Formúla 1

Segir stutt í að Russell fari í taugarnar á Hamilton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þremur sætum munar á samherjunum George Russell og Lewis Hamilton í keppni bílasmiða.
Þremur sætum munar á samherjunum George Russell og Lewis Hamilton í keppni bílasmiða. getty/Mark Thompso

Ef fram heldur sem horfir styttist í að George Russell fari í taugarnar á Lewis Hamilton, samherja sínum hjá Mercedes. Þetta segir Gerhard Berger sem varð tvívegis heimsmeistari bílasmiða með McLaren.

Mercedes hefur ekki byrjað tímabil í Formúlu 1 jafn illa í níu ár. Hamilton hefur átt sérstaklega erfitt uppdráttar og er í 7. sæti í keppni ökumanna. Russell, sem er á sínu fyrsta tímabili hjá Mercedes, er í 4. sætinu, nítján stigum á undan Hamilton.

Berger telur að ef Russell verði áfram fetinu framar en Hamilton gæti það farið í taugarnar á heimsmeistaranum sjöfalda.

„Hann fer fljótlega að pirra Lewis. Hann var einn af þeim bestu á Imola, eins og Max Verstappen og Lando Norris,“ sagði Berger en Russell lenti í 4. sæti í ítalska kappakstrinum en Haimilton í því þrettánda.

Mercedes er í 3. sæti í keppni bílasmiða á eftir Ferrari og Red Bull. Mercedes varð heimsmeistari bílasmiða átta ár í röð (2014-21).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×