Egilsstaðaflugvöllur – öryggisins vegna Gauti Jóhannesson skrifar 28. apríl 2022 15:30 Efling Egilsstaðaflugvallar er eitt af þeim verkefnum sem víðtæk samstaða er um á Austurlandi og unnið hefur verið að undanfarin ár á vettvangi SSA og Austurbrúar. Egilsstaðaflugvöllur hefur fjölmörg hlutverk. Hann er innanlandsflugvöllur fyrir þá byggð sem fjærst er höfuðborgarsvæðinu með öllu sem í því felst. Hann er millilandaflugvöllur fyrir farþegaflug, hann er 1. varaflugvöllur fyrir Keflavík og uppi eru væntingar í atvinnulífinu á Austurlandi um vöruflutninga um völlinn m.a. með ferskvöru á nýja markaði. Mikil þróun hefur átt sér stað í atvinnulífinu á Austurlandi undanfarin ár með tilkomu nýrra greina s.s. fiskeldis sem og aukinni uppbyggingu ferðaþjónustu. Þá er unnið að hugmyndum að Orkugarði á Austurlandi þar sem m.a. yrði framleitt vetni. Þá eru uppi hugmyndir um nýtingu vindorku bæði á landi og úti fyrir strönd landshlutans. Sú uppbygging kallar á þyrluþjónustu með umfangsmikilli þjónustu í landi. Öll ofangreind atriði undirstrika mikilvægi þess að sem fyrst verði mótuð framtíðarsýn og stefna um málefni vallarins í góðu samstarfi stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnulífs. Með því móti nýtist áhuginn og tækifærin sem í honum felast best til að efla atvinnulífið á Austurlandi, samfélagið og hagkerfið á landinu í heild. Öllum er í fersku minni þau áhrif sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð á sínum tíma.Undanfarnar vikur hefur greinst töluverð jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundið fyrir stærstu skjálftunum. Að áliti eldfjallafræðinga eru töluverðar líkur á eldgosi á Reykjanesi á nýjan leik á næstu mánuðum, nú þegar eldsumbrotum er lokið í Geldingadölum. (Mbl. 19.2.22) Slíku gosi gæti fylgt brennisteinsmengun, hraunflæði og öskufall allt eftir því hvar það væri staðsett en allt eins líklegt er að gosið gæti samtímis á mörgum stöðum. Á Egilsstöðum er veðurfar flugi hagstætt og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%. Í þessu ljósi er rétt að árétta en vanmeta ekki það öryggishlutverk sem flugvöllurinn þar hefur ef og þegar sú staða kemur upp að flugvellir á suðvesturhorninu verða óstarfhæfir til lengri eða skemmri tíma. Sveitarstjórnarfólk á Austurlandi hefur gert sér grein fyrir þessu fyrir löngu og að þeirra frumkvæði, í samvinnu við Austurbrú, hefur ítrekað verið kallað eftir myndun starfshóps um verkefnið. Hann mun hafa það hlutverk að vinna að þarfagreiningu og framtíðarsýn fyrir Egilsstaðaflugvöll með það fyrir augum að fullnýta þá möguleika og öryggishlutverk sem hann hefur upp á að bjóða. Í starfshópnum er gert ráð fyrir að auk fulltrúa sveitarstjórnarstigsins af svæðinu verði fulltrúar frá ráðuneyti innviða, fjármála og ferðamála auk fulltrúa frá ISAVIA, SFS og SAF. Erindi þessa efnis voru send í viðeigandi ráðuneyti 20. mars sl. og beðið er svars.Við höfum í gegnum árin haft tilhneigingu til að bregðast við hratt þegar skaðinn er skeður – að slökkva elda. Hér er tækifæri til að víkja af þeirri vegferð. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaformaður stjórnar Austurbrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Jóhannesson Múlaþing Egilsstaðaflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Efling Egilsstaðaflugvallar er eitt af þeim verkefnum sem víðtæk samstaða er um á Austurlandi og unnið hefur verið að undanfarin ár á vettvangi SSA og Austurbrúar. Egilsstaðaflugvöllur hefur fjölmörg hlutverk. Hann er innanlandsflugvöllur fyrir þá byggð sem fjærst er höfuðborgarsvæðinu með öllu sem í því felst. Hann er millilandaflugvöllur fyrir farþegaflug, hann er 1. varaflugvöllur fyrir Keflavík og uppi eru væntingar í atvinnulífinu á Austurlandi um vöruflutninga um völlinn m.a. með ferskvöru á nýja markaði. Mikil þróun hefur átt sér stað í atvinnulífinu á Austurlandi undanfarin ár með tilkomu nýrra greina s.s. fiskeldis sem og aukinni uppbyggingu ferðaþjónustu. Þá er unnið að hugmyndum að Orkugarði á Austurlandi þar sem m.a. yrði framleitt vetni. Þá eru uppi hugmyndir um nýtingu vindorku bæði á landi og úti fyrir strönd landshlutans. Sú uppbygging kallar á þyrluþjónustu með umfangsmikilli þjónustu í landi. Öll ofangreind atriði undirstrika mikilvægi þess að sem fyrst verði mótuð framtíðarsýn og stefna um málefni vallarins í góðu samstarfi stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnulífs. Með því móti nýtist áhuginn og tækifærin sem í honum felast best til að efla atvinnulífið á Austurlandi, samfélagið og hagkerfið á landinu í heild. Öllum er í fersku minni þau áhrif sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð á sínum tíma.Undanfarnar vikur hefur greinst töluverð jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundið fyrir stærstu skjálftunum. Að áliti eldfjallafræðinga eru töluverðar líkur á eldgosi á Reykjanesi á nýjan leik á næstu mánuðum, nú þegar eldsumbrotum er lokið í Geldingadölum. (Mbl. 19.2.22) Slíku gosi gæti fylgt brennisteinsmengun, hraunflæði og öskufall allt eftir því hvar það væri staðsett en allt eins líklegt er að gosið gæti samtímis á mörgum stöðum. Á Egilsstöðum er veðurfar flugi hagstætt og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%. Í þessu ljósi er rétt að árétta en vanmeta ekki það öryggishlutverk sem flugvöllurinn þar hefur ef og þegar sú staða kemur upp að flugvellir á suðvesturhorninu verða óstarfhæfir til lengri eða skemmri tíma. Sveitarstjórnarfólk á Austurlandi hefur gert sér grein fyrir þessu fyrir löngu og að þeirra frumkvæði, í samvinnu við Austurbrú, hefur ítrekað verið kallað eftir myndun starfshóps um verkefnið. Hann mun hafa það hlutverk að vinna að þarfagreiningu og framtíðarsýn fyrir Egilsstaðaflugvöll með það fyrir augum að fullnýta þá möguleika og öryggishlutverk sem hann hefur upp á að bjóða. Í starfshópnum er gert ráð fyrir að auk fulltrúa sveitarstjórnarstigsins af svæðinu verði fulltrúar frá ráðuneyti innviða, fjármála og ferðamála auk fulltrúa frá ISAVIA, SFS og SAF. Erindi þessa efnis voru send í viðeigandi ráðuneyti 20. mars sl. og beðið er svars.Við höfum í gegnum árin haft tilhneigingu til að bregðast við hratt þegar skaðinn er skeður – að slökkva elda. Hér er tækifæri til að víkja af þeirri vegferð. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaformaður stjórnar Austurbrúar.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar