Aldís Ásta: Ég vil taka ábyrgð Árni Gísli Magnússon skrifar 9. maí 2022 20:15 Aldís Ásta átti frábæran leik. Vísir/Hulda Margrét Aldís Ásta Heimisdóttir, leikmaður KA/Þór, skoraði sex mörk og átti flottan leik þegar KA/Þór jafnaði undanúrslitaeinvígi sitt við við Val með 26-23 sigri. Liðin hafa nú bæði unnið einn leik en þrjá þarf til þess að komast í úrslitaeinvígið. Hvernig er tilfinningin eftir leik? „Hún er bara ótrúlega góð, ótrúlega gott að klára þetta. Mér fannst þetta samt svona óþarflega spennandi á lokametrunum en bara geggjað að klára þetta á heimavelli.” KA/Þór komst sjö mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Valskonur unnu sig inn í leikinn og minnkuðu muninn í aðeins tvö mörk og ekkert gekk hjá heimakonum að skora. Hvað gerðist í sóknarleiknum á þessu tímabili? „Ég held að við förum bara að sækja alltof mikið inn á miðju, við förum stundum í það, sem við eigum bara ekki að gera, við eigum að keyra á breiddina en ekki fara svona mikið inn á miðju og mér fannst það eiginlega bara vera það, sóknarleikurinn of stirður.” Aldís var áræðin í sóknarleikum og reið á vaðið þegar mest á þurfti. „Ég vil taka ábyrgð og svo finnur maður bara svo ógeðslega mikið extra frá þessum áhorfendum, bara troðfullt KA-heimili og það er bara geggjað.” „Það er bara sturlað, þetta er bara draumur að fá að spila svona fyrir þessa áhorfendur, bara geggjað, og þessir sem eru í trommusveitinni eru bara alltaf tilbúnir, alltaf komnir hérna hálftíma, 40 mínútum fyrir leik, áður en við erum byrjaðar að hita upp og þeir eru bara geggjaðir,” sagði Aldís um stuðningsmenn KA/Þór en mikil læti voru í húsinu löngu fyrir leik og út allan leikinn. Með sigrinum hefur liðið tryggt sér annan leik í KA-heimilinu eftir að liðið fer suður í Origo höllina og Aldís er ekki síður spennt fyrir næsta heimaleik. „Verður miklu meiri geðveiki og ég held að það verði miklu fleiri þannig þetta verður bara geggjað.” Varnarleikur KA/Þór var frábær í fyrri hálfleik þar sem leikmenn Vals komust hvorki lönd né strönd. Var mikið verið að fara yfir varnarfærslur og annað slíkt fyrir leikinn? „Já við vorum alveg að gera það sko og Martha er hérna bara alveg trítilóð í vörninni og það gefur manni alveg extra kraft að hafa hana svona þannig að já við vorum bara alveg ógeðslega þéttar,” sagði Aldís að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Valur 26-23 | Allt jafnt í einvíginu Íslandsmeistarar KA/Þórs jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór var mest sjö mörkum yfir en vann á endanum sannfærandi þriggja marka sigur, lokatölur 26-23. Staðan í einvíginu því orðin 1-1. 9. maí 2022 19:30 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjá meira
Hvernig er tilfinningin eftir leik? „Hún er bara ótrúlega góð, ótrúlega gott að klára þetta. Mér fannst þetta samt svona óþarflega spennandi á lokametrunum en bara geggjað að klára þetta á heimavelli.” KA/Þór komst sjö mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Valskonur unnu sig inn í leikinn og minnkuðu muninn í aðeins tvö mörk og ekkert gekk hjá heimakonum að skora. Hvað gerðist í sóknarleiknum á þessu tímabili? „Ég held að við förum bara að sækja alltof mikið inn á miðju, við förum stundum í það, sem við eigum bara ekki að gera, við eigum að keyra á breiddina en ekki fara svona mikið inn á miðju og mér fannst það eiginlega bara vera það, sóknarleikurinn of stirður.” Aldís var áræðin í sóknarleikum og reið á vaðið þegar mest á þurfti. „Ég vil taka ábyrgð og svo finnur maður bara svo ógeðslega mikið extra frá þessum áhorfendum, bara troðfullt KA-heimili og það er bara geggjað.” „Það er bara sturlað, þetta er bara draumur að fá að spila svona fyrir þessa áhorfendur, bara geggjað, og þessir sem eru í trommusveitinni eru bara alltaf tilbúnir, alltaf komnir hérna hálftíma, 40 mínútum fyrir leik, áður en við erum byrjaðar að hita upp og þeir eru bara geggjaðir,” sagði Aldís um stuðningsmenn KA/Þór en mikil læti voru í húsinu löngu fyrir leik og út allan leikinn. Með sigrinum hefur liðið tryggt sér annan leik í KA-heimilinu eftir að liðið fer suður í Origo höllina og Aldís er ekki síður spennt fyrir næsta heimaleik. „Verður miklu meiri geðveiki og ég held að það verði miklu fleiri þannig þetta verður bara geggjað.” Varnarleikur KA/Þór var frábær í fyrri hálfleik þar sem leikmenn Vals komust hvorki lönd né strönd. Var mikið verið að fara yfir varnarfærslur og annað slíkt fyrir leikinn? „Já við vorum alveg að gera það sko og Martha er hérna bara alveg trítilóð í vörninni og það gefur manni alveg extra kraft að hafa hana svona þannig að já við vorum bara alveg ógeðslega þéttar,” sagði Aldís að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Valur 26-23 | Allt jafnt í einvíginu Íslandsmeistarar KA/Þórs jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór var mest sjö mörkum yfir en vann á endanum sannfærandi þriggja marka sigur, lokatölur 26-23. Staðan í einvíginu því orðin 1-1. 9. maí 2022 19:30 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Valur 26-23 | Allt jafnt í einvíginu Íslandsmeistarar KA/Þórs jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór var mest sjö mörkum yfir en vann á endanum sannfærandi þriggja marka sigur, lokatölur 26-23. Staðan í einvíginu því orðin 1-1. 9. maí 2022 19:30