Stéttaskipting í Reykjavík Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 10. maí 2022 09:01 Árið 2018 var ég í fullu námi með barn og kærasta horfandi á vonlausan fasteignamarkað. Þar sem annað hvort ég eða kærastinn þyrftum hætta í námi og fara að vinna til að geta keypt okkur íbúð eða hreinlega sætta okkur við það að festast á leigumarkaðnum að námi loknu. Þriðji valmöguleikinn var sá að búa heima hjá foreldrunum, vinna með námi og á sumrin, spara hverja aukakrónu og vonast til að eiga fyrir útborgun eftir örfá ár. Við völdum það og eftir ár í hreiðrinu vildi svo heppilega til að gömlu voru ólm í að koma okkur út og lánuðu okkur fyrir útborgun ofan á það sem við höfðum sparað. Við komumst út en fasteignaverðbólgan hefur haldið áfram. Í fjögur ár hafa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, verkalýðshreyfingin, seðlabankastjóri og fjölmargir sérfræðingar varað við því að ef við förum ekki að byggja meira og hraðar muni skorturinn leiða af sér enn frekari verðhækkanir á íbúðarhúsnæði og verðbólgu. Nú hefur það raungerst og við sjáum afborganirnar af húsnæðislánunum okkar hækka um tugi þúsunda. Að því gefnu að maður standi undir þessum afborgunum sem er alls ekki sjálfgefið, erum við þó þau lánsömu. Því ef baklandið getur ekki hjálpað festist fólk á leigumarkaðnum í vítahring sí hækkandi leigu þökk sé verðbólgunni og eiga því enn minni möguleika á því að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta er ein besta leiðin til að breikka bilið milli stétta og hlekkja lág- og meðallaunafólk og er að svínvirka. Árangur skortsstefnunnar stendur ekki á sér Fyrir fjórum árum var húsnæðisskorturinn orðin áberandi mikill þegar meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar lofuðu að næst myndu þau leysa málin. Núna, fjórum árum síðar, er húsnæðisvandinn enn verri og enn eru sömu veruleikafirrtu yfirlýsingarnar um metfjölda íbúða í byggingu frá sömu flokkum. Eftir 12 ár við völd geta þessir flokkað státað sig af því að hlutfall leigjenda sem þykir erfitt að verða sér úti um húsnæði hefur haldist sögulega hátt samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sífellt stækkar hópur þeirra sem þarf á félagslegu húsnæði að halda. Það þarf að sporna við aukinni stéttaskiptingu og taka stöðu með Reykvíkingum Hækkun fasteignaverðs fylgir hækkun tekna af fasteignasköttum sem greiddir eru til Reykjavíkurborgar. Fyrir vikið hagnast borgin alveg heilmikið á skortsstefnunni sem Samfylkingin, Píratar, Vinstri grænir og Viðreisn hafa verið að reka, en það er beint á kostnað íbúanna. Það er óeðlilegt að borgin sem á styðja íbúana hafi svo mikinn hvata af hækkun fasteignaverðs. Á meðan er borgarstjóri að hreykja sér af fjölgun félagslegra íbúða en þær fjárfestingar eru bara smáræði miðað við það sem borgin græðir á verðhækkun íbúðarhúsnæðis. Þessu þarf að breyta enda lítill vilji hjá meirihlutanum til að taka á húsnæðisvandanum á meðan borgin hagnast svona mikið á honum. Þess vegna ætlum við Sjálfstæðismenn að frysta frekari hækkanir á fasteignagjöldum og taka þannig stöðu með borgarbúum. Við viljum stöðva þessa þróun og snúa dæminu við. Þessi aðgerð mun leiða til þess að borgarbúar munu borgar sömu krónutölu í fasteignagjöld út kjörtímabilið, óháð hækkandi fasteignamati, og borgin hættir að græða á stéttaskiptingu í Reykjavík. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Fasteignamarkaður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 var ég í fullu námi með barn og kærasta horfandi á vonlausan fasteignamarkað. Þar sem annað hvort ég eða kærastinn þyrftum hætta í námi og fara að vinna til að geta keypt okkur íbúð eða hreinlega sætta okkur við það að festast á leigumarkaðnum að námi loknu. Þriðji valmöguleikinn var sá að búa heima hjá foreldrunum, vinna með námi og á sumrin, spara hverja aukakrónu og vonast til að eiga fyrir útborgun eftir örfá ár. Við völdum það og eftir ár í hreiðrinu vildi svo heppilega til að gömlu voru ólm í að koma okkur út og lánuðu okkur fyrir útborgun ofan á það sem við höfðum sparað. Við komumst út en fasteignaverðbólgan hefur haldið áfram. Í fjögur ár hafa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, verkalýðshreyfingin, seðlabankastjóri og fjölmargir sérfræðingar varað við því að ef við förum ekki að byggja meira og hraðar muni skorturinn leiða af sér enn frekari verðhækkanir á íbúðarhúsnæði og verðbólgu. Nú hefur það raungerst og við sjáum afborganirnar af húsnæðislánunum okkar hækka um tugi þúsunda. Að því gefnu að maður standi undir þessum afborgunum sem er alls ekki sjálfgefið, erum við þó þau lánsömu. Því ef baklandið getur ekki hjálpað festist fólk á leigumarkaðnum í vítahring sí hækkandi leigu þökk sé verðbólgunni og eiga því enn minni möguleika á því að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta er ein besta leiðin til að breikka bilið milli stétta og hlekkja lág- og meðallaunafólk og er að svínvirka. Árangur skortsstefnunnar stendur ekki á sér Fyrir fjórum árum var húsnæðisskorturinn orðin áberandi mikill þegar meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar lofuðu að næst myndu þau leysa málin. Núna, fjórum árum síðar, er húsnæðisvandinn enn verri og enn eru sömu veruleikafirrtu yfirlýsingarnar um metfjölda íbúða í byggingu frá sömu flokkum. Eftir 12 ár við völd geta þessir flokkað státað sig af því að hlutfall leigjenda sem þykir erfitt að verða sér úti um húsnæði hefur haldist sögulega hátt samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sífellt stækkar hópur þeirra sem þarf á félagslegu húsnæði að halda. Það þarf að sporna við aukinni stéttaskiptingu og taka stöðu með Reykvíkingum Hækkun fasteignaverðs fylgir hækkun tekna af fasteignasköttum sem greiddir eru til Reykjavíkurborgar. Fyrir vikið hagnast borgin alveg heilmikið á skortsstefnunni sem Samfylkingin, Píratar, Vinstri grænir og Viðreisn hafa verið að reka, en það er beint á kostnað íbúanna. Það er óeðlilegt að borgin sem á styðja íbúana hafi svo mikinn hvata af hækkun fasteignaverðs. Á meðan er borgarstjóri að hreykja sér af fjölgun félagslegra íbúða en þær fjárfestingar eru bara smáræði miðað við það sem borgin græðir á verðhækkun íbúðarhúsnæðis. Þessu þarf að breyta enda lítill vilji hjá meirihlutanum til að taka á húsnæðisvandanum á meðan borgin hagnast svona mikið á honum. Þess vegna ætlum við Sjálfstæðismenn að frysta frekari hækkanir á fasteignagjöldum og taka þannig stöðu með borgarbúum. Við viljum stöðva þessa þróun og snúa dæminu við. Þessi aðgerð mun leiða til þess að borgarbúar munu borgar sömu krónutölu í fasteignagjöld út kjörtímabilið, óháð hækkandi fasteignamati, og borgin hættir að græða á stéttaskiptingu í Reykjavík. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun