Rasismi á Íslandi Magnús Davíð Norðdahl skrifar 29. apríl 2022 11:15 Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin. Í þessu felst ekki ásökun eða upphrópun heldur er um að ræða fyrsta skrefið í að takast á við vandann, það er að viðurkenna skilyrðislaust að til staðar sé vandamál. Án slíkrar viðurkenningar er ekki von á því að okkur takist að bæta samfélagið hvað þetta varðar. Áhugavert er að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri boðaði rannsókn á kynþáttafordómum innan lögreglunnar í viðtali við RÚV þann 12. júní 2020. Þar sagði hún orðrétt: „Við getum ekki bara sagt þið eigið að treysta okkur og það er allt í lagi hjá okkur. Við þurfum að byrja að fá rannsóknir sem sýna hvernig þetta er hjá okkur í raun og veru.“ Spurning er hvort þessari rannsókn sé lokið og hverjar niðurstöðurnar hafi verið. Atvik síðustu daga undirstrika mikilvægi þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar án tafar. Ef rannsókninni er enn ólokið þarf að setja það í algjöran forgang að ljúka henni. Í viðtalinu fjallar Sigríður Björk einnig um það vandamál hversu fáir lögregluþjónar eru af erlendu bergi brotnir í ljósi þess að sami hópur telur um fimmtung af íslensku þjóðinni. Spurning er hvort þetta ástand innan lögreglunnar hafi versnað eða batnað á síðustu tveimur árum. Sigríður Björk á heiður skilinn fyrir að hafa fjölgað lögreglukonum á sínum starfstíma og það þarf enginn að efast um það að hún er fullfær um að auka fjölbreytileika þeirra sem sinna lögreglustörfum ekki síst þegar kemur að innflytjendum. Eina sem þarf er einlægur vilji. Í öðru viðtali sem RÚV tók við Hrein Júlíus Ingvarsson lögreglumann þann 11. júní 2020 segir hann orðrétt: „Við finnum það alveg dagsdaglega hjá erlendum aðilum að sumir eru hreinlega skíthræddir við okkur. Við þurfum að gera betur þar.“ Þetta viðtal við Hrein er upplýsandi og ljóst að þar er á ferð góður lögreglumaður sem einlæglega vill brúa bilið milli lögreglu og almennings og ekki síst íbúa af erlendum uppruna. Hann er óhræddur við að viðurkenna að til staðar sé vandamál sem þarf að leysa. Það er óskandi að hann sé enn starfandi sem lögreglumaður. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra og bætt lífsskilyrði fólks af erlendum uppruna. Rasismi er óásættanlegur í öllum sínum myndum og okkur ber skylda til þess að uppræta hann, ekki síst hjá opinberum stofnunum sem verða að njóta trausts í samfélaginu. Höfundur er mannréttindalögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Lögreglan Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin. Í þessu felst ekki ásökun eða upphrópun heldur er um að ræða fyrsta skrefið í að takast á við vandann, það er að viðurkenna skilyrðislaust að til staðar sé vandamál. Án slíkrar viðurkenningar er ekki von á því að okkur takist að bæta samfélagið hvað þetta varðar. Áhugavert er að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri boðaði rannsókn á kynþáttafordómum innan lögreglunnar í viðtali við RÚV þann 12. júní 2020. Þar sagði hún orðrétt: „Við getum ekki bara sagt þið eigið að treysta okkur og það er allt í lagi hjá okkur. Við þurfum að byrja að fá rannsóknir sem sýna hvernig þetta er hjá okkur í raun og veru.“ Spurning er hvort þessari rannsókn sé lokið og hverjar niðurstöðurnar hafi verið. Atvik síðustu daga undirstrika mikilvægi þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar án tafar. Ef rannsókninni er enn ólokið þarf að setja það í algjöran forgang að ljúka henni. Í viðtalinu fjallar Sigríður Björk einnig um það vandamál hversu fáir lögregluþjónar eru af erlendu bergi brotnir í ljósi þess að sami hópur telur um fimmtung af íslensku þjóðinni. Spurning er hvort þetta ástand innan lögreglunnar hafi versnað eða batnað á síðustu tveimur árum. Sigríður Björk á heiður skilinn fyrir að hafa fjölgað lögreglukonum á sínum starfstíma og það þarf enginn að efast um það að hún er fullfær um að auka fjölbreytileika þeirra sem sinna lögreglustörfum ekki síst þegar kemur að innflytjendum. Eina sem þarf er einlægur vilji. Í öðru viðtali sem RÚV tók við Hrein Júlíus Ingvarsson lögreglumann þann 11. júní 2020 segir hann orðrétt: „Við finnum það alveg dagsdaglega hjá erlendum aðilum að sumir eru hreinlega skíthræddir við okkur. Við þurfum að gera betur þar.“ Þetta viðtal við Hrein er upplýsandi og ljóst að þar er á ferð góður lögreglumaður sem einlæglega vill brúa bilið milli lögreglu og almennings og ekki síst íbúa af erlendum uppruna. Hann er óhræddur við að viðurkenna að til staðar sé vandamál sem þarf að leysa. Það er óskandi að hann sé enn starfandi sem lögreglumaður. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra og bætt lífsskilyrði fólks af erlendum uppruna. Rasismi er óásættanlegur í öllum sínum myndum og okkur ber skylda til þess að uppræta hann, ekki síst hjá opinberum stofnunum sem verða að njóta trausts í samfélaginu. Höfundur er mannréttindalögmaður.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun