Forgangsröðum í þágu barna! Hlynur Bæringsson skrifar 5. maí 2022 22:31 Ég skipa annað sætið á lista Framsóknar fyrir komandi kosningar. Það er stórt skref að bjóða sig fram í baráttu eins og sveitastjórnarkosningar eru en ég hef frá unga aldri haft mikinn áhuga á stjórnmálum og því rökrétt að virkja þann áhuga og bjóða fram krafta sína fyrir bæjarfélag sem er gott að búa í. Sem er einmitt málið, Garðabær hefur reynst mér vel frá því að ég og fjölskylda mín fluttum hingað frá Svíþjóð árið 2016. Ég er upprunalega landsbyggðarmaður, ólst upp í Grundarfirði og bjó lengi bæði í Borgarnesi og Stykkishólmi. Það sem okkur hefur einmitt líkað vel er að Garðabær hefur marga eiginleika landsbyggðarinnar, samfélagið er samheldið og Garðbæingar stoltir af samfélaginu sem þau tilheyra. Bærinn hefur á sama tíma kosti þess að búa í stærra samfélagi. Ég er því ekki mættur til að tala allt niður sem gert hefur verið, enda margt gott verið gert. En þó margt sé gott má auðvitað bæta samfélagið. Ég kem úr íþróttahreyfingunni og hef unnið með börnum og fjölskyldum þeirra nánast alla mína tíð. Garðabær hefur orð á sér fyrir að hér sé mikil velsæld og vissulega sést það víða í bænum, en ég tek líka eftir því að það eru ekki allir með sæti við háborðið. Ég vil halda áfram að vinna með börnum og ungmennum og ein af aðal ástæðunum fyrir því að ég býð mig fram fyrir Framsókn er að ég hef heillast af störfum Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hann hefur lagt mikla áherslu á málefni barna í sínum störfum og leitt sennilega mestu breytingu sem gerð hefur verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Saga okkar Ásmundar er ekki ósvipuð. Í uppvextinum kynntumst við aðstæðum þar sem hlutirnir voru ekki eins og þeir eiga að vera og áherslumálin óneitanlega litast af því. Við eigum að setja börnin í forgrunn og þjóna hagsmunum þeirra og fjölskyldna þeirra sem best og þar vil ég byggja ofan á frábæra vinnu Ásmundar Einars í málaflokknum. Þegar við ræðum um arðsemi fjárfestinga í samfélaginu okkar er áhugavert að við horfum yfirleitt á eitthvað efnislegt – virkjanir, iðnað eða nýsköpun - en sjaldan á arðsemi þess að fjárfesta í fólki til lengri tíma. Andleg líðan ungmenna blasir við mér á hverjum degi, og hversu mörg þeirra eiga í basli við að fóta sig vegna andlegra kvilla. Við lifum á tímum mikils hraða, áreitis og væntinga og þráum kannski fátt frekar en einfaldlega sálarró, það er mögulega ástæða fyrir því að andleg líðan bæði okkar og unga fólksins helst ekki alltaf í hendur við hagvaxtartölur. Það er löngu orðið tímabært að við forgangsröðum í þágu barna og ungmenna og fjárfestum í framtíðinni. Við fáum það margfalt til baka. Við finnum fyrir meðbyr, Framsókn er að rísa í Garðabæ. Ég og við yrðum þakklát fyrir ykkar stuðning, við gerum okkar besta. Höfundur skipar 2. sæti lista Framsóknar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Ég skipa annað sætið á lista Framsóknar fyrir komandi kosningar. Það er stórt skref að bjóða sig fram í baráttu eins og sveitastjórnarkosningar eru en ég hef frá unga aldri haft mikinn áhuga á stjórnmálum og því rökrétt að virkja þann áhuga og bjóða fram krafta sína fyrir bæjarfélag sem er gott að búa í. Sem er einmitt málið, Garðabær hefur reynst mér vel frá því að ég og fjölskylda mín fluttum hingað frá Svíþjóð árið 2016. Ég er upprunalega landsbyggðarmaður, ólst upp í Grundarfirði og bjó lengi bæði í Borgarnesi og Stykkishólmi. Það sem okkur hefur einmitt líkað vel er að Garðabær hefur marga eiginleika landsbyggðarinnar, samfélagið er samheldið og Garðbæingar stoltir af samfélaginu sem þau tilheyra. Bærinn hefur á sama tíma kosti þess að búa í stærra samfélagi. Ég er því ekki mættur til að tala allt niður sem gert hefur verið, enda margt gott verið gert. En þó margt sé gott má auðvitað bæta samfélagið. Ég kem úr íþróttahreyfingunni og hef unnið með börnum og fjölskyldum þeirra nánast alla mína tíð. Garðabær hefur orð á sér fyrir að hér sé mikil velsæld og vissulega sést það víða í bænum, en ég tek líka eftir því að það eru ekki allir með sæti við háborðið. Ég vil halda áfram að vinna með börnum og ungmennum og ein af aðal ástæðunum fyrir því að ég býð mig fram fyrir Framsókn er að ég hef heillast af störfum Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hann hefur lagt mikla áherslu á málefni barna í sínum störfum og leitt sennilega mestu breytingu sem gerð hefur verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Saga okkar Ásmundar er ekki ósvipuð. Í uppvextinum kynntumst við aðstæðum þar sem hlutirnir voru ekki eins og þeir eiga að vera og áherslumálin óneitanlega litast af því. Við eigum að setja börnin í forgrunn og þjóna hagsmunum þeirra og fjölskyldna þeirra sem best og þar vil ég byggja ofan á frábæra vinnu Ásmundar Einars í málaflokknum. Þegar við ræðum um arðsemi fjárfestinga í samfélaginu okkar er áhugavert að við horfum yfirleitt á eitthvað efnislegt – virkjanir, iðnað eða nýsköpun - en sjaldan á arðsemi þess að fjárfesta í fólki til lengri tíma. Andleg líðan ungmenna blasir við mér á hverjum degi, og hversu mörg þeirra eiga í basli við að fóta sig vegna andlegra kvilla. Við lifum á tímum mikils hraða, áreitis og væntinga og þráum kannski fátt frekar en einfaldlega sálarró, það er mögulega ástæða fyrir því að andleg líðan bæði okkar og unga fólksins helst ekki alltaf í hendur við hagvaxtartölur. Það er löngu orðið tímabært að við forgangsröðum í þágu barna og ungmenna og fjárfestum í framtíðinni. Við fáum það margfalt til baka. Við finnum fyrir meðbyr, Framsókn er að rísa í Garðabæ. Ég og við yrðum þakklát fyrir ykkar stuðning, við gerum okkar besta. Höfundur skipar 2. sæti lista Framsóknar í Garðabæ.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar