Að efla aldursvænt samfélag Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir skrifar 3. maí 2022 20:01 Hvernig er viðhorf þitt gagnvart öldruðum? Hefur þú leitt hugann að því? Hefur þú tekið eftir aldursfordómum í þínu nærumhverfi? Ertu að hugsa um að hætta við að lesa þessa grein af því þú ert ekki aldraður? Hér á landi er sá hópur einstaklinga sem hefur náð 67 ára aldri og hærra skilgreindur sem aldraðir, hópur fólks sem stækkar og stækkar samkvæmt núverandi þróun. Mannfjöldaspár sýna að breytt aldurssamsetning er meðal þjóða, þar sem lífslíkur fólks eru að aukast og dregist hefur úr fæðingartíðni. Öldruðum mun fjölga verulega í vestrænum samfélögum. Með þessum breytingum fylgja áskoranir sem þarf að bregðast við til að efla aldursvænt samfélag. Aldraðir endurspegla fjölbreyttan hóp, sem hefur ólíkar skoðanir og bakgrunn, fjölbreytt áhugamál og víðtæka reynslu. En þessi hópur mætir stundum aldursfordómum í nútímasamfélagi. Hætt er við neikvæðum staðalímyndum og mismunun á grundvelli aldurs. Það er brýn þörf að bregðast við og vinna að aldursvænu samfélagi með breyttu viðhorfi. Eldri fullorðnir einstaklingar búa yfir dýrmætri þekkingu og reynslu. Hegðun okkar og viðhorf ætti alltaf að endurspegla tækifærin og þau jákvæðu áhrif af því að fólk hafi sjálfstæði, vilja og getu til að taka virkan þátt í samfélaginu. Samstaða ætti að ríkja um það að fólk geti átt gefandi líf alla ævi. Hver og einn getur litið í eigin barm og hugleitt hvort hann leyfi aldursfordómum að viðgangast í sínu nærumhverfi. En ríkari ábyrgð liggur í forystu og stjórnun hjá leiðtogum samfélagsins. Horfa þarf til styrkleika, mikilvægi framlags og þátttöku eldra fólks sem ávinning fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Höfundur er nemi í öldrunarþjónustu, viðbótardiplómu á meistarastigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Félagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Hvernig er viðhorf þitt gagnvart öldruðum? Hefur þú leitt hugann að því? Hefur þú tekið eftir aldursfordómum í þínu nærumhverfi? Ertu að hugsa um að hætta við að lesa þessa grein af því þú ert ekki aldraður? Hér á landi er sá hópur einstaklinga sem hefur náð 67 ára aldri og hærra skilgreindur sem aldraðir, hópur fólks sem stækkar og stækkar samkvæmt núverandi þróun. Mannfjöldaspár sýna að breytt aldurssamsetning er meðal þjóða, þar sem lífslíkur fólks eru að aukast og dregist hefur úr fæðingartíðni. Öldruðum mun fjölga verulega í vestrænum samfélögum. Með þessum breytingum fylgja áskoranir sem þarf að bregðast við til að efla aldursvænt samfélag. Aldraðir endurspegla fjölbreyttan hóp, sem hefur ólíkar skoðanir og bakgrunn, fjölbreytt áhugamál og víðtæka reynslu. En þessi hópur mætir stundum aldursfordómum í nútímasamfélagi. Hætt er við neikvæðum staðalímyndum og mismunun á grundvelli aldurs. Það er brýn þörf að bregðast við og vinna að aldursvænu samfélagi með breyttu viðhorfi. Eldri fullorðnir einstaklingar búa yfir dýrmætri þekkingu og reynslu. Hegðun okkar og viðhorf ætti alltaf að endurspegla tækifærin og þau jákvæðu áhrif af því að fólk hafi sjálfstæði, vilja og getu til að taka virkan þátt í samfélaginu. Samstaða ætti að ríkja um það að fólk geti átt gefandi líf alla ævi. Hver og einn getur litið í eigin barm og hugleitt hvort hann leyfi aldursfordómum að viðgangast í sínu nærumhverfi. En ríkari ábyrgð liggur í forystu og stjórnun hjá leiðtogum samfélagsins. Horfa þarf til styrkleika, mikilvægi framlags og þátttöku eldra fólks sem ávinning fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Höfundur er nemi í öldrunarþjónustu, viðbótardiplómu á meistarastigi.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar