Vill borgarstjóri selja Félagsbústaði? Sandra Hlíf Ocares skrifar 28. apríl 2022 16:30 Borgarstjóri stærði sig að því á dögunum að Reykjavíkurborg hefði skilað 23 milljarða hagnaði á á síðasta ári. Þegar nánar er að gáð er staðan hins vegar allt önnur. Grunnrekstur borgarinnar er rekinn með 4 milljarða króna tapi, og borgarsjóður því ósjálfbær. Með öðrum orðum - innheimtar skatttekjur duga ekki til að reka grunnþjónustuna. Rekstri Reykjavíkurborgar er skipt í tvennt: a) A-hluta - sem er grunnrekstur borgarinnar, þ.e.a.s innheimtar skatttekjur á tekjuhliðinni, og þjónusta til borgarbúa á útgjaldahliðinni, og b) B-hluta – dótturfélög borgarinnar, þar sem Orkuveitan og Félagsbústaðir vega langþyngst. Þessi “hagnaður” sem borgarstjóri vísar til er að langmestu til kominn vegna breytinga á virðismati fasteigna í eigu Félagsbústaða. Virðismatshækkun þessara fasteigna nam tæpum 21 milljarði á síðasta ári. Hækkanir á verðmati eru að miklu leyti háðar mati stjórnenda viðkomandi fyrirtækis. Það er því engin tilviljun að hækkun í nýbirtu uppgjöri – sem birt er á kosningavori – er meiri en sú sem borgarstjóra þótti óhætt að taka inn í reikninginn síðustu fjögur árin á undan samanlagt. Nú skulum við horfa framhjá því að líkur eru til þess að Eftirlisstofnun EFTA taki endanlega fyrir uppgjörsaðferð borgarstjóra á Félagsbústöðum með tugmilljarða tjóni fyrir borgarsjóð. Hvað sem því líður er staðreyndin er þó sú að meintur “hagnaður” borgarstjóra byggist einvörðungu á lofti og fjárhagslegum loftfimleikum. Þetta eru ekki raunverulegir fjármunir sem nýtast til rekstrar. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið félag sem heldur utan um félagslegt húsnæði í eigu borgarinnar. Þessi 21 milljarður verður því aldrei að rekstrarfé fyrir borgarsjóð, og verður sannarlega ekki nýttur í þágu borgarbúa. Ekki nema að Borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði? Höfundur er í 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra Hlíf Ocares Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Borgarstjóri stærði sig að því á dögunum að Reykjavíkurborg hefði skilað 23 milljarða hagnaði á á síðasta ári. Þegar nánar er að gáð er staðan hins vegar allt önnur. Grunnrekstur borgarinnar er rekinn með 4 milljarða króna tapi, og borgarsjóður því ósjálfbær. Með öðrum orðum - innheimtar skatttekjur duga ekki til að reka grunnþjónustuna. Rekstri Reykjavíkurborgar er skipt í tvennt: a) A-hluta - sem er grunnrekstur borgarinnar, þ.e.a.s innheimtar skatttekjur á tekjuhliðinni, og þjónusta til borgarbúa á útgjaldahliðinni, og b) B-hluta – dótturfélög borgarinnar, þar sem Orkuveitan og Félagsbústaðir vega langþyngst. Þessi “hagnaður” sem borgarstjóri vísar til er að langmestu til kominn vegna breytinga á virðismati fasteigna í eigu Félagsbústaða. Virðismatshækkun þessara fasteigna nam tæpum 21 milljarði á síðasta ári. Hækkanir á verðmati eru að miklu leyti háðar mati stjórnenda viðkomandi fyrirtækis. Það er því engin tilviljun að hækkun í nýbirtu uppgjöri – sem birt er á kosningavori – er meiri en sú sem borgarstjóra þótti óhætt að taka inn í reikninginn síðustu fjögur árin á undan samanlagt. Nú skulum við horfa framhjá því að líkur eru til þess að Eftirlisstofnun EFTA taki endanlega fyrir uppgjörsaðferð borgarstjóra á Félagsbústöðum með tugmilljarða tjóni fyrir borgarsjóð. Hvað sem því líður er staðreyndin er þó sú að meintur “hagnaður” borgarstjóra byggist einvörðungu á lofti og fjárhagslegum loftfimleikum. Þetta eru ekki raunverulegir fjármunir sem nýtast til rekstrar. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið félag sem heldur utan um félagslegt húsnæði í eigu borgarinnar. Þessi 21 milljarður verður því aldrei að rekstrarfé fyrir borgarsjóð, og verður sannarlega ekki nýttur í þágu borgarbúa. Ekki nema að Borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði? Höfundur er í 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun