Skipulagsmál á Akureyri okkar allra Þórhallur Jónsson skrifar 30. apríl 2022 18:30 Nýtt skipulag fyrir 1000 íbúðir í vistvænu Móahverfi sem hýst getur allt að 2500 íbúa er tilbúið og getur uppbygging hafist strax á næsta ári. Það er vinna sem skipulagsráð Akureyrarbæjar, þar sem formennskan hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins, ásamt skipulagsfulltrúa og Landslagi réðst í á síðasta ári og er ég verulega stoltur af útkomunni. Ein af forsendum þess að hægt sé að hefja uppbyggingu Móahverfis er framlenging Borgarbrautar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk samþykkta í fjárhagsáætlun þessa árs til að hraða ferlinu svo hægt verði að hefja uppbyggingu þar árið 2023. Þá eru nýhafnar framkvæmdir við glæsilegt Holtahverfi þar sem verða um 300 íbúðir fyrir allt að 700 íbúa. Þar af eru að minnsta kosti 60 íbúðir á vegum Búfesti ætlaðar eldri borgurum á glæsilegum útsýnisstað í nálægð við núverandi innviði. Nýtt miðbæjarskipulag sem samþykkt var á kjörtímabilinu hefur gert það að verkum að hafin er uppbygging í miðbænum eftir tæpan áratug af aðgerðarleysi. Verið er að endurbyggja Skipagötu 12 og nú í maí mun hefjast bygging á nýju og glæsilegu verslunar- og íbúðarhúsnæði við Hofsbót 2 þar sem Nætursalan stendur nú. Undirbúningur framkvæmda við uppbyggingu á BSO reitnum er komin í gang og gert ráð fyrir að sú vinna geti hafist 2023. Uppbygging við Austurbrú gengur vel og þar ættu að verða um 70 íbúðir tilbúnar fyrir árslok 2024 ásamt 3-4 verslunarplássum auk gistiheimilis, allt í skemmtilegum kjarna. Þá er vinna vegna deiliskipulags við Tónatröð í ferli auk þess sem vinna við deiliskipulag á tjaldsvæðisreitnum við Þingvallastræti er að hefjast. Þar er mjög fínn þéttingarreitur og viðbúið að margir séu spenntir fyrir þeirri uppbyggingu enda stutt þaðan í alla þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að farið verði í hugmyndasamkeppni um það hvernig við nýtum best landsvæðið þar sem Akureyrarvöllur stendur nú og stefnum við að því að auglýsa það í haust með það að markmiði að uppbygging geti hafist 2024-2025. Á nýju kjörtímabili þarf að taka upp aðalskipulag Akureyrarbæjar og koma af stað uppbyggingu á Oddeyri ásamt því að skipuleggja framtíðar uppbyggingarsvæði í bænum þar sem íbúum Akureyrar fjölgar hratt. Auka þarf fjármagn til skipulagsmála næstu tvö til þrjú árin með það að markmiði að vinna okkur í haginn. Við þurfum að eiga tilbúið skipulag fyrir uppbyggingasvæði fram í tímann til að fyrirbyggja að við lendum aftur í lóðaskorti þegar eftirspurn vex og þenslan á markaðnum er mikil. Við sjálfstæðismenn erum tilbúin í þá vinnu með skýra sýn á framtíðaruppbyggingu fyrir Akureyri okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og skipar 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt skipulag fyrir 1000 íbúðir í vistvænu Móahverfi sem hýst getur allt að 2500 íbúa er tilbúið og getur uppbygging hafist strax á næsta ári. Það er vinna sem skipulagsráð Akureyrarbæjar, þar sem formennskan hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins, ásamt skipulagsfulltrúa og Landslagi réðst í á síðasta ári og er ég verulega stoltur af útkomunni. Ein af forsendum þess að hægt sé að hefja uppbyggingu Móahverfis er framlenging Borgarbrautar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk samþykkta í fjárhagsáætlun þessa árs til að hraða ferlinu svo hægt verði að hefja uppbyggingu þar árið 2023. Þá eru nýhafnar framkvæmdir við glæsilegt Holtahverfi þar sem verða um 300 íbúðir fyrir allt að 700 íbúa. Þar af eru að minnsta kosti 60 íbúðir á vegum Búfesti ætlaðar eldri borgurum á glæsilegum útsýnisstað í nálægð við núverandi innviði. Nýtt miðbæjarskipulag sem samþykkt var á kjörtímabilinu hefur gert það að verkum að hafin er uppbygging í miðbænum eftir tæpan áratug af aðgerðarleysi. Verið er að endurbyggja Skipagötu 12 og nú í maí mun hefjast bygging á nýju og glæsilegu verslunar- og íbúðarhúsnæði við Hofsbót 2 þar sem Nætursalan stendur nú. Undirbúningur framkvæmda við uppbyggingu á BSO reitnum er komin í gang og gert ráð fyrir að sú vinna geti hafist 2023. Uppbygging við Austurbrú gengur vel og þar ættu að verða um 70 íbúðir tilbúnar fyrir árslok 2024 ásamt 3-4 verslunarplássum auk gistiheimilis, allt í skemmtilegum kjarna. Þá er vinna vegna deiliskipulags við Tónatröð í ferli auk þess sem vinna við deiliskipulag á tjaldsvæðisreitnum við Þingvallastræti er að hefjast. Þar er mjög fínn þéttingarreitur og viðbúið að margir séu spenntir fyrir þeirri uppbyggingu enda stutt þaðan í alla þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að farið verði í hugmyndasamkeppni um það hvernig við nýtum best landsvæðið þar sem Akureyrarvöllur stendur nú og stefnum við að því að auglýsa það í haust með það að markmiði að uppbygging geti hafist 2024-2025. Á nýju kjörtímabili þarf að taka upp aðalskipulag Akureyrarbæjar og koma af stað uppbyggingu á Oddeyri ásamt því að skipuleggja framtíðar uppbyggingarsvæði í bænum þar sem íbúum Akureyrar fjölgar hratt. Auka þarf fjármagn til skipulagsmála næstu tvö til þrjú árin með það að markmiði að vinna okkur í haginn. Við þurfum að eiga tilbúið skipulag fyrir uppbyggingasvæði fram í tímann til að fyrirbyggja að við lendum aftur í lóðaskorti þegar eftirspurn vex og þenslan á markaðnum er mikil. Við sjálfstæðismenn erum tilbúin í þá vinnu með skýra sýn á framtíðaruppbyggingu fyrir Akureyri okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og skipar 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar