Talnablekkingar í Hafnarfirði Arnhildur Ásdís Kolbeins skrifar 10. maí 2022 10:30 Ábyrg fjármálastjórnun sveitarfélaga er afar mikilvæg og hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði stært sig af því að hafa sýnt ábyrga fjármálastjórnun, sérstaklega hvað varðar árangur við að ná niður skuldum. En er það svo? Sér rýnt í nýjasta ársreikning sveitarfélagsins og hann borinn saman við ársreikning 2017 kemur í ljós að árangur meirihlutans í þessum efnum er einfaldlega alls ekki góður. Á kjörtímabilinu hafa skuldir aukist um 10 milljarða, eða úr 40 milljörðum í 50 milljarða. Hér er um að ræða 25% aukningu skulda á kjörtímabilinu og því alrangt að halda því fram að skuldir hafi lækkað á kjörtímabilinu. Skuldahlutfall í ársreikningi hefur vissulega lækkað úr 159% í 148% á tímabilinu, en þá þarf að hafa í huga að þegar skuldahlutfall er reiknað, er deilt í heildarskuldir með heildartekjum. Á árinu 2021 er tekjufærð lóðasala upp á 2,5 milljarð sem skekkir verulega myndina. Sala á lóðum hefur ekkert að gera með raunverulegan rekstrarlegan árangur, enda hefur lóðasala verið stopul í sveitarfélaginu og því er hér um að ræða óreglulegar tekjur. Séu tekjur vegna lóðasölu teknar út fyrir sviga kemur í ljós að skuldahlutfall án tekna vegna lóðasölu er nákvæmlega það sama á árinu 2021 og 2017. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur því ekki náð neinum árangri á kjörtímabilinu varðandi lækkun skulda eða bættan rekstur. Enda hefur íbúum ekki fjölgað og skattstofnar því ekki stækkað svo sem nauðsynlegt er til að halda uppi heilbrigðum rekstri og mæta auknum kröfum um þjónustu. Þrátt fyrir framangreindar tekjur vegna lóðasölu er tap á rekstri sveitarfélagins sem nemur 709 milljónum, en tapið væri ríflega 3 milljarðar án lóðasölunnar. Því er ljóst að reksturinn er fjarri því að vera sjálfbær. Á meðan skatttekjur hafa aukist um 22% á kjörtímabilinu hefur íbúafjöldi staðið í stað, rekstrargjöld hafa hækkað um 44% og skuldir um 25%. Stærsti gjaldaliður sveitarfélagsins eru launaútgjöld, eða ríflega helmingur. Launaútgjöld sveitarfélagsins hafa aukist um 45% á sama tíma og launavísitala Hagstofunnar hefur einungis hækkað um 27%, enda hefur stöðugildum bæjarfélagsins fjölgað um 14% á kjörtímabilinu, þrátt fyrir að íbúum bæjarins hafi ekki fjölgað. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði munu beita sér fyrir raunverulegum árangri í fjármálastjórnun sveitarfélagsins. Við ætlum að sjá til þess að lóðaframboð verði nægt og stöðugt, þannig að sveitarfélagið geti vaxið jafnt og þétt og auka íbúalýðræði á þann hátt að íbúar fái þann sjálfsagða rétt að kjósa um allar meiriháttar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Með þeim hætti fáum við íbúar Hafnarfjarðar að ráða því hver forgangsröðun er við ráðstöfun okkar fjármuna. Jafnframt munum við gera úttekt á rekstri sveitarfélagsins og finna leiðir til aukinnar hagkvæmni, m.a. með auknum útboðum vegna framkvæmda og viðhalds eigna. Settu X við M á kjördag fyrir ábyrga fjármálastjórnun. Höfundur er viðskiptafræðingur og viðskiptalögfræðingur og skipar 2. sætið á M lista Miðflokks og óháðra í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ábyrg fjármálastjórnun sveitarfélaga er afar mikilvæg og hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði stært sig af því að hafa sýnt ábyrga fjármálastjórnun, sérstaklega hvað varðar árangur við að ná niður skuldum. En er það svo? Sér rýnt í nýjasta ársreikning sveitarfélagsins og hann borinn saman við ársreikning 2017 kemur í ljós að árangur meirihlutans í þessum efnum er einfaldlega alls ekki góður. Á kjörtímabilinu hafa skuldir aukist um 10 milljarða, eða úr 40 milljörðum í 50 milljarða. Hér er um að ræða 25% aukningu skulda á kjörtímabilinu og því alrangt að halda því fram að skuldir hafi lækkað á kjörtímabilinu. Skuldahlutfall í ársreikningi hefur vissulega lækkað úr 159% í 148% á tímabilinu, en þá þarf að hafa í huga að þegar skuldahlutfall er reiknað, er deilt í heildarskuldir með heildartekjum. Á árinu 2021 er tekjufærð lóðasala upp á 2,5 milljarð sem skekkir verulega myndina. Sala á lóðum hefur ekkert að gera með raunverulegan rekstrarlegan árangur, enda hefur lóðasala verið stopul í sveitarfélaginu og því er hér um að ræða óreglulegar tekjur. Séu tekjur vegna lóðasölu teknar út fyrir sviga kemur í ljós að skuldahlutfall án tekna vegna lóðasölu er nákvæmlega það sama á árinu 2021 og 2017. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur því ekki náð neinum árangri á kjörtímabilinu varðandi lækkun skulda eða bættan rekstur. Enda hefur íbúum ekki fjölgað og skattstofnar því ekki stækkað svo sem nauðsynlegt er til að halda uppi heilbrigðum rekstri og mæta auknum kröfum um þjónustu. Þrátt fyrir framangreindar tekjur vegna lóðasölu er tap á rekstri sveitarfélagins sem nemur 709 milljónum, en tapið væri ríflega 3 milljarðar án lóðasölunnar. Því er ljóst að reksturinn er fjarri því að vera sjálfbær. Á meðan skatttekjur hafa aukist um 22% á kjörtímabilinu hefur íbúafjöldi staðið í stað, rekstrargjöld hafa hækkað um 44% og skuldir um 25%. Stærsti gjaldaliður sveitarfélagsins eru launaútgjöld, eða ríflega helmingur. Launaútgjöld sveitarfélagsins hafa aukist um 45% á sama tíma og launavísitala Hagstofunnar hefur einungis hækkað um 27%, enda hefur stöðugildum bæjarfélagsins fjölgað um 14% á kjörtímabilinu, þrátt fyrir að íbúum bæjarins hafi ekki fjölgað. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði munu beita sér fyrir raunverulegum árangri í fjármálastjórnun sveitarfélagsins. Við ætlum að sjá til þess að lóðaframboð verði nægt og stöðugt, þannig að sveitarfélagið geti vaxið jafnt og þétt og auka íbúalýðræði á þann hátt að íbúar fái þann sjálfsagða rétt að kjósa um allar meiriháttar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Með þeim hætti fáum við íbúar Hafnarfjarðar að ráða því hver forgangsröðun er við ráðstöfun okkar fjármuna. Jafnframt munum við gera úttekt á rekstri sveitarfélagsins og finna leiðir til aukinnar hagkvæmni, m.a. með auknum útboðum vegna framkvæmda og viðhalds eigna. Settu X við M á kjördag fyrir ábyrga fjármálastjórnun. Höfundur er viðskiptafræðingur og viðskiptalögfræðingur og skipar 2. sætið á M lista Miðflokks og óháðra í Hafnarfirði.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun