Borgin er stoðsvið – ekki aðalleikari Róbert Aron Magnússon skrifar 2. maí 2022 10:01 Ég er ekki hefðbundinn stjórnmálamaður, og hafði raunar aldrei hugsað mér að taka þátt í stjórnmálum. Hins vegar er ég alinn upp við að vilji maður ná einhverju fram sé best að vaða í verkið sjálfur. Undanfarna áratugi hef ég verið veitingamaður. Ég hef stofnað og rekið veitingastaði í nokkrum borgum í Evrópu. Í þeim efnum kom veganestið úr uppeldinu sér vel. Vandamálin voru fjölmörg, en sjaldnast óyfirstíganleg. Biluð loftræsting, samskipti við yfirvöld, þrif og viðhald. Eða hreinlega að gæta þess að eiga fyrir launum um mánaðamót. Allt þetta - og meira til - þarf litli atvinnurekandinn að hlaupa í sjálfur. Fyrir nokkrum árum flutti ég heim og hélt uppteknum hætti. Ég komst fljótt að því að ein stærsta hindrunin á vegi veitingamanna – og annarra smærri atvinnurekenda – í Reykjavík, er borgarkerfið sjálft. Kröfur leyfisveitenda eru óskýrar og ófyrirsjáanlegar, þannig að veitingamenn sjálfir þurfa að geta í eyðurnar. Kerfið er sömuleiðis svifaseint – umsóknir taka alltof langan tíma - og ekki er alltaf gætt að því að sambærileg mál fái sömu niðurstöðu. Því má ekki gleyma að tafir og óskilvirkni kosta smærri atvinnurekendur – sem oft á tíðum hafa ekki mikið milli handanna – ómælda fjármuni. Mín skoðun er sú að borgarkerfið eigið að virka eins og framúrskarandi knattspyrnudómari. Það er oft sagt að bestu dómararnir séu þeir sem þú tekur ekki eftir. Hið sama á að gilda um um borgarkerfið, það á að vera þarna til að styðja við atvinnurekendur og liðka fyrir því að frábærar hugmyndir komist til framkvæmda. Borgin á ekki að vera andstæðingur þeirra sem vilja hefja rekstur, og borgaryfirvöld eiga ekki að vera í aðalhlutverki. Þvert á móti gegnir borgin mikilvægu stoðhlutverki. En það þýðir ekki að tuða af hliðarlínunni, heldur þarf að vaða í verkið sjálfur. Þess vegna ákvað ég að hefja þátttöku í pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem styður við smærri atvinnurekendur. Flokkur sem ætlar að lækka álögur, einfalda leyfiskerfið og bæta aðgengi að atvinnulóðum í borginni. Bætt rekstrarumhverfi í Reykjavík er öllum til hagsbóta. Við þurfum enn betri stemmningu í Reykjavík! Höfundur er veitingamaður og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 14. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Veitingastaðir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Ég er ekki hefðbundinn stjórnmálamaður, og hafði raunar aldrei hugsað mér að taka þátt í stjórnmálum. Hins vegar er ég alinn upp við að vilji maður ná einhverju fram sé best að vaða í verkið sjálfur. Undanfarna áratugi hef ég verið veitingamaður. Ég hef stofnað og rekið veitingastaði í nokkrum borgum í Evrópu. Í þeim efnum kom veganestið úr uppeldinu sér vel. Vandamálin voru fjölmörg, en sjaldnast óyfirstíganleg. Biluð loftræsting, samskipti við yfirvöld, þrif og viðhald. Eða hreinlega að gæta þess að eiga fyrir launum um mánaðamót. Allt þetta - og meira til - þarf litli atvinnurekandinn að hlaupa í sjálfur. Fyrir nokkrum árum flutti ég heim og hélt uppteknum hætti. Ég komst fljótt að því að ein stærsta hindrunin á vegi veitingamanna – og annarra smærri atvinnurekenda – í Reykjavík, er borgarkerfið sjálft. Kröfur leyfisveitenda eru óskýrar og ófyrirsjáanlegar, þannig að veitingamenn sjálfir þurfa að geta í eyðurnar. Kerfið er sömuleiðis svifaseint – umsóknir taka alltof langan tíma - og ekki er alltaf gætt að því að sambærileg mál fái sömu niðurstöðu. Því má ekki gleyma að tafir og óskilvirkni kosta smærri atvinnurekendur – sem oft á tíðum hafa ekki mikið milli handanna – ómælda fjármuni. Mín skoðun er sú að borgarkerfið eigið að virka eins og framúrskarandi knattspyrnudómari. Það er oft sagt að bestu dómararnir séu þeir sem þú tekur ekki eftir. Hið sama á að gilda um um borgarkerfið, það á að vera þarna til að styðja við atvinnurekendur og liðka fyrir því að frábærar hugmyndir komist til framkvæmda. Borgin á ekki að vera andstæðingur þeirra sem vilja hefja rekstur, og borgaryfirvöld eiga ekki að vera í aðalhlutverki. Þvert á móti gegnir borgin mikilvægu stoðhlutverki. En það þýðir ekki að tuða af hliðarlínunni, heldur þarf að vaða í verkið sjálfur. Þess vegna ákvað ég að hefja þátttöku í pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem styður við smærri atvinnurekendur. Flokkur sem ætlar að lækka álögur, einfalda leyfiskerfið og bæta aðgengi að atvinnulóðum í borginni. Bætt rekstrarumhverfi í Reykjavík er öllum til hagsbóta. Við þurfum enn betri stemmningu í Reykjavík! Höfundur er veitingamaður og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 14. maí nk.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun