Handbolti

HK og ÍR með yfirhöndina í umspili um sæti í Olís-deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
HK vann öruggan sigur gegn Gróttu í kvöld.
HK vann öruggan sigur gegn Gróttu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

HK og ÍR eru núeinum sigri frá því að koma sér í úrslitaleik um laust sæti í Olís-deild kvenna í handbolta eftir sigra í leikjum kvöldsins.

HK lék í Olís-deildinni á nýliðnu tímabili, en liðið hafnaði í næstneðsta sæti og þarf því að berjast við liðin sem lentu í 2.-4. sæti Grill66-deildarinnar.

HK-ingar heimsóttu Gróttu og leiddu með fjórum mörkum þegar gengið var til búningsherbergja eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Gestirnrí í HK skildu Gróttu svo eftir í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan tíu marka sigur, 31-21.

Í hinum leik kvöldsins var boðið upp á meiri spennu þar sem ÍR tók á móti FH. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum þegar flautað var til hálfleiks, en heimakonur í ÍR reyndust sterkari í síðari hálfleik og lönduðu að lokum eins marks sigri, 28-27.

Næstu leikir fara fram á sunnudaginn, en vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér farseðilinn í úrslitaviðureignina. ÍR og HK geta því klárað rimmurnar á verkalýðsdaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×