Egilsstaðaflugvöllur – öryggisins vegna Gauti Jóhannesson skrifar 28. apríl 2022 15:30 Efling Egilsstaðaflugvallar er eitt af þeim verkefnum sem víðtæk samstaða er um á Austurlandi og unnið hefur verið að undanfarin ár á vettvangi SSA og Austurbrúar. Egilsstaðaflugvöllur hefur fjölmörg hlutverk. Hann er innanlandsflugvöllur fyrir þá byggð sem fjærst er höfuðborgarsvæðinu með öllu sem í því felst. Hann er millilandaflugvöllur fyrir farþegaflug, hann er 1. varaflugvöllur fyrir Keflavík og uppi eru væntingar í atvinnulífinu á Austurlandi um vöruflutninga um völlinn m.a. með ferskvöru á nýja markaði. Mikil þróun hefur átt sér stað í atvinnulífinu á Austurlandi undanfarin ár með tilkomu nýrra greina s.s. fiskeldis sem og aukinni uppbyggingu ferðaþjónustu. Þá er unnið að hugmyndum að Orkugarði á Austurlandi þar sem m.a. yrði framleitt vetni. Þá eru uppi hugmyndir um nýtingu vindorku bæði á landi og úti fyrir strönd landshlutans. Sú uppbygging kallar á þyrluþjónustu með umfangsmikilli þjónustu í landi. Öll ofangreind atriði undirstrika mikilvægi þess að sem fyrst verði mótuð framtíðarsýn og stefna um málefni vallarins í góðu samstarfi stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnulífs. Með því móti nýtist áhuginn og tækifærin sem í honum felast best til að efla atvinnulífið á Austurlandi, samfélagið og hagkerfið á landinu í heild. Öllum er í fersku minni þau áhrif sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð á sínum tíma.Undanfarnar vikur hefur greinst töluverð jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundið fyrir stærstu skjálftunum. Að áliti eldfjallafræðinga eru töluverðar líkur á eldgosi á Reykjanesi á nýjan leik á næstu mánuðum, nú þegar eldsumbrotum er lokið í Geldingadölum. (Mbl. 19.2.22) Slíku gosi gæti fylgt brennisteinsmengun, hraunflæði og öskufall allt eftir því hvar það væri staðsett en allt eins líklegt er að gosið gæti samtímis á mörgum stöðum. Á Egilsstöðum er veðurfar flugi hagstætt og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%. Í þessu ljósi er rétt að árétta en vanmeta ekki það öryggishlutverk sem flugvöllurinn þar hefur ef og þegar sú staða kemur upp að flugvellir á suðvesturhorninu verða óstarfhæfir til lengri eða skemmri tíma. Sveitarstjórnarfólk á Austurlandi hefur gert sér grein fyrir þessu fyrir löngu og að þeirra frumkvæði, í samvinnu við Austurbrú, hefur ítrekað verið kallað eftir myndun starfshóps um verkefnið. Hann mun hafa það hlutverk að vinna að þarfagreiningu og framtíðarsýn fyrir Egilsstaðaflugvöll með það fyrir augum að fullnýta þá möguleika og öryggishlutverk sem hann hefur upp á að bjóða. Í starfshópnum er gert ráð fyrir að auk fulltrúa sveitarstjórnarstigsins af svæðinu verði fulltrúar frá ráðuneyti innviða, fjármála og ferðamála auk fulltrúa frá ISAVIA, SFS og SAF. Erindi þessa efnis voru send í viðeigandi ráðuneyti 20. mars sl. og beðið er svars.Við höfum í gegnum árin haft tilhneigingu til að bregðast við hratt þegar skaðinn er skeður – að slökkva elda. Hér er tækifæri til að víkja af þeirri vegferð. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaformaður stjórnar Austurbrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Jóhannesson Múlaþing Egilsstaðaflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Efling Egilsstaðaflugvallar er eitt af þeim verkefnum sem víðtæk samstaða er um á Austurlandi og unnið hefur verið að undanfarin ár á vettvangi SSA og Austurbrúar. Egilsstaðaflugvöllur hefur fjölmörg hlutverk. Hann er innanlandsflugvöllur fyrir þá byggð sem fjærst er höfuðborgarsvæðinu með öllu sem í því felst. Hann er millilandaflugvöllur fyrir farþegaflug, hann er 1. varaflugvöllur fyrir Keflavík og uppi eru væntingar í atvinnulífinu á Austurlandi um vöruflutninga um völlinn m.a. með ferskvöru á nýja markaði. Mikil þróun hefur átt sér stað í atvinnulífinu á Austurlandi undanfarin ár með tilkomu nýrra greina s.s. fiskeldis sem og aukinni uppbyggingu ferðaþjónustu. Þá er unnið að hugmyndum að Orkugarði á Austurlandi þar sem m.a. yrði framleitt vetni. Þá eru uppi hugmyndir um nýtingu vindorku bæði á landi og úti fyrir strönd landshlutans. Sú uppbygging kallar á þyrluþjónustu með umfangsmikilli þjónustu í landi. Öll ofangreind atriði undirstrika mikilvægi þess að sem fyrst verði mótuð framtíðarsýn og stefna um málefni vallarins í góðu samstarfi stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnulífs. Með því móti nýtist áhuginn og tækifærin sem í honum felast best til að efla atvinnulífið á Austurlandi, samfélagið og hagkerfið á landinu í heild. Öllum er í fersku minni þau áhrif sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð á sínum tíma.Undanfarnar vikur hefur greinst töluverð jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundið fyrir stærstu skjálftunum. Að áliti eldfjallafræðinga eru töluverðar líkur á eldgosi á Reykjanesi á nýjan leik á næstu mánuðum, nú þegar eldsumbrotum er lokið í Geldingadölum. (Mbl. 19.2.22) Slíku gosi gæti fylgt brennisteinsmengun, hraunflæði og öskufall allt eftir því hvar það væri staðsett en allt eins líklegt er að gosið gæti samtímis á mörgum stöðum. Á Egilsstöðum er veðurfar flugi hagstætt og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%. Í þessu ljósi er rétt að árétta en vanmeta ekki það öryggishlutverk sem flugvöllurinn þar hefur ef og þegar sú staða kemur upp að flugvellir á suðvesturhorninu verða óstarfhæfir til lengri eða skemmri tíma. Sveitarstjórnarfólk á Austurlandi hefur gert sér grein fyrir þessu fyrir löngu og að þeirra frumkvæði, í samvinnu við Austurbrú, hefur ítrekað verið kallað eftir myndun starfshóps um verkefnið. Hann mun hafa það hlutverk að vinna að þarfagreiningu og framtíðarsýn fyrir Egilsstaðaflugvöll með það fyrir augum að fullnýta þá möguleika og öryggishlutverk sem hann hefur upp á að bjóða. Í starfshópnum er gert ráð fyrir að auk fulltrúa sveitarstjórnarstigsins af svæðinu verði fulltrúar frá ráðuneyti innviða, fjármála og ferðamála auk fulltrúa frá ISAVIA, SFS og SAF. Erindi þessa efnis voru send í viðeigandi ráðuneyti 20. mars sl. og beðið er svars.Við höfum í gegnum árin haft tilhneigingu til að bregðast við hratt þegar skaðinn er skeður – að slökkva elda. Hér er tækifæri til að víkja af þeirri vegferð. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaformaður stjórnar Austurbrúar.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar