Sama hvað þú kýst Arnar Sigurðsson skrifar 9. maí 2022 07:45 Þann áttunda maí í fyrra hóf fyrsta frjálsa netverslun landsins með áfengi starfsemi sína og hafa neytendur notið ávinnings af hagstæðara vöruverði síðan þá. Netverslunin færir íslenskum neytendum milliliðalaus viðskipti með vín og bjór á heildsölustigi. Þannig fá neytendur gjarnan fjórðu bjórkippuna frítt í frelsinu en helsið hyglar tjah…einhverjum öðrum. Viðskiptafrelsi er forsenda þess sem kallað er ,,heilbrigð samkeppni” hvar upplýstir neytendur geti valið eða hafnað vörum eða þjónustu að eigin vild. Svo óumdeild er þessi kenning að íslenskur almenningur ver á hverju ári 540 milljónum í rekstur Samkeppniseftirlits. Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér kosti virkrar samkeppni má benda á ótal skólabækur og ritgerðir auk erindis forstjóra eftirlitsins hvar tæpt er á atriðum er varða ,,nýsköpun, jöfnuð og spillingu”. Í erindinu nefnir núverandi forstjóri eftirlitsins að: Virk samkeppni vinnur gegn ójöfnuði og samkeppnisreglur vinna gegn því að eigendur fyrirtækja geti hagnast óheft á kostnað neytenda og viðskiptavina. Í niðurlagi álitsins áréttar samkeppnisforstjórinn svo að „allar stofnanir Stjórnarráðsins vinni að hagsmunum neytenda af virkri samkeppni“ sem auðvitað er áskorun til Alþingis um að leggja niður einokunarstofnunina ÁTVR. Margir telja að ef einokunarverslun með áfengi líði undir lok muni hið opinbera verða af skatttekjum sem er misskilningur. Áfengisgjald og virðisaukaskattur leggst á allt áfengi óháð sölufyrirkomulagi og þess vegna vinnur ríkið alltaf sama hvort þú kýst frelsi eða helsi. Höfundur rekur fyrirtækið Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þann áttunda maí í fyrra hóf fyrsta frjálsa netverslun landsins með áfengi starfsemi sína og hafa neytendur notið ávinnings af hagstæðara vöruverði síðan þá. Netverslunin færir íslenskum neytendum milliliðalaus viðskipti með vín og bjór á heildsölustigi. Þannig fá neytendur gjarnan fjórðu bjórkippuna frítt í frelsinu en helsið hyglar tjah…einhverjum öðrum. Viðskiptafrelsi er forsenda þess sem kallað er ,,heilbrigð samkeppni” hvar upplýstir neytendur geti valið eða hafnað vörum eða þjónustu að eigin vild. Svo óumdeild er þessi kenning að íslenskur almenningur ver á hverju ári 540 milljónum í rekstur Samkeppniseftirlits. Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér kosti virkrar samkeppni má benda á ótal skólabækur og ritgerðir auk erindis forstjóra eftirlitsins hvar tæpt er á atriðum er varða ,,nýsköpun, jöfnuð og spillingu”. Í erindinu nefnir núverandi forstjóri eftirlitsins að: Virk samkeppni vinnur gegn ójöfnuði og samkeppnisreglur vinna gegn því að eigendur fyrirtækja geti hagnast óheft á kostnað neytenda og viðskiptavina. Í niðurlagi álitsins áréttar samkeppnisforstjórinn svo að „allar stofnanir Stjórnarráðsins vinni að hagsmunum neytenda af virkri samkeppni“ sem auðvitað er áskorun til Alþingis um að leggja niður einokunarstofnunina ÁTVR. Margir telja að ef einokunarverslun með áfengi líði undir lok muni hið opinbera verða af skatttekjum sem er misskilningur. Áfengisgjald og virðisaukaskattur leggst á allt áfengi óháð sölufyrirkomulagi og þess vegna vinnur ríkið alltaf sama hvort þú kýst frelsi eða helsi. Höfundur rekur fyrirtækið Sante.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar