Saga af stúlku Katrín Birna Viðarsdóttir skrifar 4. maí 2022 11:00 Mig langar að segja ykkur smá sögu. Þann 12. maí árið 1986 kom í heiminn lítil stúlka. Lítil saklaus stelpa fædd inní partýstand og fjör. Foreldrar stúlkunnar vildu lítið með hana hafa og þurfti barnavernd að hafa mikil afskipti af heimilinu. Eitt skipti var hún send ein með flugi frá Reykjavík til Akureyrar en enginn kom að taka á móti henni. Oft var hún bæði skítug og með sár og fyrir þriggja ára aldur var búið að leggja hana þrisvar inná spítala með næringarskort.Á þessum tíma var barnavernd ekki eins öflug og hún er í dag, og stúlkan þurfti að búa við þessar aðstæður til þriggja ára aldurs. Í dag hefði hún verið fjarlægð af heimilinu miklu fyrr. Þessi litla stúlka er ég. Nú stikla ég á stóru. Ég var mjög heppin með fósturmóður,en þegar ég var fjórtán ára gömul fékk hún heilablóðfall og í kjölfarið flutti ég til blóðföður míns. Við bjuggum um tíma í Sandgerði en fluttum svo á Stöðvarfjörð. Heimilishaldið var ekki gott. Stjúpmóðir mín gerði sitt besta, en faðir minn var og er háður lyfjum og tekur tímabil þar sem hann drekkur mikið. Í því ástandi getur hann orðið ofbeldishneigður en sem betur fer varð ég aldrei fyrir því. Bróðir minn aftur á móti var ekki eins heppinn. Nokkrum sinnum þurfti ég að ljúga að handrukkurum, sem komu í heimsókn eða hringdu, að ég vissi ekki hvar pabbi væri. Ég er ekki að segja að foreldrar mínir hafi verið eða séu vont fólk, þau voru/eru veik. Blóðmóðir mín snéri við blaðinu og aðstoðaði marga, var til að mynda starfsmaður hjá Aflinu á Akureyri. Hún lést fyrir 6 árum síðan. Ástæðan fyrir því að ég segi ykkur þessa sögu er að ég þekki af eigin raun hvað skóli og tómstundir eru mikilvægar og ég þekki líka hversu mikilvægt það er búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð. Ef ekki hefði verið fyrir fólkið sem býr á Stöðvarfirði veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag, en samfélagið greip mig - ég fékk stuðning, væntumþykju og utanumhald. Félagsmiðstöðin var griðastaður og skólinn líka. Ég var ekki auðveldur unglingur, mjög erfiður ef ég er alveg hreinskilin. Var kjaftfor, hlýddi engu og gerði margt sem ég sé eftir í dag. Byrjaði snemma að drekka og reykja, en samfélagið var til staðar og það gafst ekki upp á mér, ekki foreldrar vina minna, skólinn eða félagsmiðstöðin. Í Fjarðabyggð erum við komin með öflugt fjölskyldusvið. Á síðasta kjörtímabili kom Fjarðalistinn af stað úrræði fyrir fjölskyldur og börn sem heitir Sprettur og er þar unnið að því að grípa börn eins og mig, þau eru gripin snemma sem er virkilega þarft. Slíkt verkefni hefði breytt miklu fyrir mig og mina æsku. Við eigum líka félagsmiðstöðvar sem vinna öflugt starf og við þurfum að hlúa vel að því mikilvæga starfi. Við þurfum að bæta starf ungmenna á aldrinum 16-18 ára, það er mikilvægt að þau týnist ekki. Ég ákvað að fara í pólitík því ég vil hafa áhrif, sérstaklega á málefni barna og ungmenna. Ég brenn fyrir bættu samfélagi, ég veit hvað það skiptir miklu máli að búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð er. Ég vil þakka Fjarðalistanum fyrir gott starf fyrir fjölskyldur og ungmenni síðustu ár og ég ábyrgist það að ef ég fæ tækifæri til mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að halda þessu starfi áfram. Ég veit að öll sem eru á Fjarðalistanum núna eru á sömu blaðsíðu og ég, við brennum öll fyrir bættu samfélagi. Höfundur er í 13. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Mig langar að segja ykkur smá sögu. Þann 12. maí árið 1986 kom í heiminn lítil stúlka. Lítil saklaus stelpa fædd inní partýstand og fjör. Foreldrar stúlkunnar vildu lítið með hana hafa og þurfti barnavernd að hafa mikil afskipti af heimilinu. Eitt skipti var hún send ein með flugi frá Reykjavík til Akureyrar en enginn kom að taka á móti henni. Oft var hún bæði skítug og með sár og fyrir þriggja ára aldur var búið að leggja hana þrisvar inná spítala með næringarskort.Á þessum tíma var barnavernd ekki eins öflug og hún er í dag, og stúlkan þurfti að búa við þessar aðstæður til þriggja ára aldurs. Í dag hefði hún verið fjarlægð af heimilinu miklu fyrr. Þessi litla stúlka er ég. Nú stikla ég á stóru. Ég var mjög heppin með fósturmóður,en þegar ég var fjórtán ára gömul fékk hún heilablóðfall og í kjölfarið flutti ég til blóðföður míns. Við bjuggum um tíma í Sandgerði en fluttum svo á Stöðvarfjörð. Heimilishaldið var ekki gott. Stjúpmóðir mín gerði sitt besta, en faðir minn var og er háður lyfjum og tekur tímabil þar sem hann drekkur mikið. Í því ástandi getur hann orðið ofbeldishneigður en sem betur fer varð ég aldrei fyrir því. Bróðir minn aftur á móti var ekki eins heppinn. Nokkrum sinnum þurfti ég að ljúga að handrukkurum, sem komu í heimsókn eða hringdu, að ég vissi ekki hvar pabbi væri. Ég er ekki að segja að foreldrar mínir hafi verið eða séu vont fólk, þau voru/eru veik. Blóðmóðir mín snéri við blaðinu og aðstoðaði marga, var til að mynda starfsmaður hjá Aflinu á Akureyri. Hún lést fyrir 6 árum síðan. Ástæðan fyrir því að ég segi ykkur þessa sögu er að ég þekki af eigin raun hvað skóli og tómstundir eru mikilvægar og ég þekki líka hversu mikilvægt það er búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð. Ef ekki hefði verið fyrir fólkið sem býr á Stöðvarfirði veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag, en samfélagið greip mig - ég fékk stuðning, væntumþykju og utanumhald. Félagsmiðstöðin var griðastaður og skólinn líka. Ég var ekki auðveldur unglingur, mjög erfiður ef ég er alveg hreinskilin. Var kjaftfor, hlýddi engu og gerði margt sem ég sé eftir í dag. Byrjaði snemma að drekka og reykja, en samfélagið var til staðar og það gafst ekki upp á mér, ekki foreldrar vina minna, skólinn eða félagsmiðstöðin. Í Fjarðabyggð erum við komin með öflugt fjölskyldusvið. Á síðasta kjörtímabili kom Fjarðalistinn af stað úrræði fyrir fjölskyldur og börn sem heitir Sprettur og er þar unnið að því að grípa börn eins og mig, þau eru gripin snemma sem er virkilega þarft. Slíkt verkefni hefði breytt miklu fyrir mig og mina æsku. Við eigum líka félagsmiðstöðvar sem vinna öflugt starf og við þurfum að hlúa vel að því mikilvæga starfi. Við þurfum að bæta starf ungmenna á aldrinum 16-18 ára, það er mikilvægt að þau týnist ekki. Ég ákvað að fara í pólitík því ég vil hafa áhrif, sérstaklega á málefni barna og ungmenna. Ég brenn fyrir bættu samfélagi, ég veit hvað það skiptir miklu máli að búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð er. Ég vil þakka Fjarðalistanum fyrir gott starf fyrir fjölskyldur og ungmenni síðustu ár og ég ábyrgist það að ef ég fæ tækifæri til mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að halda þessu starfi áfram. Ég veit að öll sem eru á Fjarðalistanum núna eru á sömu blaðsíðu og ég, við brennum öll fyrir bættu samfélagi. Höfundur er í 13. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun