Frelsishúsnæði, ekki frelsisborgarar Trausti Magnússon skrifar 4. maí 2022 12:31 „Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Það man sérhvert mannsbarn eftir þessu gullkorni helsta hugmyndafræðings flokksins í byrjun aldar. Þarna lýsti hann flokknum rétt, enda kemur þessi lína til með að lifa næstu kynslóðir. Það sést skýrt í kosningabaráttunni þar sem áhersla er lögð á svokallaða „frelsisborgara“. Matarvagn keyrir um hverfi borgarinnar og afhendir gangandi vegfarendum gómsæta „frelsisborgara“. Þetta er þá í nafni þess að hamborgarar séu upprunir frá landi frelsisins. Þess lands sem nú stefnir hraðbyri í átt að því að “frelsa” konur frá þungunarrofum. En það er önnur saga. Við Sósíalistar erum með tillögur í húsnæðismálum sem einmitt snúa að frelsinu. 90% leigjenda eru ekki frjálsir. Það er staðreynd. Þessir leigjendur vilja ekki vera á leigumarkaði, en þrátt fyrir stanslaust brauðstrit og tilraunir þá komast þeir ekki af honum og í það húsnæðisöryggi sem þeir þrá. Þetta er vegna okursins og ánauðarinnar sem hinn „frjálsi“ markaður hefur lagt þeim á herðar. Samkvæmt tölum hagstofunnar þá eyða tæplega 50% leigjenda nærri 50% af ráðstöfunarfé sínu í húsaleigu. Þetta er langt umfram efri mörk OECD um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Þetta er ekki í boði lengur. Tími þess þegar hægrið gat snúið hugtakinu „frelsi“ upp í andhverfu sína er lokið. Frelsið er ekki þannig að þeir ríku og valdamiklu eigi að geta kreist hverja örðu úr fátækum og þeim valdalitlu, það heitir helsi. Leigjendur bera uppi auðsöfnun á húsnæðismarkaði vegna þeirrar helsistefnu sem betri borgarinn á hjólum boðar, og í guðanna bænum kæru kjósendur forðið börnunum ykkar frá því að bíta í svoleiðis götubita. Tillögur Sósíalista í húsnæðismálum eru hinsvegar til þess fallnar að losa leigjendur og þá sem komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn úr ánauð okursins. Tillögurnar byggja á þaulreyndum fyrirmyndum frá mörgum helstu og blómlegustu borgum Evrópu. Við þurfum einfaldlega að horfa til þess sem hefur þegar virkað annars staðar og yfirfæra yfir á íslenskan veruleika í þeim tilgangi að frelsa fólk úr varanlegri húsnæðisánauð og koma því í öruggt húsnæði.. Þarna erum við að tala um frelsishúsnæði. Reykjavík skal byggja í borginni, stofna óhagnaðardrifið leigufélag sem fer í uppbyggingu á skala sem hefur ekki sést frá því að Breiðholtið var byggt upp. Þetta er mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið í heild sinni. Ekki bara fyrir tekjulægstu hópana, heldur fyrir alla þá sem unna frelsinu og vilja trúa því að allar manneskjur eigi rétt á að búa við mannlega reisn. Látum ekki ríkasta fólkið, þau sem hagnast á núverandi ástandi með síendurteknum uppkaupum á íbúðarhúsnæði til leigu, stýra umræðunni og þar með samfélagi okkar. Segjum stopp og endurheimtum frelsi okkar! Við eigum það skilið! Er Berlín stjórnað af kommúnistum? Ræður Stalín í Vínarborg? Þetta kaldastríðshjal sjálfstæðismanna er auðvitað ekkert annað en gömul rulla til þess að verja viðvarandi ástand og vernda hagsmuni þeirra sem eiga á kostnað þeirra sem þurfa að strita fyrir því einu að fá þak yfir höfuðið. Og kratar: sýnið kjark og takið þátt í þessu með okkur. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Það man sérhvert mannsbarn eftir þessu gullkorni helsta hugmyndafræðings flokksins í byrjun aldar. Þarna lýsti hann flokknum rétt, enda kemur þessi lína til með að lifa næstu kynslóðir. Það sést skýrt í kosningabaráttunni þar sem áhersla er lögð á svokallaða „frelsisborgara“. Matarvagn keyrir um hverfi borgarinnar og afhendir gangandi vegfarendum gómsæta „frelsisborgara“. Þetta er þá í nafni þess að hamborgarar séu upprunir frá landi frelsisins. Þess lands sem nú stefnir hraðbyri í átt að því að “frelsa” konur frá þungunarrofum. En það er önnur saga. Við Sósíalistar erum með tillögur í húsnæðismálum sem einmitt snúa að frelsinu. 90% leigjenda eru ekki frjálsir. Það er staðreynd. Þessir leigjendur vilja ekki vera á leigumarkaði, en þrátt fyrir stanslaust brauðstrit og tilraunir þá komast þeir ekki af honum og í það húsnæðisöryggi sem þeir þrá. Þetta er vegna okursins og ánauðarinnar sem hinn „frjálsi“ markaður hefur lagt þeim á herðar. Samkvæmt tölum hagstofunnar þá eyða tæplega 50% leigjenda nærri 50% af ráðstöfunarfé sínu í húsaleigu. Þetta er langt umfram efri mörk OECD um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Þetta er ekki í boði lengur. Tími þess þegar hægrið gat snúið hugtakinu „frelsi“ upp í andhverfu sína er lokið. Frelsið er ekki þannig að þeir ríku og valdamiklu eigi að geta kreist hverja örðu úr fátækum og þeim valdalitlu, það heitir helsi. Leigjendur bera uppi auðsöfnun á húsnæðismarkaði vegna þeirrar helsistefnu sem betri borgarinn á hjólum boðar, og í guðanna bænum kæru kjósendur forðið börnunum ykkar frá því að bíta í svoleiðis götubita. Tillögur Sósíalista í húsnæðismálum eru hinsvegar til þess fallnar að losa leigjendur og þá sem komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn úr ánauð okursins. Tillögurnar byggja á þaulreyndum fyrirmyndum frá mörgum helstu og blómlegustu borgum Evrópu. Við þurfum einfaldlega að horfa til þess sem hefur þegar virkað annars staðar og yfirfæra yfir á íslenskan veruleika í þeim tilgangi að frelsa fólk úr varanlegri húsnæðisánauð og koma því í öruggt húsnæði.. Þarna erum við að tala um frelsishúsnæði. Reykjavík skal byggja í borginni, stofna óhagnaðardrifið leigufélag sem fer í uppbyggingu á skala sem hefur ekki sést frá því að Breiðholtið var byggt upp. Þetta er mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið í heild sinni. Ekki bara fyrir tekjulægstu hópana, heldur fyrir alla þá sem unna frelsinu og vilja trúa því að allar manneskjur eigi rétt á að búa við mannlega reisn. Látum ekki ríkasta fólkið, þau sem hagnast á núverandi ástandi með síendurteknum uppkaupum á íbúðarhúsnæði til leigu, stýra umræðunni og þar með samfélagi okkar. Segjum stopp og endurheimtum frelsi okkar! Við eigum það skilið! Er Berlín stjórnað af kommúnistum? Ræður Stalín í Vínarborg? Þetta kaldastríðshjal sjálfstæðismanna er auðvitað ekkert annað en gömul rulla til þess að verja viðvarandi ástand og vernda hagsmuni þeirra sem eiga á kostnað þeirra sem þurfa að strita fyrir því einu að fá þak yfir höfuðið. Og kratar: sýnið kjark og takið þátt í þessu með okkur. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun