Skoðun

Hugleiðing dagforeldris

Halldóra Björk Þórarinsdóttir skrifar

Á hverju vori byrjar undirbúningur fyrir nýjan barnahóp að hausti og ber að hafa margt í huga við skipulag og þar á meðal kostnað foreldra.

Um hver áramót bíðum við eftir því að heyra hver hækkun niðurgreiðslu fyrir foreldra ungra barna verður hjá dagforeldrum. Um hver áramót verð ég fyrir vonbrigðum með niðurgreiðslur Reykjavíkur, því hún er til skammar miðað við nágranna sveitafélögin. Við þurfum að taka með í reikninginn hækkun reiknaðs endurgjalds, lífeyrissjóðinn og hækkun matarkörfunar.

Foreldrar sama hvar þeir búa geta valið sér dagforeldra sem að hentar þeim og þá jafnvel í öðru bæjarfélagi þar sem það gæti verið nær vinnustað eða ömmu sem að á að sækja.

Næsta haust er undirrituð að fá börn úr 3 sveitafélögum og er munurinn sláandi.

Mosfellsbær gefur upp gjaldið 153.895.- fyrir 8.5 tíma og nú skulum við gefa okkur að plássið kosti það á mánuði og hvert bæjarfélag er svo með sýna niðurgreiðslu:

Barn hjóna í Reykjavík myndu þurfa að greiða 82.532.- og einstætt foreldri 54.367.- örugglega tölur sem að margir foreldrar þekkja.

En svo kemur næsta barn í vistun en það er með lögheimili í Kópavogi og þarf því ekki að greiða nema 71.735.- ( og einstætt foreldri 53.367) og er það fyrir yngri en 15 mánaða. Um leið og barnið verður 15 mánaða hækkar niðurgreiðsla þess og verður gjald foreldra 53.735.- (og einstætt foreldri 31.335.-) Þarna eru giftu foreldrarni í Kópavogi sem eru með 2 tekjur farnir að borga minna heldur en einstæða foreldrið í Reykjavík sem hefur bara einar tekjur. Munurinn er virkilega sláandi!!!

Þriðja barnið mætir úr Mosfellsbæ í vistun og hefur ekki náð 12 mánaða aldri og greiða því foreldrarnir 49.920.- Ekki er gerður munur á hvort foreldrar séu giftir/sambúð eða einstætt foreldri

Um leið og barnið úr Mosfellsbæ hefur náð 12 mánaða aldri hækkar niðurgreiðslan all verulega og greiða því foreldrar 30.342.- til dagforeldris á mánuði fyrir 8,5 tíma vistun á dag.

Munurinn er verulegur á milli bæjarfélaga.

Afhverju hækkar ekki Reykjavíkurborg niðurgreiðslur barna frá 12 mánaða til dagforeldra og reynir að vera í takt við nágranna sveitafélögin.

Ég hélt að loforðið fyrir síðustu kosningar væri að gera vel við öll börnin í Reykjavík.

Erfiðast er fyrir dagforeldra að sýna foreldrum muninn. Afhverju þarf ég að borga svona mikið sagði eitt foreldrið og ég sem bý við hliðina á þér!!! Hvað getur maður sagt annað en að vonandi fer borgin að sjá að sér hækkar niðurgreiðslurnar fyrir þennan hóp barna sem að ekki eru komin inn á leikskóla.

Að mér vitandi er aðeins einn flokkur í borginn sem að minnist á dagforeldra í sinni stefnuskrá og þykir mér það miður þar sem að við dagforeldrar erum ódýrasti kosturinn fyrir borgina frá fæðingarorlofi fram að leikskóla.

Höfundur er formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.