Aron eftir þriðja heilahristinginn: Þessi búinn að vera sérstaklega slæmur Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2022 14:30 Aron Rafn Eðvarðsson fékk heilahristing árið 2017 og 2020, og í þriðja sinn fyrir sex vikum. vísir/vilhelm Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fékk heilahristing fyrir sex vikum, þegar bolta var skotið í höfuð hans á æfingu. Hann var rúmliggjandi í 3-4 vikur og glímir enn við eftirköst. Aron Rafn hefur ekki spilað með Haukum frá því að hann fékk höfuðhöggið og er því ekki með Haukum í undanúrslitaeinvíginu við ÍBV, sem heldur áfram í Eyjum klukkan 18 í dag. Aron ræddi um meiðsli sín við RÚV en þau hafa ekki bara áhrif á þátttöku hans með Haukum heldur hefur allt daglegt líf. „Staðan er alls ekkert frábær hjá mér. En það koma dagar sem eru þokkalegir. Þetta er þriðji heilahristingurinn minn, og þessi er búinn að vera alveg sérstaklega slæmur,“ segir Aron í viðtali við RÚV. Rúmliggjandi í 3-4 vikur Aron fékk fyrsta heilahristinginn árið 2017, sem að hans sögn var mjög slæmur, og svo annan árið 2020 sem var ekki eins slæmur. Hann hefur verið í meðhöndlun hjá Elís Þór Rafnssyni sjúkraþjálfara en þegar um höfuðmeiðsli er að ræða þá er það tíminn sem er helsta lækningin. „Það er lítið sem ég hef getað gert. Fyrstu 3–4 vikurnar var ég í raun bara rúmliggjandi og gat í raun bara ekki gert neitt. Svo er ég rosalega ljósfælinn og með mikinn svima,“ segir Aron. Aron viðurkennir að framtíð sín í handboltanum sé í óvissu en segir að hann vilji ekki taka neinar ákvarðanir að svo stöddu. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 18 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira
Aron Rafn hefur ekki spilað með Haukum frá því að hann fékk höfuðhöggið og er því ekki með Haukum í undanúrslitaeinvíginu við ÍBV, sem heldur áfram í Eyjum klukkan 18 í dag. Aron ræddi um meiðsli sín við RÚV en þau hafa ekki bara áhrif á þátttöku hans með Haukum heldur hefur allt daglegt líf. „Staðan er alls ekkert frábær hjá mér. En það koma dagar sem eru þokkalegir. Þetta er þriðji heilahristingurinn minn, og þessi er búinn að vera alveg sérstaklega slæmur,“ segir Aron í viðtali við RÚV. Rúmliggjandi í 3-4 vikur Aron fékk fyrsta heilahristinginn árið 2017, sem að hans sögn var mjög slæmur, og svo annan árið 2020 sem var ekki eins slæmur. Hann hefur verið í meðhöndlun hjá Elís Þór Rafnssyni sjúkraþjálfara en þegar um höfuðmeiðsli er að ræða þá er það tíminn sem er helsta lækningin. „Það er lítið sem ég hef getað gert. Fyrstu 3–4 vikurnar var ég í raun bara rúmliggjandi og gat í raun bara ekki gert neitt. Svo er ég rosalega ljósfælinn og með mikinn svima,“ segir Aron. Aron viðurkennir að framtíð sín í handboltanum sé í óvissu en segir að hann vilji ekki taka neinar ákvarðanir að svo stöddu. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 18 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira