Skipulagsmál á Akureyri okkar allra Þórhallur Jónsson skrifar 30. apríl 2022 18:30 Nýtt skipulag fyrir 1000 íbúðir í vistvænu Móahverfi sem hýst getur allt að 2500 íbúa er tilbúið og getur uppbygging hafist strax á næsta ári. Það er vinna sem skipulagsráð Akureyrarbæjar, þar sem formennskan hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins, ásamt skipulagsfulltrúa og Landslagi réðst í á síðasta ári og er ég verulega stoltur af útkomunni. Ein af forsendum þess að hægt sé að hefja uppbyggingu Móahverfis er framlenging Borgarbrautar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk samþykkta í fjárhagsáætlun þessa árs til að hraða ferlinu svo hægt verði að hefja uppbyggingu þar árið 2023. Þá eru nýhafnar framkvæmdir við glæsilegt Holtahverfi þar sem verða um 300 íbúðir fyrir allt að 700 íbúa. Þar af eru að minnsta kosti 60 íbúðir á vegum Búfesti ætlaðar eldri borgurum á glæsilegum útsýnisstað í nálægð við núverandi innviði. Nýtt miðbæjarskipulag sem samþykkt var á kjörtímabilinu hefur gert það að verkum að hafin er uppbygging í miðbænum eftir tæpan áratug af aðgerðarleysi. Verið er að endurbyggja Skipagötu 12 og nú í maí mun hefjast bygging á nýju og glæsilegu verslunar- og íbúðarhúsnæði við Hofsbót 2 þar sem Nætursalan stendur nú. Undirbúningur framkvæmda við uppbyggingu á BSO reitnum er komin í gang og gert ráð fyrir að sú vinna geti hafist 2023. Uppbygging við Austurbrú gengur vel og þar ættu að verða um 70 íbúðir tilbúnar fyrir árslok 2024 ásamt 3-4 verslunarplássum auk gistiheimilis, allt í skemmtilegum kjarna. Þá er vinna vegna deiliskipulags við Tónatröð í ferli auk þess sem vinna við deiliskipulag á tjaldsvæðisreitnum við Þingvallastræti er að hefjast. Þar er mjög fínn þéttingarreitur og viðbúið að margir séu spenntir fyrir þeirri uppbyggingu enda stutt þaðan í alla þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að farið verði í hugmyndasamkeppni um það hvernig við nýtum best landsvæðið þar sem Akureyrarvöllur stendur nú og stefnum við að því að auglýsa það í haust með það að markmiði að uppbygging geti hafist 2024-2025. Á nýju kjörtímabili þarf að taka upp aðalskipulag Akureyrarbæjar og koma af stað uppbyggingu á Oddeyri ásamt því að skipuleggja framtíðar uppbyggingarsvæði í bænum þar sem íbúum Akureyrar fjölgar hratt. Auka þarf fjármagn til skipulagsmála næstu tvö til þrjú árin með það að markmiði að vinna okkur í haginn. Við þurfum að eiga tilbúið skipulag fyrir uppbyggingasvæði fram í tímann til að fyrirbyggja að við lendum aftur í lóðaskorti þegar eftirspurn vex og þenslan á markaðnum er mikil. Við sjálfstæðismenn erum tilbúin í þá vinnu með skýra sýn á framtíðaruppbyggingu fyrir Akureyri okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og skipar 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt skipulag fyrir 1000 íbúðir í vistvænu Móahverfi sem hýst getur allt að 2500 íbúa er tilbúið og getur uppbygging hafist strax á næsta ári. Það er vinna sem skipulagsráð Akureyrarbæjar, þar sem formennskan hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins, ásamt skipulagsfulltrúa og Landslagi réðst í á síðasta ári og er ég verulega stoltur af útkomunni. Ein af forsendum þess að hægt sé að hefja uppbyggingu Móahverfis er framlenging Borgarbrautar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk samþykkta í fjárhagsáætlun þessa árs til að hraða ferlinu svo hægt verði að hefja uppbyggingu þar árið 2023. Þá eru nýhafnar framkvæmdir við glæsilegt Holtahverfi þar sem verða um 300 íbúðir fyrir allt að 700 íbúa. Þar af eru að minnsta kosti 60 íbúðir á vegum Búfesti ætlaðar eldri borgurum á glæsilegum útsýnisstað í nálægð við núverandi innviði. Nýtt miðbæjarskipulag sem samþykkt var á kjörtímabilinu hefur gert það að verkum að hafin er uppbygging í miðbænum eftir tæpan áratug af aðgerðarleysi. Verið er að endurbyggja Skipagötu 12 og nú í maí mun hefjast bygging á nýju og glæsilegu verslunar- og íbúðarhúsnæði við Hofsbót 2 þar sem Nætursalan stendur nú. Undirbúningur framkvæmda við uppbyggingu á BSO reitnum er komin í gang og gert ráð fyrir að sú vinna geti hafist 2023. Uppbygging við Austurbrú gengur vel og þar ættu að verða um 70 íbúðir tilbúnar fyrir árslok 2024 ásamt 3-4 verslunarplássum auk gistiheimilis, allt í skemmtilegum kjarna. Þá er vinna vegna deiliskipulags við Tónatröð í ferli auk þess sem vinna við deiliskipulag á tjaldsvæðisreitnum við Þingvallastræti er að hefjast. Þar er mjög fínn þéttingarreitur og viðbúið að margir séu spenntir fyrir þeirri uppbyggingu enda stutt þaðan í alla þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að farið verði í hugmyndasamkeppni um það hvernig við nýtum best landsvæðið þar sem Akureyrarvöllur stendur nú og stefnum við að því að auglýsa það í haust með það að markmiði að uppbygging geti hafist 2024-2025. Á nýju kjörtímabili þarf að taka upp aðalskipulag Akureyrarbæjar og koma af stað uppbyggingu á Oddeyri ásamt því að skipuleggja framtíðar uppbyggingarsvæði í bænum þar sem íbúum Akureyrar fjölgar hratt. Auka þarf fjármagn til skipulagsmála næstu tvö til þrjú árin með það að markmiði að vinna okkur í haginn. Við þurfum að eiga tilbúið skipulag fyrir uppbyggingasvæði fram í tímann til að fyrirbyggja að við lendum aftur í lóðaskorti þegar eftirspurn vex og þenslan á markaðnum er mikil. Við sjálfstæðismenn erum tilbúin í þá vinnu með skýra sýn á framtíðaruppbyggingu fyrir Akureyri okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og skipar 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun