Væntingar, vextir og vonbrigði 6. maí 2022 14:30 Vaxtahækkun seðlabankans mun koma illa niður á heimilum og atvinnulífinu. Þegar vextir hækka umfram laun þýðir það kjararýrnun. Greiðslubyrði mun hækka á lánum og ráðstöfunartekjur minnka. Hjá mörgum fyrirtækjum hækkar fjármagnskostnaður sem aftur ýtir undir verðbólgu ef framleiðendur vöru og þjónustu ýta kostnaðarauka út í verðlag. Það er ekki sjálfgefið að vaxtahækkun slái á verðbólgu sem í auknum mæli er drifin áfram af hrávöruverði og innfluttu verðlagi. Staðan var rædd á miðstjórnarfundi hjá ASÍ í vikunni þar sem varpað var ljósi á þau hagstjórnarmistök sem leiða nú til vaxtahækkana. Fyrir ári síðan fórum við hjá ASÍ að kalla eftir aðgerðum til að ekki þyrfti að koma til vaxtahækkana. Því miður var öðrum verkfærum í kistu seðlabankans ekki beitt fyrr en komið var í óefni. Nú þarf að fara í markvissar mótvægisaðgerðir til að verr sett heimili hreinlega standi undir nauðsynjum. Það ber að fagna því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir í dag til að létta róðurinn á verst settu heimilunum, hjá barnafjölskyldum, leigjendum, öryrkjum og öldruðum. Það er hins vegar óútfært hvernig á að greiða fyrir þessi auknu útgjöld en við höfum bent á það síðustu árin að tekjuöflun ríkissjóðs er ekki sjálfbær. Þannig verður að huga að tekjuöflun til dæmis með endurskoðun á fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum til að ekki komi til þjónustuskerðingar á móti auknum útgjöldum. Ég held ég hafi rætt húsnæðismál í nánast hverjum einasta pistli og ræðu um margra mánaða skeið. Húsnæðishópur stjórnvalda með okkur og fleirum innanborðs átti að skila af sér tillögum um úrlausnir um síðustu mánaðarmót. Því miður virðist vera of djúpt á skilningi á þörfum almennings til að raunverulegar tillögur hafi litið dagsins ljós í tæka tíð. Hópurinn þarf því að kröfu verkalýðshreyfingarinnar að kjarna sig betur og koma með raunverulegar aðgerðir til að taka á húsnæðisvandanum. Þessar aðgerðir verða að vera til skemmri og lengri tíma, með áherslu á fólk en ekki fjármagn. Niðurstöður hópsins munu tala inn í kjaraviðræður haustsins og því skiptir öllu máli að raunhæfar tillögur sem hafa raunveruleg áhrif verði kynntar. Við munum ekki láta okkar eftir liggja í þeirri vinnu frekar en fyrri daginn. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Einn situr Geir Bakþankar Skógrækt er ódýr Pétur Halldórsson Skoðun Glósur úr ferð til Brussel Magnús Halldórsson Fastir pennar Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Gera þarf betur Auðunn Arnórsson Fastir pennar Pólitískarhliðarverkanir Auðunn Arnórsson Fastir pennar Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun seðlabankans mun koma illa niður á heimilum og atvinnulífinu. Þegar vextir hækka umfram laun þýðir það kjararýrnun. Greiðslubyrði mun hækka á lánum og ráðstöfunartekjur minnka. Hjá mörgum fyrirtækjum hækkar fjármagnskostnaður sem aftur ýtir undir verðbólgu ef framleiðendur vöru og þjónustu ýta kostnaðarauka út í verðlag. Það er ekki sjálfgefið að vaxtahækkun slái á verðbólgu sem í auknum mæli er drifin áfram af hrávöruverði og innfluttu verðlagi. Staðan var rædd á miðstjórnarfundi hjá ASÍ í vikunni þar sem varpað var ljósi á þau hagstjórnarmistök sem leiða nú til vaxtahækkana. Fyrir ári síðan fórum við hjá ASÍ að kalla eftir aðgerðum til að ekki þyrfti að koma til vaxtahækkana. Því miður var öðrum verkfærum í kistu seðlabankans ekki beitt fyrr en komið var í óefni. Nú þarf að fara í markvissar mótvægisaðgerðir til að verr sett heimili hreinlega standi undir nauðsynjum. Það ber að fagna því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir í dag til að létta róðurinn á verst settu heimilunum, hjá barnafjölskyldum, leigjendum, öryrkjum og öldruðum. Það er hins vegar óútfært hvernig á að greiða fyrir þessi auknu útgjöld en við höfum bent á það síðustu árin að tekjuöflun ríkissjóðs er ekki sjálfbær. Þannig verður að huga að tekjuöflun til dæmis með endurskoðun á fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum til að ekki komi til þjónustuskerðingar á móti auknum útgjöldum. Ég held ég hafi rætt húsnæðismál í nánast hverjum einasta pistli og ræðu um margra mánaða skeið. Húsnæðishópur stjórnvalda með okkur og fleirum innanborðs átti að skila af sér tillögum um úrlausnir um síðustu mánaðarmót. Því miður virðist vera of djúpt á skilningi á þörfum almennings til að raunverulegar tillögur hafi litið dagsins ljós í tæka tíð. Hópurinn þarf því að kröfu verkalýðshreyfingarinnar að kjarna sig betur og koma með raunverulegar aðgerðir til að taka á húsnæðisvandanum. Þessar aðgerðir verða að vera til skemmri og lengri tíma, með áherslu á fólk en ekki fjármagn. Niðurstöður hópsins munu tala inn í kjaraviðræður haustsins og því skiptir öllu máli að raunhæfar tillögur sem hafa raunveruleg áhrif verði kynntar. Við munum ekki láta okkar eftir liggja í þeirri vinnu frekar en fyrri daginn. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar