Skoðun

Far­sæll leið­togi í fram­boði

Guðni Ársæll Indriðason skrifar

Leiðtogi Miðflokksins í Reykjavík er drengur góður að nafni Ómar Már Jónsson. Kemur að vestan eins og margt annað gott fólk.

Ómar er með 2. stigs skipstjórnarréttindi og hefur því stigið ölduna eins og svo margir Vestfirðingar. En hugur hans stefndi á frekara nám. Hann útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði frá Tækniskólanum í Reykjavík. Eins og er um fróðleiksfúsa menn hefur hann tekið ýmis námskeið til að efla víðsýni sína, s.s. í stjórnendafræðum, fjármálum, lögfræði, markþjálfun og fl. Menntun hans er víðtæk og blandast vel við reynslu hana af sveitarstjórnarmálum og atvinnulífi.

Í verkum sínum og framkomu er Ómar sanngjarn, hógvær, lausnamiðaður og umfram allt kurteis maður með kímnigáfu. Hann er mikil félagsvera og leggur áherslu á samverustundir með fjölskyldu og vinum, en stundar líkamsrækt og útiveru og hefur mjög mikla ánægju af ferðalögum.

Í farteskinu að vestan hafði hann mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum. Var ráðinn sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og varð einnig oddviti, starfaði í 12 ár við uppbyggingu og rekstur sveitarfélagsins við góðan orðstír. Í litlum samfélögum þurfa menn æði oft að bera marga hatta, líkt og Ómar gerði á Súðavík. Sinna ýmsum hlutverkum innan sem utan sveitarstjórnar víða í samfélaginu. Jafnt fyrir sveitarfélagið sem og fjórðunginn. Það var eftirtektarvert hve mikla áherslu hann lagði á að gera Súðavík aðlaðandi samfélag fyrir ungt fólk og ferðamenn.

Mikil reynsla úr atvinnulífinu

Reynsla Ómars úr atvinnulífinu er ekki síðri. Hann hefur rekið fyrirtæki á heimsvísu, sem framleiðir gæludýrafóður úr íslenskum hráefnum. Verið ráðgjafi og tengt saman erlend og íslensk fyrirtæki, og er með mikla reynslu af viðburðahaldi ýmiskonar. Hann hefur haldið fjölda vöru- og þjónustusýninga, ráðstefnur og flutt inn tónlistarfólk fyrir sína viðburði.

Nú hefur Ómar ákveðið að snúa sér að pólitíkinni aftur, á heldur stærri skala en síðast. Ómar fer fyrir oddaflugi Miðflokksins inn í borgarstjórn ásamt einvala liði. Hans víðtæka reynsla af sveitarstjórnarmálum og fyrirtækjarekstri mun nýtast borgarbúum vel með hann sem í borgarstjórn.

Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi.

Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×