Týndi formaðurinn og 2F Guðni Þór Elísson og Þorsteinn Ingi Hjálmarsson skrifa 1. maí 2022 21:30 Hvenær hættir stéttarfélag að hugsa um hag allra sinna félagsmanna og stundar að mismuna félagsmönnum? Í VM í dag eru ólíkir hópar starfsstétta í einu og sama stéttarfélagi en VM er því miður slæmt dæmi um þannig stéttarfélag. Þar er okkur vélstjórum á sjó mismunað t.d. gagnvart kjörgengi og kjarasamningum. Týndi formaðurinn og kjarasvið félagsins virðast ekki geta klárað kjarasamning fyrir þennan hóp félagsmanna sinna og til að snúa sig út úr klúðrinu er félagið sameinað öðru félagi sem heitir 2F, og kjarasviðið hjá VM flutt í það! Það er búið að flytja aðra lykilstarfsemi stéttafélagsins VM einnig í þetta leynifélag 2F. En umhugsunarefni mitt er að þetta var gert allt án samþykkis félagsmanna. Bæði formaður og stjórn félagsins voru að leynimakka þetta í nokkra mánuði, ekkert mátti fréttast, félagsmenn voru ekki upplýstir um neitt fyrr en eftir að sameiningin hafði farið fram. Þetta er jafnframt brot á lögum stéttarfélagsins VM en það er einhvern veginn þannig að týnda formanninum finnst það í lagi að fara ekki að lögum þess félags sem hann er í forsvari fyrir. Þetta er því miður ekki það eina sem er að, heldur óeðlilegar fjármunafærslur án heimilda eftir samþykktum frá aðalfundi sem var 70 milljónir eru orðnar umtalsvert hærri. Talan er nálægt 400 milljónum en sundurliðunin liggur fyrir á skjali frá endurskoðanda frá aðalfundi 2022. Þetta er eingöngu vegna færslu á skrifstofu félagsins. Ég sem félagsmaður í VM tel þetta einræðistilburði hjá týnda formanninum og stjórninni sem studdi hann, öll þau lög sem hann braut voru mörg með þessum fjármunatilfærslum. Þessi algjöra hundsun og vanvirðing á lögum félagsins hæfir ekki formanni stéttarfélags og er í raun lögreglumál. Ég tala um týnda formanninn en þannig upplifum við stór hluti félagsmanna stöðuna í dag, en þá aðallega við vélstjórar á sjó, að stéttarfélagið VM sé klofið. Það er engin virðing fyrir lögum félagsins um meðferð fjármuna, ákvarðanir eru teknar ólýðræðislega og hinn almenni félagsmaður ekki upplýstur. Það eru búnar til ofurlaunastöður, framkvæmdastjóri og forstöðumaður ráðin í leynifélagið 2F sem á að sjá um lykilstarfsemi eins og kjaramál VM? Til hvers veit ég ekki en það er auðvelt að sjá að þetta hefur aukin kostnað við rekstur stéttarfélagsins VM. En eitt það kjánalegasta við þessa sameiningu er að það er farið í þessa vegferð án þess að fjárskuldbindingaáætlun eða rekstraráætlun liggi fyrir, þetta er í raun samningur og uppáskrift á óútfylltan tékka. Týndi formaðurinn passar sig á því að segja sem minnst, það gæti verið að hann segði óvart of mikið. Ég get imprað á öðru sem reynt er að fara leynt með líka en það er ofurlaunastefna á launakjörum formanns VM. Sú tala er í dag opinber og var birt á síðasta aðalfundi í skýrslu endurskoðanda félagsins, en það má segja það að launakjör formanns í dag séu allt of há miðað við vinnuframlag þar sem stór hluti af hans vinnuframlagi er nú í höndum starfsmanna 2F. Launakjörin eru einnig of há í samanburði við laun annara formanna stéttarfélaga á Íslandi. Sannleikurinn er oft sárastur. Höfundar eru félagsmenn í VM og eru vélstjórar á sjó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Hvenær hættir stéttarfélag að hugsa um hag allra sinna félagsmanna og stundar að mismuna félagsmönnum? Í VM í dag eru ólíkir hópar starfsstétta í einu og sama stéttarfélagi en VM er því miður slæmt dæmi um þannig stéttarfélag. Þar er okkur vélstjórum á sjó mismunað t.d. gagnvart kjörgengi og kjarasamningum. Týndi formaðurinn og kjarasvið félagsins virðast ekki geta klárað kjarasamning fyrir þennan hóp félagsmanna sinna og til að snúa sig út úr klúðrinu er félagið sameinað öðru félagi sem heitir 2F, og kjarasviðið hjá VM flutt í það! Það er búið að flytja aðra lykilstarfsemi stéttafélagsins VM einnig í þetta leynifélag 2F. En umhugsunarefni mitt er að þetta var gert allt án samþykkis félagsmanna. Bæði formaður og stjórn félagsins voru að leynimakka þetta í nokkra mánuði, ekkert mátti fréttast, félagsmenn voru ekki upplýstir um neitt fyrr en eftir að sameiningin hafði farið fram. Þetta er jafnframt brot á lögum stéttarfélagsins VM en það er einhvern veginn þannig að týnda formanninum finnst það í lagi að fara ekki að lögum þess félags sem hann er í forsvari fyrir. Þetta er því miður ekki það eina sem er að, heldur óeðlilegar fjármunafærslur án heimilda eftir samþykktum frá aðalfundi sem var 70 milljónir eru orðnar umtalsvert hærri. Talan er nálægt 400 milljónum en sundurliðunin liggur fyrir á skjali frá endurskoðanda frá aðalfundi 2022. Þetta er eingöngu vegna færslu á skrifstofu félagsins. Ég sem félagsmaður í VM tel þetta einræðistilburði hjá týnda formanninum og stjórninni sem studdi hann, öll þau lög sem hann braut voru mörg með þessum fjármunatilfærslum. Þessi algjöra hundsun og vanvirðing á lögum félagsins hæfir ekki formanni stéttarfélags og er í raun lögreglumál. Ég tala um týnda formanninn en þannig upplifum við stór hluti félagsmanna stöðuna í dag, en þá aðallega við vélstjórar á sjó, að stéttarfélagið VM sé klofið. Það er engin virðing fyrir lögum félagsins um meðferð fjármuna, ákvarðanir eru teknar ólýðræðislega og hinn almenni félagsmaður ekki upplýstur. Það eru búnar til ofurlaunastöður, framkvæmdastjóri og forstöðumaður ráðin í leynifélagið 2F sem á að sjá um lykilstarfsemi eins og kjaramál VM? Til hvers veit ég ekki en það er auðvelt að sjá að þetta hefur aukin kostnað við rekstur stéttarfélagsins VM. En eitt það kjánalegasta við þessa sameiningu er að það er farið í þessa vegferð án þess að fjárskuldbindingaáætlun eða rekstraráætlun liggi fyrir, þetta er í raun samningur og uppáskrift á óútfylltan tékka. Týndi formaðurinn passar sig á því að segja sem minnst, það gæti verið að hann segði óvart of mikið. Ég get imprað á öðru sem reynt er að fara leynt með líka en það er ofurlaunastefna á launakjörum formanns VM. Sú tala er í dag opinber og var birt á síðasta aðalfundi í skýrslu endurskoðanda félagsins, en það má segja það að launakjör formanns í dag séu allt of há miðað við vinnuframlag þar sem stór hluti af hans vinnuframlagi er nú í höndum starfsmanna 2F. Launakjörin eru einnig of há í samanburði við laun annara formanna stéttarfélaga á Íslandi. Sannleikurinn er oft sárastur. Höfundar eru félagsmenn í VM og eru vélstjórar á sjó.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar