreglulegar tekjur. Séu tekjur vegna lóðasölu teknar út fyrir sviga kemur í ljós að skuldahlutfall án tekna vegna lóðasölu er nákvæmlega það sama á árinu 2021 og 2017. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur því ekki náð neinum árangri á kjörtímabilinu varðandi lækkun skulda eða bættan rekstur. Enda hefur íbúum ekki fjölgað og skattstofnar því ekki stækkað svo sem nauðsynlegt er til að halda uppi heilbrigðum rekstri og mæta auknum kröfum um þjónustu. Þrátt fyrir framangreindar tekjur vegna lóðasölu er tap á rekstri sveitarfélagins sem nemur 709 milljónum, en tapið væri ríflega 3 milljarðar án lóðasölunnar. Því er ljóst að reksturinn er fjarri því að vera sjálfbær. Á meðan skatttekjur hafa aukist um 22% á kjörtímabilinu hefur íbúafjöldi staðið í stað, rekstrargjöld hafa hækkað um 44% og skuldir um 25%. Stærsti gjaldaliður sveitarfélagsins eru launaútgjöld, eða ríflega helmingur. Launaútgjöld sveitarfélagsins hafa aukist um 45% á sama tíma og launavísitala Hagstofunnar hefur einungis hækkað um 27%, enda hefur stöðugildum bæjarfélagsins fjölgað um 14% á kjörtímabilinu, þrátt fyrir að íbúum bæjarins hafi ekki fjölgað. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði munu beita sér fyrir raunverulegum árangri í fjármálastjórnun sveitarfélagsins. Við ætlum að sjá til þess að lóðaframboð verði nægt og stöðugt, þannig að sveitarfélagið geti vaxið jafnt og þétt og auka íbúalýðræði á þann hátt að íbúar fái þann sjálfsagða rétt að kjósa um allar meiriháttar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Með þeim hætti fáum við íbúar Hafnarfjarðar að ráða því hver forgangsröðun er við ráðstöfun okkar fjármuna. Jafnframt munum við gera úttekt á rekstri sveitarfélagsins og finna leiðir til aukinnar hagkvæmni, m.a. með auknum útboðum vegna framkvæmda og viðhalds eigna. Settu X við M á kjördag fyrir ábyrga fjármálastjórnun. Höfundur er viðskiptafræðingur og viðskiptalögfræðingur og skipar 2. sætið á M lista Miðflokks og óháðra í Hafnarfirði.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar