Ísland er land kynþáttafordóma – eins og öll önnur lönd Snorri Sturluson skrifar 4. maí 2022 10:31 Í kjölfar málsins í kringum Gabríel Douane Boama hef ég rekið mig á eftirfarandi fullyrðingu: „Það er ekki rasismi á Íslandi, þið eruð að ímynda ykkur þetta.“ Ég hef heyrt þetta í fyrstu persónu frá fólki í nærumhverfi mínu og lesið það á vefmiðlum. Að baki þessari fulyrðingu býr ekki bara þekkingarleysi heldur líka afneitun og gaslýsing á veruleika hörundsdökks fólks í samfélagi okkar, sem er samt að mörgu leyti svo ágætt. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum heyrði ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar svart fólk lýsa því að það sé bara eitt verra en yfirlýstir rasistar en það er fólk sem veit ekki, eða viðurkennir ekki, að það hafi kynþáttafordóma, hegðar sér samt á fordómafullan hátt og neitar svo að viðurkenna það þegar því er bent á það. Fólk sem segir „það er ekki rasismi á Íslandi“ er oft fólk sem veit ekki að það býr yfir kynþáttafordómum, eða neitar að horfast í augu við það og felur sig því bakvið það að halda því fram að kynþáttafordómar þekkist ekki á Íslandi. Þau sem eru með augu og eyru opin vita betur enda þarf ekki annað en að opna kommentakerfin til að sjá að það er fullt af rasistum á Íslandi sem eru ekkert feimnir við að láta þær tilfinningar sínar í ljós. Þegar þolendur rasisma segjast verða fyrir fordómum og viðbrögð samfélagsins eru afneitun, er það gaslýsing á upplifun þolandans og meðvirkni með gerandanum. Samfélagið kýs frekar að afneita upplifun þolandans heldur en að viðurkenna að um kynþáttafordóma sé að ræða því ef við viðurkennum samfélagslegan rasisma erum við í leiðinni að viðurkenna eigin sekt. Sem hvítt fólk ölumst við upp við að vera að meðaltali ríkari, valdameiri, betur menntuð og með lengri lífslíkur en meðbræður okkar og systur sem eru dekkri á hörund. Þetta eru allt staðreyndir sem hægt er að sýna fram á á tölulegan hátt um allan heim. Við sem erum hvít erum alin upp við lúmska yfirburðarhyggju og erum flest haldin henni í einhverju mæli en gerum okkur fæst grein fyrir því. Í hvert skipti sem við gerum lítið úr eða afneitum upplifun hörundsdökks fólks af kynþáttafordómum gaslýsum við þau, brjótum traust þeirra og aukum bilið á milli okkar. Hlustum á og trúum upplifun minnihlutahópa. Það er fyrsta skrefið í átt til jafnara og fordómalausara samfélags. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar málsins í kringum Gabríel Douane Boama hef ég rekið mig á eftirfarandi fullyrðingu: „Það er ekki rasismi á Íslandi, þið eruð að ímynda ykkur þetta.“ Ég hef heyrt þetta í fyrstu persónu frá fólki í nærumhverfi mínu og lesið það á vefmiðlum. Að baki þessari fulyrðingu býr ekki bara þekkingarleysi heldur líka afneitun og gaslýsing á veruleika hörundsdökks fólks í samfélagi okkar, sem er samt að mörgu leyti svo ágætt. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum heyrði ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar svart fólk lýsa því að það sé bara eitt verra en yfirlýstir rasistar en það er fólk sem veit ekki, eða viðurkennir ekki, að það hafi kynþáttafordóma, hegðar sér samt á fordómafullan hátt og neitar svo að viðurkenna það þegar því er bent á það. Fólk sem segir „það er ekki rasismi á Íslandi“ er oft fólk sem veit ekki að það býr yfir kynþáttafordómum, eða neitar að horfast í augu við það og felur sig því bakvið það að halda því fram að kynþáttafordómar þekkist ekki á Íslandi. Þau sem eru með augu og eyru opin vita betur enda þarf ekki annað en að opna kommentakerfin til að sjá að það er fullt af rasistum á Íslandi sem eru ekkert feimnir við að láta þær tilfinningar sínar í ljós. Þegar þolendur rasisma segjast verða fyrir fordómum og viðbrögð samfélagsins eru afneitun, er það gaslýsing á upplifun þolandans og meðvirkni með gerandanum. Samfélagið kýs frekar að afneita upplifun þolandans heldur en að viðurkenna að um kynþáttafordóma sé að ræða því ef við viðurkennum samfélagslegan rasisma erum við í leiðinni að viðurkenna eigin sekt. Sem hvítt fólk ölumst við upp við að vera að meðaltali ríkari, valdameiri, betur menntuð og með lengri lífslíkur en meðbræður okkar og systur sem eru dekkri á hörund. Þetta eru allt staðreyndir sem hægt er að sýna fram á á tölulegan hátt um allan heim. Við sem erum hvít erum alin upp við lúmska yfirburðarhyggju og erum flest haldin henni í einhverju mæli en gerum okkur fæst grein fyrir því. Í hvert skipti sem við gerum lítið úr eða afneitum upplifun hörundsdökks fólks af kynþáttafordómum gaslýsum við þau, brjótum traust þeirra og aukum bilið á milli okkar. Hlustum á og trúum upplifun minnihlutahópa. Það er fyrsta skrefið í átt til jafnara og fordómalausara samfélags. Höfundur er heimspekingur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun