Kosningar í sýndarveruleika Anna Lára Steindal skrifar 6. maí 2022 19:01 Þann 14. maí næst komandi verður kosið til sveitastjórna á Íslandi. Sterkar vísbendingar eru um að fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sé ólíklegra en aðrir til að nýta kosningarétt sinn, þó mjög mikilvægir hagsmunir séu í húfi í bæði alþingis- og sveitastjórnarkosningum fyrir þennan hóp fólks. Því miður eru kosningar ekki alltaf hnökralaust eða ánægjulegt ferli fyrir fatlað fólk og því hafa Landssamtökin Þroskahjálp unnið markvisst að því að auðvelda fólki með þroskhömlun og skyldar raskanir að taka sjálfsagðan þátt í lýðræðinu. Mikilvægt er að vekja athygli á kosningaréttinum sem fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir hefur til jafns við aðra og mikilvægi þess að veita viðeigandi aðlögun og þá aðstoð sem nauðsynleg er til að allir sem hafa kosningarétt geti sannarlega nýtt hann. Undirbúningur fyrir kosningaverkefni Þroskahjálpar nú í maí hófst í raun daginn fyrir alþingskosningarnar í september síðast liðinn þegar við tókum upp sýndarveruleika af ferli kosninga í fullbúinni kjördeild í Ráðhúsi Reykjavíkur. Með leyfi borgarinnar og kjörstjórnar tókum við upp ferlið frá því að mætt er á kjörstað allt þar til atkvæði hefur verið skilað í kjörkassann. Farið er yfir hvernig þú finnur þína kjördeild, hvaða gögn þarf að hafa meðferðis, hvernig merkt er við kjósendur á kjörskrá, hvernig kjörseðilinn er afhentur, hvernig það er að fara inn í kjörklefann og merkja við þann sem viðkomandi ætlar að kjósa og að lokum hvernig kjörseðli er stungið í kjörkassann og ferlinu lýkur. Verkefnið, sem er unnið með styrk frá félagsmálaráðuneytinu, er samvinnu verkefni Þroskahjálpar og Virtual Dream Foundation og er markmiðið að bjóða fólki með þroskahömlun og skyldar raskanir, sem finnur til óöryggis gagnvart kosningaferlinu, að æfa sig í sýndarveruleika áður en það mætir á kjörstað. Þannig verður ferlið ekki algjörlega framandi þegar kjördagur rennur upp. Í gegnum sýndarveruleika er hægt að æfa sig eins oft og þörf krefur við öruggar aðstæður þangað til fólk treystir sér til þess að stíga skrefið í raunveruleikanum. Fram að kosningum verður opið hús á Háaleitisbraut 13 þrjá daga í viku þar sem starfsfólk Þroskahjálpar og Piotr Loj sérfræðingur í sýndarveruleika munu aðstoða þá sem vilja æfa sig í að kjósa í sýndarveruleika. Nánari upplýsingar um tíma og fyrirkomulag má nálgast á vefsíðu Þroskahjálpar, og samfélagsmiðlum. Einnig má senda tölvupóst á netfangið annalara@throskahjalp.is til þess að bóka tíma. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Sjá meira
Þann 14. maí næst komandi verður kosið til sveitastjórna á Íslandi. Sterkar vísbendingar eru um að fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sé ólíklegra en aðrir til að nýta kosningarétt sinn, þó mjög mikilvægir hagsmunir séu í húfi í bæði alþingis- og sveitastjórnarkosningum fyrir þennan hóp fólks. Því miður eru kosningar ekki alltaf hnökralaust eða ánægjulegt ferli fyrir fatlað fólk og því hafa Landssamtökin Þroskahjálp unnið markvisst að því að auðvelda fólki með þroskhömlun og skyldar raskanir að taka sjálfsagðan þátt í lýðræðinu. Mikilvægt er að vekja athygli á kosningaréttinum sem fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir hefur til jafns við aðra og mikilvægi þess að veita viðeigandi aðlögun og þá aðstoð sem nauðsynleg er til að allir sem hafa kosningarétt geti sannarlega nýtt hann. Undirbúningur fyrir kosningaverkefni Þroskahjálpar nú í maí hófst í raun daginn fyrir alþingskosningarnar í september síðast liðinn þegar við tókum upp sýndarveruleika af ferli kosninga í fullbúinni kjördeild í Ráðhúsi Reykjavíkur. Með leyfi borgarinnar og kjörstjórnar tókum við upp ferlið frá því að mætt er á kjörstað allt þar til atkvæði hefur verið skilað í kjörkassann. Farið er yfir hvernig þú finnur þína kjördeild, hvaða gögn þarf að hafa meðferðis, hvernig merkt er við kjósendur á kjörskrá, hvernig kjörseðilinn er afhentur, hvernig það er að fara inn í kjörklefann og merkja við þann sem viðkomandi ætlar að kjósa og að lokum hvernig kjörseðli er stungið í kjörkassann og ferlinu lýkur. Verkefnið, sem er unnið með styrk frá félagsmálaráðuneytinu, er samvinnu verkefni Þroskahjálpar og Virtual Dream Foundation og er markmiðið að bjóða fólki með þroskahömlun og skyldar raskanir, sem finnur til óöryggis gagnvart kosningaferlinu, að æfa sig í sýndarveruleika áður en það mætir á kjörstað. Þannig verður ferlið ekki algjörlega framandi þegar kjördagur rennur upp. Í gegnum sýndarveruleika er hægt að æfa sig eins oft og þörf krefur við öruggar aðstæður þangað til fólk treystir sér til þess að stíga skrefið í raunveruleikanum. Fram að kosningum verður opið hús á Háaleitisbraut 13 þrjá daga í viku þar sem starfsfólk Þroskahjálpar og Piotr Loj sérfræðingur í sýndarveruleika munu aðstoða þá sem vilja æfa sig í að kjósa í sýndarveruleika. Nánari upplýsingar um tíma og fyrirkomulag má nálgast á vefsíðu Þroskahjálpar, og samfélagsmiðlum. Einnig má senda tölvupóst á netfangið annalara@throskahjalp.is til þess að bóka tíma. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun