Stéttaskipting í Reykjavík Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 10. maí 2022 09:01 Árið 2018 var ég í fullu námi með barn og kærasta horfandi á vonlausan fasteignamarkað. Þar sem annað hvort ég eða kærastinn þyrftum hætta í námi og fara að vinna til að geta keypt okkur íbúð eða hreinlega sætta okkur við það að festast á leigumarkaðnum að námi loknu. Þriðji valmöguleikinn var sá að búa heima hjá foreldrunum, vinna með námi og á sumrin, spara hverja aukakrónu og vonast til að eiga fyrir útborgun eftir örfá ár. Við völdum það og eftir ár í hreiðrinu vildi svo heppilega til að gömlu voru ólm í að koma okkur út og lánuðu okkur fyrir útborgun ofan á það sem við höfðum sparað. Við komumst út en fasteignaverðbólgan hefur haldið áfram. Í fjögur ár hafa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, verkalýðshreyfingin, seðlabankastjóri og fjölmargir sérfræðingar varað við því að ef við förum ekki að byggja meira og hraðar muni skorturinn leiða af sér enn frekari verðhækkanir á íbúðarhúsnæði og verðbólgu. Nú hefur það raungerst og við sjáum afborganirnar af húsnæðislánunum okkar hækka um tugi þúsunda. Að því gefnu að maður standi undir þessum afborgunum sem er alls ekki sjálfgefið, erum við þó þau lánsömu. Því ef baklandið getur ekki hjálpað festist fólk á leigumarkaðnum í vítahring sí hækkandi leigu þökk sé verðbólgunni og eiga því enn minni möguleika á því að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta er ein besta leiðin til að breikka bilið milli stétta og hlekkja lág- og meðallaunafólk og er að svínvirka. Árangur skortsstefnunnar stendur ekki á sér Fyrir fjórum árum var húsnæðisskorturinn orðin áberandi mikill þegar meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar lofuðu að næst myndu þau leysa málin. Núna, fjórum árum síðar, er húsnæðisvandinn enn verri og enn eru sömu veruleikafirrtu yfirlýsingarnar um metfjölda íbúða í byggingu frá sömu flokkum. Eftir 12 ár við völd geta þessir flokkað státað sig af því að hlutfall leigjenda sem þykir erfitt að verða sér úti um húsnæði hefur haldist sögulega hátt samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sífellt stækkar hópur þeirra sem þarf á félagslegu húsnæði að halda. Það þarf að sporna við aukinni stéttaskiptingu og taka stöðu með Reykvíkingum Hækkun fasteignaverðs fylgir hækkun tekna af fasteignasköttum sem greiddir eru til Reykjavíkurborgar. Fyrir vikið hagnast borgin alveg heilmikið á skortsstefnunni sem Samfylkingin, Píratar, Vinstri grænir og Viðreisn hafa verið að reka, en það er beint á kostnað íbúanna. Það er óeðlilegt að borgin sem á styðja íbúana hafi svo mikinn hvata af hækkun fasteignaverðs. Á meðan er borgarstjóri að hreykja sér af fjölgun félagslegra íbúða en þær fjárfestingar eru bara smáræði miðað við það sem borgin græðir á verðhækkun íbúðarhúsnæðis. Þessu þarf að breyta enda lítill vilji hjá meirihlutanum til að taka á húsnæðisvandanum á meðan borgin hagnast svona mikið á honum. Þess vegna ætlum við Sjálfstæðismenn að frysta frekari hækkanir á fasteignagjöldum og taka þannig stöðu með borgarbúum. Við viljum stöðva þessa þróun og snúa dæminu við. Þessi aðgerð mun leiða til þess að borgarbúar munu borgar sömu krónutölu í fasteignagjöld út kjörtímabilið, óháð hækkandi fasteignamati, og borgin hættir að græða á stéttaskiptingu í Reykjavík. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Fasteignamarkaður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 var ég í fullu námi með barn og kærasta horfandi á vonlausan fasteignamarkað. Þar sem annað hvort ég eða kærastinn þyrftum hætta í námi og fara að vinna til að geta keypt okkur íbúð eða hreinlega sætta okkur við það að festast á leigumarkaðnum að námi loknu. Þriðji valmöguleikinn var sá að búa heima hjá foreldrunum, vinna með námi og á sumrin, spara hverja aukakrónu og vonast til að eiga fyrir útborgun eftir örfá ár. Við völdum það og eftir ár í hreiðrinu vildi svo heppilega til að gömlu voru ólm í að koma okkur út og lánuðu okkur fyrir útborgun ofan á það sem við höfðum sparað. Við komumst út en fasteignaverðbólgan hefur haldið áfram. Í fjögur ár hafa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, verkalýðshreyfingin, seðlabankastjóri og fjölmargir sérfræðingar varað við því að ef við förum ekki að byggja meira og hraðar muni skorturinn leiða af sér enn frekari verðhækkanir á íbúðarhúsnæði og verðbólgu. Nú hefur það raungerst og við sjáum afborganirnar af húsnæðislánunum okkar hækka um tugi þúsunda. Að því gefnu að maður standi undir þessum afborgunum sem er alls ekki sjálfgefið, erum við þó þau lánsömu. Því ef baklandið getur ekki hjálpað festist fólk á leigumarkaðnum í vítahring sí hækkandi leigu þökk sé verðbólgunni og eiga því enn minni möguleika á því að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta er ein besta leiðin til að breikka bilið milli stétta og hlekkja lág- og meðallaunafólk og er að svínvirka. Árangur skortsstefnunnar stendur ekki á sér Fyrir fjórum árum var húsnæðisskorturinn orðin áberandi mikill þegar meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar lofuðu að næst myndu þau leysa málin. Núna, fjórum árum síðar, er húsnæðisvandinn enn verri og enn eru sömu veruleikafirrtu yfirlýsingarnar um metfjölda íbúða í byggingu frá sömu flokkum. Eftir 12 ár við völd geta þessir flokkað státað sig af því að hlutfall leigjenda sem þykir erfitt að verða sér úti um húsnæði hefur haldist sögulega hátt samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sífellt stækkar hópur þeirra sem þarf á félagslegu húsnæði að halda. Það þarf að sporna við aukinni stéttaskiptingu og taka stöðu með Reykvíkingum Hækkun fasteignaverðs fylgir hækkun tekna af fasteignasköttum sem greiddir eru til Reykjavíkurborgar. Fyrir vikið hagnast borgin alveg heilmikið á skortsstefnunni sem Samfylkingin, Píratar, Vinstri grænir og Viðreisn hafa verið að reka, en það er beint á kostnað íbúanna. Það er óeðlilegt að borgin sem á styðja íbúana hafi svo mikinn hvata af hækkun fasteignaverðs. Á meðan er borgarstjóri að hreykja sér af fjölgun félagslegra íbúða en þær fjárfestingar eru bara smáræði miðað við það sem borgin græðir á verðhækkun íbúðarhúsnæðis. Þessu þarf að breyta enda lítill vilji hjá meirihlutanum til að taka á húsnæðisvandanum á meðan borgin hagnast svona mikið á honum. Þess vegna ætlum við Sjálfstæðismenn að frysta frekari hækkanir á fasteignagjöldum og taka þannig stöðu með borgarbúum. Við viljum stöðva þessa þróun og snúa dæminu við. Þessi aðgerð mun leiða til þess að borgarbúar munu borgar sömu krónutölu í fasteignagjöld út kjörtímabilið, óháð hækkandi fasteignamati, og borgin hættir að græða á stéttaskiptingu í Reykjavík. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun