Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison og Björk Davíðsdóttir skrifa 4. maí 2022 07:31 Umræðunni um einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóma hættir til að verða afar neikvæð gagnvart þeim sem um ræðir. Fyrst og fremst eru þetta einstaklingar sem eiga jafnan tilverurétt í samfélaginu líkt og aðrir. Það er samfélagslegt álitamál að einstaklingur megi ekki neyta vímuefna nema innan ákveðins ramma sem samþykktur er af samfélaginu. Einstaklingurinn sem samfélagið vill ekki hafa í garðinum hjá sér, er jafnan kallaður „þetta“. Sá aðili á ástvini, fjölskyldu, jafnvel börn og hefur jafnvel stundað nám og átt áhugamál. Ýmissa hluta vegna þróar sá aðili með sér mjög alvarlegan fíknsjúkdóm og fjölskyldan situr eftir í heljargreipum því það er litla hjálpa að fá, bæði eru langir biðlistar og lítið af úrræðum til ásamt útbreiddri fáfræði og fordómum. Til að koma með dæmi til samanburðar, væri hægt að líkja þessum þunga vanda sem að fíknisjúkdómurinn er, við einstakling sem greinst hefur með krabbamein á lokastigi. Krabbameinið er sjáanlegt á mynd, þar af leiðandi er hægt að fá meðferð við því eins fljótt og það greinist. Einstaklingur með krabbamein fær lyfjameðferð á spítala og stuðning frá fjölskyldu og vinum, jafnvel söfnunum á Facebook. Það er samfélagslega samþykktur sjúkdómur. Hvað ef það væri hægt að taka mynd af fíknisjúkdómi? Myndu sömu mannréttindi gilda fyrir þann einstakling? Hér í Hafnarfirði er haldið á lofti umræðu um sterkari fjárhagsstöðu í bæjarfélaginu og meiri uppbyggingu, inni í þessari uppbyggingu ætti þá að vera gert ráð fyrir hópum sem tilheyra öllum stéttum samfélagsins. Í sömu umræðu er talað um að Hafnarfjörður sé bær fólksins. Hins vegar er staðreyndin sú að biðin eftir félagslegum úrræðum lengist, ásamt því að samstarf við Laufey, nærþjónusta fíknimeðferðar sem þjónustar fólk sem glímir við bæði alvarlegan fíkni- og geðvanda er ábótavant. Reykjavíkurborg er bæði með VoR Teymi og Housing First, ásamt því að vera með öruggt skjól fyrir konur og karla sem eiga engin hús að vernda - Konukot og Gistiskýlin. Hvar er gert ráð fyrir þessum úrræðum hjá Hafnarfjarðarbæ? Í lokaverkefni sem skrifað var af tveim nemendum við Háskóla Íslands um Neyslurými, af hverju og hvernig? kemur fram að mannréttindi eru ekki forréttindi og einstaklingar sem nota vímuefni hafa hvorki fyrirgert mannréttindum sínum né þeim rétti að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Það eru ekki forréttindi að vera til, fá húsnæði og mat, það eru mannréttindi. Fólk með fíknisjúkdóm virðist þurfa að berjast fyrir því að vera til dag frá degi. Einstaklingar með fíknisjúkdóma eru oft með andlegt mein sem þeir deyfa með vímugjöfum. Ætlum við sem samfélag að neita þeim um lágmarks sjúkraþjónustu, húsaskjól og hlýju? Myndir þú sem einstaklingur neita krabbameinssjúklingi um sömu þjónustu og útskúfa hann algjörlega úr venjulegu samfélagi líkt og ef um einstakling með fíknisjúkdóm væri að ræða? Þegar litið er yfir kosningaloforð flokka í Hafnarfjarðarbæ, þá er sorglegt að sjá að málefni jaðarsetts fólks eru ekki ofarlega á baugi. Einstaklingurinn skiptir okkur Vinstri Græn máli. Við viljum ganga lengra í félags- og velferðarmálum og sýna fram á það að þó svo andleg veikindi hrjái einstakling að þá getum við sem samfélag hjálpað honum að standa aftur upp. Bryndís Rós Morrison er í stjórn SÁÁ og skipar 5.sæti á lista VG Hafnarfirði og Björk Davíðsdóttir er fangavörður og skipar 12.sæti á lista VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Vinstri græn Fíkn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðunni um einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóma hættir til að verða afar neikvæð gagnvart þeim sem um ræðir. Fyrst og fremst eru þetta einstaklingar sem eiga jafnan tilverurétt í samfélaginu líkt og aðrir. Það er samfélagslegt álitamál að einstaklingur megi ekki neyta vímuefna nema innan ákveðins ramma sem samþykktur er af samfélaginu. Einstaklingurinn sem samfélagið vill ekki hafa í garðinum hjá sér, er jafnan kallaður „þetta“. Sá aðili á ástvini, fjölskyldu, jafnvel börn og hefur jafnvel stundað nám og átt áhugamál. Ýmissa hluta vegna þróar sá aðili með sér mjög alvarlegan fíknsjúkdóm og fjölskyldan situr eftir í heljargreipum því það er litla hjálpa að fá, bæði eru langir biðlistar og lítið af úrræðum til ásamt útbreiddri fáfræði og fordómum. Til að koma með dæmi til samanburðar, væri hægt að líkja þessum þunga vanda sem að fíknisjúkdómurinn er, við einstakling sem greinst hefur með krabbamein á lokastigi. Krabbameinið er sjáanlegt á mynd, þar af leiðandi er hægt að fá meðferð við því eins fljótt og það greinist. Einstaklingur með krabbamein fær lyfjameðferð á spítala og stuðning frá fjölskyldu og vinum, jafnvel söfnunum á Facebook. Það er samfélagslega samþykktur sjúkdómur. Hvað ef það væri hægt að taka mynd af fíknisjúkdómi? Myndu sömu mannréttindi gilda fyrir þann einstakling? Hér í Hafnarfirði er haldið á lofti umræðu um sterkari fjárhagsstöðu í bæjarfélaginu og meiri uppbyggingu, inni í þessari uppbyggingu ætti þá að vera gert ráð fyrir hópum sem tilheyra öllum stéttum samfélagsins. Í sömu umræðu er talað um að Hafnarfjörður sé bær fólksins. Hins vegar er staðreyndin sú að biðin eftir félagslegum úrræðum lengist, ásamt því að samstarf við Laufey, nærþjónusta fíknimeðferðar sem þjónustar fólk sem glímir við bæði alvarlegan fíkni- og geðvanda er ábótavant. Reykjavíkurborg er bæði með VoR Teymi og Housing First, ásamt því að vera með öruggt skjól fyrir konur og karla sem eiga engin hús að vernda - Konukot og Gistiskýlin. Hvar er gert ráð fyrir þessum úrræðum hjá Hafnarfjarðarbæ? Í lokaverkefni sem skrifað var af tveim nemendum við Háskóla Íslands um Neyslurými, af hverju og hvernig? kemur fram að mannréttindi eru ekki forréttindi og einstaklingar sem nota vímuefni hafa hvorki fyrirgert mannréttindum sínum né þeim rétti að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Það eru ekki forréttindi að vera til, fá húsnæði og mat, það eru mannréttindi. Fólk með fíknisjúkdóm virðist þurfa að berjast fyrir því að vera til dag frá degi. Einstaklingar með fíknisjúkdóma eru oft með andlegt mein sem þeir deyfa með vímugjöfum. Ætlum við sem samfélag að neita þeim um lágmarks sjúkraþjónustu, húsaskjól og hlýju? Myndir þú sem einstaklingur neita krabbameinssjúklingi um sömu þjónustu og útskúfa hann algjörlega úr venjulegu samfélagi líkt og ef um einstakling með fíknisjúkdóm væri að ræða? Þegar litið er yfir kosningaloforð flokka í Hafnarfjarðarbæ, þá er sorglegt að sjá að málefni jaðarsetts fólks eru ekki ofarlega á baugi. Einstaklingurinn skiptir okkur Vinstri Græn máli. Við viljum ganga lengra í félags- og velferðarmálum og sýna fram á það að þó svo andleg veikindi hrjái einstakling að þá getum við sem samfélag hjálpað honum að standa aftur upp. Bryndís Rós Morrison er í stjórn SÁÁ og skipar 5.sæti á lista VG Hafnarfirði og Björk Davíðsdóttir er fangavörður og skipar 12.sæti á lista VG í Hafnarfirði.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun