Frelsishúsnæði, ekki frelsisborgarar Trausti Magnússon skrifar 4. maí 2022 12:31 „Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Það man sérhvert mannsbarn eftir þessu gullkorni helsta hugmyndafræðings flokksins í byrjun aldar. Þarna lýsti hann flokknum rétt, enda kemur þessi lína til með að lifa næstu kynslóðir. Það sést skýrt í kosningabaráttunni þar sem áhersla er lögð á svokallaða „frelsisborgara“. Matarvagn keyrir um hverfi borgarinnar og afhendir gangandi vegfarendum gómsæta „frelsisborgara“. Þetta er þá í nafni þess að hamborgarar séu upprunir frá landi frelsisins. Þess lands sem nú stefnir hraðbyri í átt að því að “frelsa” konur frá þungunarrofum. En það er önnur saga. Við Sósíalistar erum með tillögur í húsnæðismálum sem einmitt snúa að frelsinu. 90% leigjenda eru ekki frjálsir. Það er staðreynd. Þessir leigjendur vilja ekki vera á leigumarkaði, en þrátt fyrir stanslaust brauðstrit og tilraunir þá komast þeir ekki af honum og í það húsnæðisöryggi sem þeir þrá. Þetta er vegna okursins og ánauðarinnar sem hinn „frjálsi“ markaður hefur lagt þeim á herðar. Samkvæmt tölum hagstofunnar þá eyða tæplega 50% leigjenda nærri 50% af ráðstöfunarfé sínu í húsaleigu. Þetta er langt umfram efri mörk OECD um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Þetta er ekki í boði lengur. Tími þess þegar hægrið gat snúið hugtakinu „frelsi“ upp í andhverfu sína er lokið. Frelsið er ekki þannig að þeir ríku og valdamiklu eigi að geta kreist hverja örðu úr fátækum og þeim valdalitlu, það heitir helsi. Leigjendur bera uppi auðsöfnun á húsnæðismarkaði vegna þeirrar helsistefnu sem betri borgarinn á hjólum boðar, og í guðanna bænum kæru kjósendur forðið börnunum ykkar frá því að bíta í svoleiðis götubita. Tillögur Sósíalista í húsnæðismálum eru hinsvegar til þess fallnar að losa leigjendur og þá sem komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn úr ánauð okursins. Tillögurnar byggja á þaulreyndum fyrirmyndum frá mörgum helstu og blómlegustu borgum Evrópu. Við þurfum einfaldlega að horfa til þess sem hefur þegar virkað annars staðar og yfirfæra yfir á íslenskan veruleika í þeim tilgangi að frelsa fólk úr varanlegri húsnæðisánauð og koma því í öruggt húsnæði.. Þarna erum við að tala um frelsishúsnæði. Reykjavík skal byggja í borginni, stofna óhagnaðardrifið leigufélag sem fer í uppbyggingu á skala sem hefur ekki sést frá því að Breiðholtið var byggt upp. Þetta er mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið í heild sinni. Ekki bara fyrir tekjulægstu hópana, heldur fyrir alla þá sem unna frelsinu og vilja trúa því að allar manneskjur eigi rétt á að búa við mannlega reisn. Látum ekki ríkasta fólkið, þau sem hagnast á núverandi ástandi með síendurteknum uppkaupum á íbúðarhúsnæði til leigu, stýra umræðunni og þar með samfélagi okkar. Segjum stopp og endurheimtum frelsi okkar! Við eigum það skilið! Er Berlín stjórnað af kommúnistum? Ræður Stalín í Vínarborg? Þetta kaldastríðshjal sjálfstæðismanna er auðvitað ekkert annað en gömul rulla til þess að verja viðvarandi ástand og vernda hagsmuni þeirra sem eiga á kostnað þeirra sem þurfa að strita fyrir því einu að fá þak yfir höfuðið. Og kratar: sýnið kjark og takið þátt í þessu með okkur. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Það man sérhvert mannsbarn eftir þessu gullkorni helsta hugmyndafræðings flokksins í byrjun aldar. Þarna lýsti hann flokknum rétt, enda kemur þessi lína til með að lifa næstu kynslóðir. Það sést skýrt í kosningabaráttunni þar sem áhersla er lögð á svokallaða „frelsisborgara“. Matarvagn keyrir um hverfi borgarinnar og afhendir gangandi vegfarendum gómsæta „frelsisborgara“. Þetta er þá í nafni þess að hamborgarar séu upprunir frá landi frelsisins. Þess lands sem nú stefnir hraðbyri í átt að því að “frelsa” konur frá þungunarrofum. En það er önnur saga. Við Sósíalistar erum með tillögur í húsnæðismálum sem einmitt snúa að frelsinu. 90% leigjenda eru ekki frjálsir. Það er staðreynd. Þessir leigjendur vilja ekki vera á leigumarkaði, en þrátt fyrir stanslaust brauðstrit og tilraunir þá komast þeir ekki af honum og í það húsnæðisöryggi sem þeir þrá. Þetta er vegna okursins og ánauðarinnar sem hinn „frjálsi“ markaður hefur lagt þeim á herðar. Samkvæmt tölum hagstofunnar þá eyða tæplega 50% leigjenda nærri 50% af ráðstöfunarfé sínu í húsaleigu. Þetta er langt umfram efri mörk OECD um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Þetta er ekki í boði lengur. Tími þess þegar hægrið gat snúið hugtakinu „frelsi“ upp í andhverfu sína er lokið. Frelsið er ekki þannig að þeir ríku og valdamiklu eigi að geta kreist hverja örðu úr fátækum og þeim valdalitlu, það heitir helsi. Leigjendur bera uppi auðsöfnun á húsnæðismarkaði vegna þeirrar helsistefnu sem betri borgarinn á hjólum boðar, og í guðanna bænum kæru kjósendur forðið börnunum ykkar frá því að bíta í svoleiðis götubita. Tillögur Sósíalista í húsnæðismálum eru hinsvegar til þess fallnar að losa leigjendur og þá sem komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn úr ánauð okursins. Tillögurnar byggja á þaulreyndum fyrirmyndum frá mörgum helstu og blómlegustu borgum Evrópu. Við þurfum einfaldlega að horfa til þess sem hefur þegar virkað annars staðar og yfirfæra yfir á íslenskan veruleika í þeim tilgangi að frelsa fólk úr varanlegri húsnæðisánauð og koma því í öruggt húsnæði.. Þarna erum við að tala um frelsishúsnæði. Reykjavík skal byggja í borginni, stofna óhagnaðardrifið leigufélag sem fer í uppbyggingu á skala sem hefur ekki sést frá því að Breiðholtið var byggt upp. Þetta er mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið í heild sinni. Ekki bara fyrir tekjulægstu hópana, heldur fyrir alla þá sem unna frelsinu og vilja trúa því að allar manneskjur eigi rétt á að búa við mannlega reisn. Látum ekki ríkasta fólkið, þau sem hagnast á núverandi ástandi með síendurteknum uppkaupum á íbúðarhúsnæði til leigu, stýra umræðunni og þar með samfélagi okkar. Segjum stopp og endurheimtum frelsi okkar! Við eigum það skilið! Er Berlín stjórnað af kommúnistum? Ræður Stalín í Vínarborg? Þetta kaldastríðshjal sjálfstæðismanna er auðvitað ekkert annað en gömul rulla til þess að verja viðvarandi ástand og vernda hagsmuni þeirra sem eiga á kostnað þeirra sem þurfa að strita fyrir því einu að fá þak yfir höfuðið. Og kratar: sýnið kjark og takið þátt í þessu með okkur. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun