Stöðvum flótta fyrirtækja úr Reykjavík Jósteinn Þorgrímsson skrifar 9. maí 2022 10:01 Undanfarin kjörtímabil hefur átt sér stað verulegur flótti stórra og smárra fyrirtækja úr höfuðborginni. Fyrir því eru margar ástæður, sum fyrirtæki flýja skipulagið, þrengingu gatna og óþægindi sem fylgja bílastæðaleysi og heftrar aðkomu, jafnt fyrir viðskiptavini sem og starfsfólk. Önnur fyrirtæki flýja skattastefnu borgarinnar og þá rekstrarumgjörð sem borgin býður fyrirtækjum. Það vekur auðvitað mesta athygli þegar stór fyrirtæki flytja starfsemi sýna úr borginni en þau smærri flýja líka og það er í raun sami skaðinn og af sama meiði. Listi fyrirtækja sem hafa kvatt borgina er langur en Marel og Valitor fluttu fyrir áratug eða svo. Þá má einnig nefna að sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flutti til Kópavogs árið 2016, Íslandsbanki flutti höfuðstöðvar sínar í Kópavog sama ár og Tryggingastofnun ríkisins fór í Kópavoginn árið 2019 og sama ár fór starfsemi Orkuhússins við Suðurlandsbraut í Kópavog. Hafrannsóknarstofnun flytur til Hafnarfjarðar árið 2020 og nú á sjálf Landhelgisgæslan að færa sig um set á suðurnesin, ýmis heilbrigðisfyrirtæki í Urðarhvarf í Kópavogi árin 2019-2021 og Vegagerðin í Garðabæinn 2021. Nú er ætlun Tækniskólans að færa sig um set til Hafnarfjarðar svo og Icelandair og Víkingbátar hafa yfirgefið samkvæmið. Þá má nefna flutning ýmissa verslunarfyrirtækja, svo sem ILVA sem flytur í Kauptún í Garðabæ. Þá eru ótalin þau fyrirtæki sem færa sig frá Reykjavík eða jafnvel af höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þau hafa ekki trú á framtíð sinni hér. Þessi listi er ekki tæmandi, því miður. Verri samgöngur - hærra vöruverð Flutningar og samgöngur í Reykjavík kosta atvinnulífið háar fjárhæðir. Tafir á lagningu Sundabrautar kostar stærstu flutningafyrirtæki landsins gríðarlegar upphæðir í Sundahöfn og Holtagörðum sem neyðast til þess að taka þennan kostnað af sínum viðskiptavinum sínum úti á landi sérstaklega fyrir hve langan tíma tekur að komast út úr borginni. Þannig hefur borgarstjórnarmeirihluti Dags B.beinlínis stuðlað að hærra vöruverði úti á landi og aukið kostnað innflutnings- og flutningsfyrirtækja. Um leið eru fjölmörg dæmi þess að verktakar hafi tekið pokann sinn og gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og hætt uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Áhersla meirihluta Dags B. Eggertssonar gengur út á að þétta byggð í flest öllum núverandi iðnaðarhverfum, boðar hann íbúðabyggð og með þeim orðum felst bara eitt, burt með allan iðnað og fyrirtækjarekstur í sinni víðustu mynd, með öðrum orðum þá vill hann fyrirtækjarekstur burt á svæðum eins og Ártúnshöfða, Skeifunni, Mjódd og Múlahverfi og reyndar fleiri hverfum. Það er engin trygging fyrir því að fyrirtæki í þessum hverfum samþykki að fara upp á Esjumela sem er á hjara veraldar fyrir ýmsa starfsemi. Þau leita til sveitarfélaga sem búa þeim stöðugara og tryggara umhverfi, og bjóða byggingalóðir í réttu hlutfalli við eftirspurn. Það er margt í stefnu meirihluta Dags B. Eggertssonar sem stuðlar að þessu og mun líklega gera það enn frekar á næstu misserum ef ekki verður horfið af þessari leið. Álagningarprósenta Reykjvíkur á fasteignagjöld er sú hæsta meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eða 1,6%, rétt undir lögbundnu hámarki sem er1,65%. Á sama tíma hafa sveitarstjórnir Kópavogs og Hafnarfjarðar mætt hærra fasteignamati með því að lækka skattprósentuna umtalsvert og létta þannig undir með fyrirtækjum. Frá 2017 hefur Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær lækkað prósentuna verulega, Hafnarfjörður miðar nú við 1,4%. Miðflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að styðja við starfsemi atvinnulífsins í höfuðborginni, bæði með einfaldara og skilvirkara regluverki, meiri þjónustulund meðal stofnanna borgarinnar og með lækkun á álögum á fólk og fyrirtæki. Þannig bætum við hag allra borgarbúa Það þarf ekki að rýna lengi í aðstæður til þess að átta sig á þessum vanda, nema auðvitað að þetta sé í raun dulin stefna meirihlutans, það er að hrekja burt fyrirtæki og stofnanir þá skal þeim hrósað fyrir vel unnið verk. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin kjörtímabil hefur átt sér stað verulegur flótti stórra og smárra fyrirtækja úr höfuðborginni. Fyrir því eru margar ástæður, sum fyrirtæki flýja skipulagið, þrengingu gatna og óþægindi sem fylgja bílastæðaleysi og heftrar aðkomu, jafnt fyrir viðskiptavini sem og starfsfólk. Önnur fyrirtæki flýja skattastefnu borgarinnar og þá rekstrarumgjörð sem borgin býður fyrirtækjum. Það vekur auðvitað mesta athygli þegar stór fyrirtæki flytja starfsemi sýna úr borginni en þau smærri flýja líka og það er í raun sami skaðinn og af sama meiði. Listi fyrirtækja sem hafa kvatt borgina er langur en Marel og Valitor fluttu fyrir áratug eða svo. Þá má einnig nefna að sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flutti til Kópavogs árið 2016, Íslandsbanki flutti höfuðstöðvar sínar í Kópavog sama ár og Tryggingastofnun ríkisins fór í Kópavoginn árið 2019 og sama ár fór starfsemi Orkuhússins við Suðurlandsbraut í Kópavog. Hafrannsóknarstofnun flytur til Hafnarfjarðar árið 2020 og nú á sjálf Landhelgisgæslan að færa sig um set á suðurnesin, ýmis heilbrigðisfyrirtæki í Urðarhvarf í Kópavogi árin 2019-2021 og Vegagerðin í Garðabæinn 2021. Nú er ætlun Tækniskólans að færa sig um set til Hafnarfjarðar svo og Icelandair og Víkingbátar hafa yfirgefið samkvæmið. Þá má nefna flutning ýmissa verslunarfyrirtækja, svo sem ILVA sem flytur í Kauptún í Garðabæ. Þá eru ótalin þau fyrirtæki sem færa sig frá Reykjavík eða jafnvel af höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þau hafa ekki trú á framtíð sinni hér. Þessi listi er ekki tæmandi, því miður. Verri samgöngur - hærra vöruverð Flutningar og samgöngur í Reykjavík kosta atvinnulífið háar fjárhæðir. Tafir á lagningu Sundabrautar kostar stærstu flutningafyrirtæki landsins gríðarlegar upphæðir í Sundahöfn og Holtagörðum sem neyðast til þess að taka þennan kostnað af sínum viðskiptavinum sínum úti á landi sérstaklega fyrir hve langan tíma tekur að komast út úr borginni. Þannig hefur borgarstjórnarmeirihluti Dags B.beinlínis stuðlað að hærra vöruverði úti á landi og aukið kostnað innflutnings- og flutningsfyrirtækja. Um leið eru fjölmörg dæmi þess að verktakar hafi tekið pokann sinn og gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og hætt uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Áhersla meirihluta Dags B. Eggertssonar gengur út á að þétta byggð í flest öllum núverandi iðnaðarhverfum, boðar hann íbúðabyggð og með þeim orðum felst bara eitt, burt með allan iðnað og fyrirtækjarekstur í sinni víðustu mynd, með öðrum orðum þá vill hann fyrirtækjarekstur burt á svæðum eins og Ártúnshöfða, Skeifunni, Mjódd og Múlahverfi og reyndar fleiri hverfum. Það er engin trygging fyrir því að fyrirtæki í þessum hverfum samþykki að fara upp á Esjumela sem er á hjara veraldar fyrir ýmsa starfsemi. Þau leita til sveitarfélaga sem búa þeim stöðugara og tryggara umhverfi, og bjóða byggingalóðir í réttu hlutfalli við eftirspurn. Það er margt í stefnu meirihluta Dags B. Eggertssonar sem stuðlar að þessu og mun líklega gera það enn frekar á næstu misserum ef ekki verður horfið af þessari leið. Álagningarprósenta Reykjvíkur á fasteignagjöld er sú hæsta meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eða 1,6%, rétt undir lögbundnu hámarki sem er1,65%. Á sama tíma hafa sveitarstjórnir Kópavogs og Hafnarfjarðar mætt hærra fasteignamati með því að lækka skattprósentuna umtalsvert og létta þannig undir með fyrirtækjum. Frá 2017 hefur Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær lækkað prósentuna verulega, Hafnarfjörður miðar nú við 1,4%. Miðflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að styðja við starfsemi atvinnulífsins í höfuðborginni, bæði með einfaldara og skilvirkara regluverki, meiri þjónustulund meðal stofnanna borgarinnar og með lækkun á álögum á fólk og fyrirtæki. Þannig bætum við hag allra borgarbúa Það þarf ekki að rýna lengi í aðstæður til þess að átta sig á þessum vanda, nema auðvitað að þetta sé í raun dulin stefna meirihlutans, það er að hrekja burt fyrirtæki og stofnanir þá skal þeim hrósað fyrir vel unnið verk. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun