Heilsueflandi samfélagið Fjarðabyggð Salóme Rut Harðardóttir skrifar 10. maí 2022 08:16 Fjarðabyggð hóf þátttöku í verkefninu heilsueflandi samfélag árið 2017. Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúða. Í Fjarðabyggð er öflugt og fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni, sem er gríðarlega mikilvægt, enda hafa rannsóknir sýnt að ein besta forvörn fyrir börn og ungmenni er þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Fjarðalistinn vill leggja áherslu á að efla íþróttamálin og tryggja enn frekar að öll börn og ungmenni í Fjarðabyggð geti stundað sínar íþróttagreinar óháð búsetu innan kjarnans. Með tilkomu gjaldfrjálsra almenningssamgangna frá haustinu 2021 hefur aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi stóraukist. Þetta er verkefni sem þarf að vinna enn frekar og mikilvægt að þróa það og bæta m.a. í samstarfi við íþróttafélögin svo að samgöngurnar þjóni tilgangi sínum sem allra best. Við hörmum að áætlanir um akstur upp á skíðasvæði fyrir iðkendur sem lögðu stund á skíðaíþróttina í vetur hafi ekki verið eins og til stóð. Það er verkefni sem verður að gera úrbætur á og vera klárt fyrir næsta vetur. Fjarðalistinn telur einnig mikilvægt að leggja áherslu á að efla tómstundir hjá þeim hópi sem finnur sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þeim sem hætta í íþróttum á unglingsaldri. Rannsóknir sýna að brottfall úr íþróttum er mjög hátt hjá iðkendum á unglingsaldri og mikilvægt að hafa önnur úrræði í boði fyrir þessi ungmenni svo að þau einangrist ekki. Nýlega undirritaði Fjarðabyggð samning við Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing sem snýr að hreyfingu og heilsueflingu eldri aldurshópa. Janusarverkefnið eins og það er kallað átti að fara af stað árið 2020 en frestaðist vegna Covid faraldurs en mun nú loksins hefja göngu sína seinna á þessu ári sem er mjög gleðilegt. Fjarðalistinn mun halda áfram að berjast fyrir bættu umhverfi til heilsu- og íþróttaiðkunar í Fjarðabyggð. Ljúka þarf hönnun og uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð, enda mikið lýðheilsumál að allir íbúar geti nýtt stígana sér til hreyfingar og heilsubótar. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi endurbætur á íþróttamannvirkjum og tryggja gott aðgengi allra að þeim. Klára þarf endurbætur á Fjarðabyggðarhöllinni, en beðið er eftir burðarþolsmati til að loksins verði hægt að taka næstu skref í því stóra verkefni. Bæjarstórn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í viðgerð á sundlauginni á Reyðafirði svo að skólabörn á Reyðarfiði komist þar í skólasund. Þeirri viðgerð þarf að ljúka sem allra fyrst. Einnig þarf að lagfæra Eskifjarðarvöll svo að hann standist kröfur um keppnisvöll. Höfundur er íþróttakennari og forvarnarfulltrúi. Hún skipar 9. sæti Fjarðalistans – lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð hóf þátttöku í verkefninu heilsueflandi samfélag árið 2017. Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúða. Í Fjarðabyggð er öflugt og fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni, sem er gríðarlega mikilvægt, enda hafa rannsóknir sýnt að ein besta forvörn fyrir börn og ungmenni er þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Fjarðalistinn vill leggja áherslu á að efla íþróttamálin og tryggja enn frekar að öll börn og ungmenni í Fjarðabyggð geti stundað sínar íþróttagreinar óháð búsetu innan kjarnans. Með tilkomu gjaldfrjálsra almenningssamgangna frá haustinu 2021 hefur aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi stóraukist. Þetta er verkefni sem þarf að vinna enn frekar og mikilvægt að þróa það og bæta m.a. í samstarfi við íþróttafélögin svo að samgöngurnar þjóni tilgangi sínum sem allra best. Við hörmum að áætlanir um akstur upp á skíðasvæði fyrir iðkendur sem lögðu stund á skíðaíþróttina í vetur hafi ekki verið eins og til stóð. Það er verkefni sem verður að gera úrbætur á og vera klárt fyrir næsta vetur. Fjarðalistinn telur einnig mikilvægt að leggja áherslu á að efla tómstundir hjá þeim hópi sem finnur sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þeim sem hætta í íþróttum á unglingsaldri. Rannsóknir sýna að brottfall úr íþróttum er mjög hátt hjá iðkendum á unglingsaldri og mikilvægt að hafa önnur úrræði í boði fyrir þessi ungmenni svo að þau einangrist ekki. Nýlega undirritaði Fjarðabyggð samning við Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing sem snýr að hreyfingu og heilsueflingu eldri aldurshópa. Janusarverkefnið eins og það er kallað átti að fara af stað árið 2020 en frestaðist vegna Covid faraldurs en mun nú loksins hefja göngu sína seinna á þessu ári sem er mjög gleðilegt. Fjarðalistinn mun halda áfram að berjast fyrir bættu umhverfi til heilsu- og íþróttaiðkunar í Fjarðabyggð. Ljúka þarf hönnun og uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð, enda mikið lýðheilsumál að allir íbúar geti nýtt stígana sér til hreyfingar og heilsubótar. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi endurbætur á íþróttamannvirkjum og tryggja gott aðgengi allra að þeim. Klára þarf endurbætur á Fjarðabyggðarhöllinni, en beðið er eftir burðarþolsmati til að loksins verði hægt að taka næstu skref í því stóra verkefni. Bæjarstórn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í viðgerð á sundlauginni á Reyðafirði svo að skólabörn á Reyðarfiði komist þar í skólasund. Þeirri viðgerð þarf að ljúka sem allra fyrst. Einnig þarf að lagfæra Eskifjarðarvöll svo að hann standist kröfur um keppnisvöll. Höfundur er íþróttakennari og forvarnarfulltrúi. Hún skipar 9. sæti Fjarðalistans – lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun