Hvað er barninu mínu fyrir bestu? Arnrún Magnúsdóttir skrifar 6. maí 2022 14:01 Í samtali við foreldra minni ég þau á að eignast barn er enn mikilvægara en að stofna fyrirtæki ehf. Samt sem áður má líkja þessu saman, það geri ég gjarnan. Þegar barn fæðist þá „eignast“ uppalendur kennitölu. Sem þau bera ábyrgð á fyrstu 18 árin. Þessa kennitölu er ekki hægt að, taka arð út úr, keyra í þrot, skipta um kennitölu, fá inn hluthafa, selja hlut í, til eru lög í landinu að það sé með öllu óheimilt að vanrækja barn með neinum hætti. Þetta er „FYRIRTÆKIÐ ÞITT NÆSTU 18 ÁRIN EHF“ (Ekkert Helvítis Frí ). Líf einstaklingsins er mikilvægt að undirbúa vel, vanda að tengsl við uppalendur sé með jöfnu móti. Að bernskan sé ræktuð, nærð með umhyggju og utan um haldi. Að hugað sé strax að tilfinninga- og félagsþroska sem er mikilvægt alla ævi. Um leið og barnið er komið inn í heim uppalenda, tekur við heilmikið skipulag. Það er m.a. heilsufarseftirlit, umsókn um skólavist í leikskóla, mæta í aðlögun, sitja fundi og samtöl. Síðan þarf að sækja barnið þegar það veikist, virða vistunartíma, sumarfrí jafnvel lokun leikskólans, það þarf að tilkynna forföll og eða frí barnsins. Þessi heilmikla vinna krefst þess að persónulegur tími er oft af skornum skammti, upplifun uppalenda stundum sú að of miklar kröfur séu gerðar frá leikskólanum með mætingu að barnið sé í sem bestum klæðnaði til að það geti athafnað sig í náminu. Horfum á fyrirtækjareksturinn, það þarf að sækja um starfsleyfi, heilbrigðisleyfi, rekstrarleyfi, brunavarnir, borga skatta og fleira. Eftirlitsaðilar mæta á staðinn án þess að gera boð á undan sér, setja út á og gera kröfur um bættari húsakost eða annað. Þau sem reka fyrirtæki, þekkja mikilvægi þess að standa í skilum, á opinberum gjöldum, að semja um frest á greiðslum og fleira. Ég tel að margir eiga auðvelt að bera þetta saman við uppeldishlutverkið. Í mörgum tilfellum er þetta ekki flókið, líkt og í almennum fyrirtækjarekstri þá er hægt að sækja sér námskeið, fá inn leiðsögn og fleira, heilsugæslan, skólarnir, þjónustumiðstöðvar, einkastofur út í bæ eru boðin og búin að veita ráðgjöf. Það kemur fyrir að eigendur fyrirtækja kulna í starfi, í dag eru til lausnir við því ýmiskonar endurhæfing, sjúkraþjálfun og aðstoð. Þá velti ég upp spurningunni: Kulna uppalendur út í sínu hlutverki? Erum við kannski svo stolt að við viðurkennum ekki fyrir okkur sjálfum hvað þá öðrum að við þurfum hjálp? Uppalendur sem ég hef rætt við í gegnum tíðina átta sig oft á stöðu sinni eftir samtal þar sem þessi samanburður er viðhafður. Stundum erum við að tala um 5 manna fjölskyldu, móðir á fyrirtæki, faðir á fyrirtæki saman eiga þau 3 börn (3 fyrirtæki) fyrir utan hjónabandið sem má líka líkja við fyrirtæki. Ég spyr gengur þetta upp án þess að fá aðstoð? Sem betur fer eru ótal mörg grasrótarsamtök sem vinna ómælanlegt starf oft á tíðum er það sjálfboðaliða starf. Þau vekja athygli á mikilvægi uppeldis og umönnunar strax frá fæðingu. Að öllum ólöstuðum vil ég nefna samtökin, Þorpið tengslasetur, Fyrstu fimm. Sem einbeita sér að standa vörð um fyrstu ár í lífi einstaklings, þau eru til fyrirmyndar. Áhersla og umræða margra stjórnmálaflokka fyrir þessar kosningar láta í ljós að leikskólaárin séu biðár eða geymsla þar til alvöru grunnskólaganga hefst. Fjöldi íslenskra og erlendra rannsókna sýna að þessi fyrstu ár eru grunnurinn af því sem koma skal, lengi býr að fyrstu gerð. Sem betur fer er þó umræðan orðin opinská og það færist í vöxt meðal yngri kynslóða, það er gríðarlega jákvætt. Faðir sagði eitt sinn við mig með tárin í augunum „ ég kann ekki að vera pabbi, ég hef aldrei verið það áður, það er ekkert sem ég get gert rétt, ég þarf hjálp“ Ég er stolt af uppalendum sem berskjalda sig og leita sér aðstoðar. Við erum ólík og höfum mismunandi bakgrunn, við lærum lítið um uppeldishlutverkið í skólagöngu okkar og því er eðlilegt að engum sé það í blóð borið að verða gott foreldri. Ég lifi fyrir að styrkja uppalendur í þessu mikilvæga hlutverki. Það eru til lausnir við verðum að vernda börnin, leita aðstoðar, berskjalda okkur sérstaklega fyrir okkur sjálfum og nánustu, hvernig okkur líður í þessu merkilegasta og mikilvægasta hlutverki lífsins. Kæru uppalendur hafið í huga hvað þið veljið fyrir börnin ykkar á kjördag. Að lokum langar mig að minna okkur öll á að séum við í vanda, er það skylda okkar gagnvart barninu að leita aðstoðar „SEGÐU FRÁ“. Höfundur er leikskólakennari og heldur úti Samtalinu fræðsla ekki hræðsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í samtali við foreldra minni ég þau á að eignast barn er enn mikilvægara en að stofna fyrirtæki ehf. Samt sem áður má líkja þessu saman, það geri ég gjarnan. Þegar barn fæðist þá „eignast“ uppalendur kennitölu. Sem þau bera ábyrgð á fyrstu 18 árin. Þessa kennitölu er ekki hægt að, taka arð út úr, keyra í þrot, skipta um kennitölu, fá inn hluthafa, selja hlut í, til eru lög í landinu að það sé með öllu óheimilt að vanrækja barn með neinum hætti. Þetta er „FYRIRTÆKIÐ ÞITT NÆSTU 18 ÁRIN EHF“ (Ekkert Helvítis Frí ). Líf einstaklingsins er mikilvægt að undirbúa vel, vanda að tengsl við uppalendur sé með jöfnu móti. Að bernskan sé ræktuð, nærð með umhyggju og utan um haldi. Að hugað sé strax að tilfinninga- og félagsþroska sem er mikilvægt alla ævi. Um leið og barnið er komið inn í heim uppalenda, tekur við heilmikið skipulag. Það er m.a. heilsufarseftirlit, umsókn um skólavist í leikskóla, mæta í aðlögun, sitja fundi og samtöl. Síðan þarf að sækja barnið þegar það veikist, virða vistunartíma, sumarfrí jafnvel lokun leikskólans, það þarf að tilkynna forföll og eða frí barnsins. Þessi heilmikla vinna krefst þess að persónulegur tími er oft af skornum skammti, upplifun uppalenda stundum sú að of miklar kröfur séu gerðar frá leikskólanum með mætingu að barnið sé í sem bestum klæðnaði til að það geti athafnað sig í náminu. Horfum á fyrirtækjareksturinn, það þarf að sækja um starfsleyfi, heilbrigðisleyfi, rekstrarleyfi, brunavarnir, borga skatta og fleira. Eftirlitsaðilar mæta á staðinn án þess að gera boð á undan sér, setja út á og gera kröfur um bættari húsakost eða annað. Þau sem reka fyrirtæki, þekkja mikilvægi þess að standa í skilum, á opinberum gjöldum, að semja um frest á greiðslum og fleira. Ég tel að margir eiga auðvelt að bera þetta saman við uppeldishlutverkið. Í mörgum tilfellum er þetta ekki flókið, líkt og í almennum fyrirtækjarekstri þá er hægt að sækja sér námskeið, fá inn leiðsögn og fleira, heilsugæslan, skólarnir, þjónustumiðstöðvar, einkastofur út í bæ eru boðin og búin að veita ráðgjöf. Það kemur fyrir að eigendur fyrirtækja kulna í starfi, í dag eru til lausnir við því ýmiskonar endurhæfing, sjúkraþjálfun og aðstoð. Þá velti ég upp spurningunni: Kulna uppalendur út í sínu hlutverki? Erum við kannski svo stolt að við viðurkennum ekki fyrir okkur sjálfum hvað þá öðrum að við þurfum hjálp? Uppalendur sem ég hef rætt við í gegnum tíðina átta sig oft á stöðu sinni eftir samtal þar sem þessi samanburður er viðhafður. Stundum erum við að tala um 5 manna fjölskyldu, móðir á fyrirtæki, faðir á fyrirtæki saman eiga þau 3 börn (3 fyrirtæki) fyrir utan hjónabandið sem má líka líkja við fyrirtæki. Ég spyr gengur þetta upp án þess að fá aðstoð? Sem betur fer eru ótal mörg grasrótarsamtök sem vinna ómælanlegt starf oft á tíðum er það sjálfboðaliða starf. Þau vekja athygli á mikilvægi uppeldis og umönnunar strax frá fæðingu. Að öllum ólöstuðum vil ég nefna samtökin, Þorpið tengslasetur, Fyrstu fimm. Sem einbeita sér að standa vörð um fyrstu ár í lífi einstaklings, þau eru til fyrirmyndar. Áhersla og umræða margra stjórnmálaflokka fyrir þessar kosningar láta í ljós að leikskólaárin séu biðár eða geymsla þar til alvöru grunnskólaganga hefst. Fjöldi íslenskra og erlendra rannsókna sýna að þessi fyrstu ár eru grunnurinn af því sem koma skal, lengi býr að fyrstu gerð. Sem betur fer er þó umræðan orðin opinská og það færist í vöxt meðal yngri kynslóða, það er gríðarlega jákvætt. Faðir sagði eitt sinn við mig með tárin í augunum „ ég kann ekki að vera pabbi, ég hef aldrei verið það áður, það er ekkert sem ég get gert rétt, ég þarf hjálp“ Ég er stolt af uppalendum sem berskjalda sig og leita sér aðstoðar. Við erum ólík og höfum mismunandi bakgrunn, við lærum lítið um uppeldishlutverkið í skólagöngu okkar og því er eðlilegt að engum sé það í blóð borið að verða gott foreldri. Ég lifi fyrir að styrkja uppalendur í þessu mikilvæga hlutverki. Það eru til lausnir við verðum að vernda börnin, leita aðstoðar, berskjalda okkur sérstaklega fyrir okkur sjálfum og nánustu, hvernig okkur líður í þessu merkilegasta og mikilvægasta hlutverki lífsins. Kæru uppalendur hafið í huga hvað þið veljið fyrir börnin ykkar á kjördag. Að lokum langar mig að minna okkur öll á að séum við í vanda, er það skylda okkar gagnvart barninu að leita aðstoðar „SEGÐU FRÁ“. Höfundur er leikskólakennari og heldur úti Samtalinu fræðsla ekki hræðsla.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar