Skoðun

Heilsu­gæsla og heil­brigðis­þjónusta í fyrir­rúmi

Sævar Gíslason skrifar

Heilsugæsla hér í bæ er löngu sprungin en eins og staðan er núna þá geta verið margar vikur í bið á einu heilsugæslu bæjarins eftir heimilislækni og þjónustu sem er með öllu ólíðandi. Margt fólk er því nauðbeygt að leita í önnur sveitarfélög eftir slíkri þjónustu meðal annars ég og mín fjölskylda.

Þessu vil ég breyta með að hafa frumkvæði í að fá einkarekna heilsugæslu sem hreinni viðbót við þá sem fyrir er. Einhverjir hræðast einkarekstur í heilsugæslukerfinu en með þessu móti myndi tíminn sem tekur að koma þessari nauðsynlegu þjónustu vera styttri en ef ríkisleiðin með sínum alkunna silagangi væri farin. Við getum ekki beðið lengur.

Hugmynd mín að staðsetningu gæti verið á Tjarnarvöllum í Vallahverfi sem þá myndi þjóna Völlum, Holti, Áslandi og Skarðshlíð. Í framhaldi af því vildi ég byggja verslunar og þjónustukjarna með fallegri göngugötu fyrir miðju á Tjarnarvöllum á bílastæði nær Reykjanesbraut. Mikilvægt er í nýjum og vaxandi hverfum að fjölbreytt þjónusta sé í boði.

Þann 23.06.2021 lagði bæjarstjórn áherslu á mikilvægi þess að heilsugæsla og hjúkrunarheimili rísi í Hamranesi þar sem sveitarfélagið hefur tekið frá lóð fyrir heilbrigðisþjónustu. Á þessu svæði búa um 10 þúsund manns þegar Vallahverfi, Skarðshlíð og Hamranes verða fullbyggð og jafnframt var bókað í fundargerð að nauðsynlegt sé að hefja undirbúning og viðræður við heilbrigðisráðuneytið sem fyrst.

Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að fylgja málinu eftir en ekkert hefur gerst og virðist málið liggja í dvala í skjóli núverandi meirihluta og virðist þetta ekki vera í forgang hjá þeim þrátt fyrir fögur loforð.

Þessu viljum við í Miðflokknum og óháðum breyta og setja í algeran forgang.

Höfundur er varamaður í fjölskylduráði og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði í komandi sveitastjórnarkosningum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×