Baráttudagur verkalýðsins í skugga verðbólgu og dýrtíðar Drífa Snædal skrifar 29. apríl 2022 16:00 Dýrtíð er skollin á um alla Evrópu og við förum ekki varhluta af því. Verðbólgan mælist nú 7,2% og höfum við ekki séð slíkar tölur um árabil. Að stærstum hluta er verðbólgan innflutt, vegna Covid-kreppunnar og stríðsins í Úkraínu, sem hefur haft þau áhrif að verðlagið hefur hækkað, ekki síst á mat og eldsneyti. Í löndum þar sem kynnt er með olíu eða gasi hafa húshitunarreikningar hækkað verulega með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Stjórnvöld sumra ríkja hafa brugðið á það ráð að greiða niður orku til að koma í veg fyrir heilsufarsvandamál og ótímabær dauðsföll.. Sem betur fer búum við í lokuðu orkukerfi með lágan orkukostnað en það er sama sagan hér og alls staðar annars staðar: Verðhækkanir á á grunnnauðsynjum koma verst niður á þeim sem síst skyldi því heimili sem hafa lítið umleikis greiða stærri hluta tekna í nauðsynjar. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur tæpt á þeim möguleika að fella niður eða lækka virðisaukaskatt á matvæli á meðan á dýrtíðinni stendur. Loksins sést lífsmark með ríkisstjórn Íslands en við í verkalýðshreyfingunni höfum kallað eftir neyðaraðgerðum fyrir heimilin um nokkurt skeið þegar var ljóst í hvað stefndi. Ég brýni stjórnvöld til verka til að minnka áhrif dýrtíðar á heimilin og þá sérstaklega á lægri tekjuhópa. Þótt hluti verðbólgunnar sé innfluttur þá er nokkur hluti hennar heimatilbúinn. Húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi og þar hefur skort samhæfingu Seðlabankans og stjórnvalda. Vaxtalækkanir hafa ekki haldist í hendur við aukið framboð á húsnæði og almennilega langtímastefnumótun í húsnæðismálum. Seðlabankinn nýtti ekki sín varúðartæki til að draga úr spennu á húsnæðismarkaði og þrátt fyrir að auðvelt sé að spá fyrir um aukna þörf á húsnæði hafa stjórnvöld dregið lappirnar. Nú sjáum við fram á aukna þörf á húsnæði hér á landi, bæði vegna flóttafólks frá Úkraínu og þess að fleiri innflytjendur munu leggja hönd á plóg í atvinnulífinu. Okkur vantar húsnæði á viðráðanlegum kjörum, svo einfalt er það. Því eiga húsnæðismál að vera þungamiðjan í sveitastjórnarkosningunum sem fram fara í næsta mánuði. Það er stærsta lífskjaramálið og sveitarfélögin eru lykilaðili til lausnar. Á sunnudaginn er 1. maí – baráttudagur verkalýðsins, þar sem við komum í fyrsta sinn saman síðan árið 2019 og brýnum okkur áfram til góðra verka. Sjaldan hefur verið mikilvægara að efla samstöðuna. Verkalýðshreyfingin á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við á Íslandi og sú barátta verður að halda áfram. Nú þarf að sýna að í verkalýðshreyfingunni er fólk tilbúið til verka. Sjáumst í baráttunni um allt land! https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/hatidarhold-a-1-mai-2022/ Góða helgi, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Efnahagsmál Verkalýðsdagurinn Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Dýrtíð er skollin á um alla Evrópu og við förum ekki varhluta af því. Verðbólgan mælist nú 7,2% og höfum við ekki séð slíkar tölur um árabil. Að stærstum hluta er verðbólgan innflutt, vegna Covid-kreppunnar og stríðsins í Úkraínu, sem hefur haft þau áhrif að verðlagið hefur hækkað, ekki síst á mat og eldsneyti. Í löndum þar sem kynnt er með olíu eða gasi hafa húshitunarreikningar hækkað verulega með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Stjórnvöld sumra ríkja hafa brugðið á það ráð að greiða niður orku til að koma í veg fyrir heilsufarsvandamál og ótímabær dauðsföll.. Sem betur fer búum við í lokuðu orkukerfi með lágan orkukostnað en það er sama sagan hér og alls staðar annars staðar: Verðhækkanir á á grunnnauðsynjum koma verst niður á þeim sem síst skyldi því heimili sem hafa lítið umleikis greiða stærri hluta tekna í nauðsynjar. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur tæpt á þeim möguleika að fella niður eða lækka virðisaukaskatt á matvæli á meðan á dýrtíðinni stendur. Loksins sést lífsmark með ríkisstjórn Íslands en við í verkalýðshreyfingunni höfum kallað eftir neyðaraðgerðum fyrir heimilin um nokkurt skeið þegar var ljóst í hvað stefndi. Ég brýni stjórnvöld til verka til að minnka áhrif dýrtíðar á heimilin og þá sérstaklega á lægri tekjuhópa. Þótt hluti verðbólgunnar sé innfluttur þá er nokkur hluti hennar heimatilbúinn. Húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi og þar hefur skort samhæfingu Seðlabankans og stjórnvalda. Vaxtalækkanir hafa ekki haldist í hendur við aukið framboð á húsnæði og almennilega langtímastefnumótun í húsnæðismálum. Seðlabankinn nýtti ekki sín varúðartæki til að draga úr spennu á húsnæðismarkaði og þrátt fyrir að auðvelt sé að spá fyrir um aukna þörf á húsnæði hafa stjórnvöld dregið lappirnar. Nú sjáum við fram á aukna þörf á húsnæði hér á landi, bæði vegna flóttafólks frá Úkraínu og þess að fleiri innflytjendur munu leggja hönd á plóg í atvinnulífinu. Okkur vantar húsnæði á viðráðanlegum kjörum, svo einfalt er það. Því eiga húsnæðismál að vera þungamiðjan í sveitastjórnarkosningunum sem fram fara í næsta mánuði. Það er stærsta lífskjaramálið og sveitarfélögin eru lykilaðili til lausnar. Á sunnudaginn er 1. maí – baráttudagur verkalýðsins, þar sem við komum í fyrsta sinn saman síðan árið 2019 og brýnum okkur áfram til góðra verka. Sjaldan hefur verið mikilvægara að efla samstöðuna. Verkalýðshreyfingin á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við á Íslandi og sú barátta verður að halda áfram. Nú þarf að sýna að í verkalýðshreyfingunni er fólk tilbúið til verka. Sjáumst í baráttunni um allt land! https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/hatidarhold-a-1-mai-2022/ Góða helgi, Drífa
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun