Kex fyrir alla! Elías Tjörvi Halldórsson skrifar 28. apríl 2022 13:00 Kex framboð býður fram í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrir nokkrum vikum ákvað ég ásamt vinum mínum að stofna nýtt framboð til sveitarstjórnarkosninga. Ég hafði fyrir þann tíma engar áætlanir um það að taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Við Þorgrímur bróðir og Birna mágkona mín vorum tiltölulega nýbúin að opna veitingastað í miðjum heimsfaraldri og mér fannst ég hreinlega hafa nóg á minni könnu.Ég hafði reyndar hugsað um það að taka þátt seinna, þegar ég væri orðinn nógu gamall, þá orðinn nógu klár og reynslumikill. Mér fannst ég hreinlega ekki orðinn nógu fullorðinn til að eiga nokkuð erindi inn á þennan vettvang. Því kemur það sjálfum mér skemmtilega á óvart að ég skuli nú skipa þriðja sæti K-lista Kex framboðs í komandi kosningum. Það var eftir einhvern af þeim fjölmörgu kaffibollum heima hjá foreldrum mínum í vetur að ég fór að velta komandi kosningum fyrir mér í alvöru. Við erum svo heppin að búa í frábæru og fjölbreyttu samfélagi sem hefur gríðarlega mikið af tækifærum en mér fannst umræðan í sveitarfélaginu og um sveitarfélagið of neikvæð og mjög margt sem mér þótti ábótavant. Skortur á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði, lítil framtíðarsýn, vöntun á nýju hjúkrunarheimili og skortur á leikskólaplássi, þrátt fyrir glænýjan leikskóla, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt grundvallar hlutir sem þarf að huga að til þess að sveitarfélagið geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess að sveitarfélagið sé ákjósanlegur staður þar sem fólk vill setjast að. Ég ólst hér upp og ákvað fyrir nokkrum árum að gera sveitarfélagið að framtíðarheimili mínu, en á í erfiðleikum með að finna mér íbúð. Þrátt fyrir það að eiga hér töluvert bakland og tel mig nokkuð kunnugan staðháttum. Ég stofnaði hér fyrirtæki en á í erfiðleikum með að fá starfsfólk í vinnu vegna þess að hér er ekkert húsnæði í boði fyrir fólk sem hingað vill flytjast. Þetta vonleysi var upplifun mín og mér fannst einhvernvegin enginn vera að gera neitt í þessu öllu saman. Aðgengi að upplýsingum um stjórnsýsluna er mjög ábótavant, og það er mikill skortur á gagnsæi og sýnileika. Ég fór því að velta því fyrir mér hvort að það væri eitthvað sem ég gæti gert í þessu öllu saman. Ég var svo heppinn að ég fann fullt af fólki sem var að hugsa á svipuðum nótum. Það vildi líka breytingar og óvart varð Kex bara til. Ég áttaði mig fljótlega á því að stundum, ef maður vill breytingar, þá þarf maður að vera tilbúinn að stíga upp og reyna að knýja þær sjálfur fram. Ég áttaði mig á því að núna væri tíminn, ég væri orðinn fullorðinn og ég þyrfti ekkert endilega að vita allt og hafa lausnir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum til þess að geta tekið þátt. Það fæðist enginn tilbúinn til þess að verða bæjarfulltrúi og ég er ekkert ófeiminn við það að leita hjálpar ef ég veit ekki eitthvað. Það er einhver ótrúlega góð orka og mikill kraftur í Kexinu og ég er mjög heppinn að fá að taka þátt. Við erum alls ekki alltaf sammála um allt þegar við byrjum að ræða málin, enda komum við úr ýmsum áttum og höfum mismunandi bakgrunn, en við höfum öll valið Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðarheimili og viljum öll samfélaginu hér fyrir bestu. Núna í liðinni viku birtum við kosningaáherslur fyrir komandi kosningar. Við unnum þær saman, frambjóðendur og grasrót, að mestu leyti upp úr þeim punktum sem komu fram á opnum málefnafundum sem við héldum í marsmánuði. Kexið er nefnilega samvinnuverkefni. Ég er mjög hreykinn af þessari vinnu og ennþá stoltari af öllu því frábæra fólki sem að henni kom. Það besta við þetta allt saman er það að við erum rétt að byrja og eigum nóg inni. Sunnudaginn 1. maí stendur Kex framboð fyrir vöfflukaffi frá 14:00 - 16:00 þar sem við ætlum að fagna nýútgefinni stefnuskrá. Þar getiði gætt ykkur á dýrindis vöfflum, skoðað stefnuskránna og rætt við frambjóðendur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar! Höfundur skipar 3. sæti á K – lista Kex framboðs, www.xkex.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hornafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Kex framboð býður fram í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrir nokkrum vikum ákvað ég ásamt vinum mínum að stofna nýtt framboð til sveitarstjórnarkosninga. Ég hafði fyrir þann tíma engar áætlanir um það að taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Við Þorgrímur bróðir og Birna mágkona mín vorum tiltölulega nýbúin að opna veitingastað í miðjum heimsfaraldri og mér fannst ég hreinlega hafa nóg á minni könnu.Ég hafði reyndar hugsað um það að taka þátt seinna, þegar ég væri orðinn nógu gamall, þá orðinn nógu klár og reynslumikill. Mér fannst ég hreinlega ekki orðinn nógu fullorðinn til að eiga nokkuð erindi inn á þennan vettvang. Því kemur það sjálfum mér skemmtilega á óvart að ég skuli nú skipa þriðja sæti K-lista Kex framboðs í komandi kosningum. Það var eftir einhvern af þeim fjölmörgu kaffibollum heima hjá foreldrum mínum í vetur að ég fór að velta komandi kosningum fyrir mér í alvöru. Við erum svo heppin að búa í frábæru og fjölbreyttu samfélagi sem hefur gríðarlega mikið af tækifærum en mér fannst umræðan í sveitarfélaginu og um sveitarfélagið of neikvæð og mjög margt sem mér þótti ábótavant. Skortur á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði, lítil framtíðarsýn, vöntun á nýju hjúkrunarheimili og skortur á leikskólaplássi, þrátt fyrir glænýjan leikskóla, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt grundvallar hlutir sem þarf að huga að til þess að sveitarfélagið geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess að sveitarfélagið sé ákjósanlegur staður þar sem fólk vill setjast að. Ég ólst hér upp og ákvað fyrir nokkrum árum að gera sveitarfélagið að framtíðarheimili mínu, en á í erfiðleikum með að finna mér íbúð. Þrátt fyrir það að eiga hér töluvert bakland og tel mig nokkuð kunnugan staðháttum. Ég stofnaði hér fyrirtæki en á í erfiðleikum með að fá starfsfólk í vinnu vegna þess að hér er ekkert húsnæði í boði fyrir fólk sem hingað vill flytjast. Þetta vonleysi var upplifun mín og mér fannst einhvernvegin enginn vera að gera neitt í þessu öllu saman. Aðgengi að upplýsingum um stjórnsýsluna er mjög ábótavant, og það er mikill skortur á gagnsæi og sýnileika. Ég fór því að velta því fyrir mér hvort að það væri eitthvað sem ég gæti gert í þessu öllu saman. Ég var svo heppinn að ég fann fullt af fólki sem var að hugsa á svipuðum nótum. Það vildi líka breytingar og óvart varð Kex bara til. Ég áttaði mig fljótlega á því að stundum, ef maður vill breytingar, þá þarf maður að vera tilbúinn að stíga upp og reyna að knýja þær sjálfur fram. Ég áttaði mig á því að núna væri tíminn, ég væri orðinn fullorðinn og ég þyrfti ekkert endilega að vita allt og hafa lausnir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum til þess að geta tekið þátt. Það fæðist enginn tilbúinn til þess að verða bæjarfulltrúi og ég er ekkert ófeiminn við það að leita hjálpar ef ég veit ekki eitthvað. Það er einhver ótrúlega góð orka og mikill kraftur í Kexinu og ég er mjög heppinn að fá að taka þátt. Við erum alls ekki alltaf sammála um allt þegar við byrjum að ræða málin, enda komum við úr ýmsum áttum og höfum mismunandi bakgrunn, en við höfum öll valið Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðarheimili og viljum öll samfélaginu hér fyrir bestu. Núna í liðinni viku birtum við kosningaáherslur fyrir komandi kosningar. Við unnum þær saman, frambjóðendur og grasrót, að mestu leyti upp úr þeim punktum sem komu fram á opnum málefnafundum sem við héldum í marsmánuði. Kexið er nefnilega samvinnuverkefni. Ég er mjög hreykinn af þessari vinnu og ennþá stoltari af öllu því frábæra fólki sem að henni kom. Það besta við þetta allt saman er það að við erum rétt að byrja og eigum nóg inni. Sunnudaginn 1. maí stendur Kex framboð fyrir vöfflukaffi frá 14:00 - 16:00 þar sem við ætlum að fagna nýútgefinni stefnuskrá. Þar getiði gætt ykkur á dýrindis vöfflum, skoðað stefnuskránna og rætt við frambjóðendur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar! Höfundur skipar 3. sæti á K – lista Kex framboðs, www.xkex.is.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun