Körfubolti

Enginn Embiid og enginn möguleiki fyrir Sixers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jimmy Butler, Victor Oladipo og félagar í Miami Heat eru í góðri stöðu í einvíginu gegn Philadelphia 76ers.
Jimmy Butler, Victor Oladipo og félagar í Miami Heat eru í góðri stöðu í einvíginu gegn Philadelphia 76ers. getty/Michael Reaves

Miami Heat er komið í 2-0 í einvíginu gegn Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildar NBA eftir 119-103 sigur á heimavelli í nótt.

Joel Embiid missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla og án hans var róður Sixers þungur. Tyrese Maxey átti góðan leik og skoraði 34 stig en James Harden var bara með tuttugu stig úr fimmtán skotum. Tobias Harris skoraði 21 stig.

Bam Adebayo nýtti sér fjarveru Embiids til hins ítrasta og skoraði 23 stig úr aðeins ellefu skotum. Jimmy Butler skoraði 22 stig og gaf tólf stoðsendingar. Afmælisbarnið Victor Oladipo lagði nítján stig í púkkið af bekknum og besti sjötti maður tímabilsins, Tyler Herro, skoraði átján stig.

Chris Paul átti stórleik þegar Phoenix Suns sigraði Dallas Mavericks, 129-109, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Silfurlið síðasta tímabils er 2-0 yfir í einvíginu.

Paul skoraði 28 stig, þar af fjórtán í 4. leikhlutanum. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. Devin Booker skoraði þrjátíu stig og Jae Crowder fimmtán.

Eins og í fyrsta leiknum lék Luka Doncic vel í nótt. Hann skoraði 35 stig og gaf sjö stoðsendingar en vantaði meiri hjálp. Reggie Bullock var næststigahæstur hjá Dallas með sextán stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×