Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 27. apríl 2022 14:00 Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. Í fyrsta lagi hafa Félagsbústaðir efni á þessu Eigið fé Félagsbústaða var 67,3 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er meira en 53% af eignum félagsins, 29,4 milljörðum meira en nauðsynlegt má telja. Fasteignafélög á markaði, Reitir, Reginn og Eik, eru með um 30% eiginfjárhlutfall. Eigið fé Félagsbústaða umfram þessi mörk gæti því staðið undir byggingum íbúða fyrir hátt í 100 milljarða króna. Með því afli væri hægt að byggja 3000 íbúðir án nokkurs erfiðis. Í öðru lagi geta Félagsbústaðir fjármagnað byggingu íbúðanna Skuldabréfaútboð Félagsbústaða hafa gengið vel, enda nýtur félagið ábyrgðar borgarsjóðs og er auk þess með frábær veð. Það eru ekki til betri veð en íbúðir lágtekjufólks. Og ýmsar aðrar fjármögnunarleiðir standa Félagsbústöðum opnar. Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir því að lán vegna almennra íbúða megi vera til lengri tíma en 50 ára, en núgildandi lög hafa slíka takmörkun. Með lánum til lengri tíma má lækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum umtalsvert. Í þriðja lagi getur borgin sjálf byggt íbúðirnar Reykjavíkurborg á lóðir og á Félagsbústaði sem hafa fjárhagslegt bolmagn til húsbygginga. Borgin þarf því ekki að bíða eftir neinu, ekki að bíða eftir að verktakar byggi íbúðir til að geta keypt þær með ríkulegri álagningu. Reykjavíkurborg getur byggt þessar íbúðir sjálf, sett á legg Byggingarfélag Reykjavíkur, eins og Sósíalistar hafa lagt til. Í fjórða lagi er þörf á 3000 íbúðum Mikill fjöldi fjölskyldna og einstaklinga eru föst á óregluvæddum leigumarkaði og greiðir þar alltof háa húsaleigu sem þrýstir þessu fólki niður í fátækt. Biðlistar eftir íbúðum Félagsbústaða segja aðeins hálfa söguna, og varla það. Skilyrði til að fá íbúð hjá Félagsbústöðum eru mjög ströng. Það er ekki nóg að fólk sé fátækt, heldur þarf það að hafa orðið fyrir áföllum, vera veikt eða standa að öðru leyti illa umfram það að vera með lágar tekjur og þurfa að borga óheyrilega háa húsaleigu. Í fimmta lagi mun þetta tryggja félagslega blöndun innan Félagsbústaða Borgaryfirvöld hafa óttast að hröð uppbygging félagslegs húsnæðis geti valdið því að félagsleg blöndun í hverfum verði ekki næg, að of margir fátækir búi á of litlu svæði. Þetta viðhorf einkennist af fátækraandúð. Borgaryfirvöld hafa engar áhyggjur af ónógri félagslegri blöndun í auðmannablokkunum við Skúlagötu. En með því að fjölga almennum íbúðum innan Félagsbústaða úr rúmum tvö þúsund í rúm fimm þúsund munu skilyrði fyrir að fá íbúð lækka og íbúarnir verða sjálfkrafa blandaðri, koma úr ólíkari hópum. Í sjötta lagi mun uppbyggingin tryggja félagslega blöndun í borginni Það þarf að gera stórátak til að tryggja félagslega blöndun í hverfum borgarinnar. Það er til dæmis alltof lítið af félagslegu húsnæði á Melunum og Högunum, í Fossvoginum, í Laugarásnum og víðar. Með því að byggja 3000 nýjar íbúðir víða um borgina, en einkum þar sem fáar slíkar íbúðir eru fyrir, má tryggja betri félagslega blöndun í borginni, gera hverfi hennar fjölbreyttari og lýðræðislegri. Í sjöunda lagi mun þetta gera borgina betri Húsnæðiskreppan er það einstaka fyrirbrigði sem hefur haft verst áhrif á lífskjör í borginni. Það er því forgangsverkefni að ráðast að rótum hennar. Og ræturnar liggja í húsnæðisvanda lágtekjufólks. Þar er mesti sársaukinn. Besta leiðin til að leysa húsnæðiskreppuna er að byggja fyrir fólkið í mestum húsnæðisvanda. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí, að Félagsbústaðir byggi 3000 nýjar íbúðir. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Félagsmál Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. Í fyrsta lagi hafa Félagsbústaðir efni á þessu Eigið fé Félagsbústaða var 67,3 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er meira en 53% af eignum félagsins, 29,4 milljörðum meira en nauðsynlegt má telja. Fasteignafélög á markaði, Reitir, Reginn og Eik, eru með um 30% eiginfjárhlutfall. Eigið fé Félagsbústaða umfram þessi mörk gæti því staðið undir byggingum íbúða fyrir hátt í 100 milljarða króna. Með því afli væri hægt að byggja 3000 íbúðir án nokkurs erfiðis. Í öðru lagi geta Félagsbústaðir fjármagnað byggingu íbúðanna Skuldabréfaútboð Félagsbústaða hafa gengið vel, enda nýtur félagið ábyrgðar borgarsjóðs og er auk þess með frábær veð. Það eru ekki til betri veð en íbúðir lágtekjufólks. Og ýmsar aðrar fjármögnunarleiðir standa Félagsbústöðum opnar. Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir því að lán vegna almennra íbúða megi vera til lengri tíma en 50 ára, en núgildandi lög hafa slíka takmörkun. Með lánum til lengri tíma má lækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum umtalsvert. Í þriðja lagi getur borgin sjálf byggt íbúðirnar Reykjavíkurborg á lóðir og á Félagsbústaði sem hafa fjárhagslegt bolmagn til húsbygginga. Borgin þarf því ekki að bíða eftir neinu, ekki að bíða eftir að verktakar byggi íbúðir til að geta keypt þær með ríkulegri álagningu. Reykjavíkurborg getur byggt þessar íbúðir sjálf, sett á legg Byggingarfélag Reykjavíkur, eins og Sósíalistar hafa lagt til. Í fjórða lagi er þörf á 3000 íbúðum Mikill fjöldi fjölskyldna og einstaklinga eru föst á óregluvæddum leigumarkaði og greiðir þar alltof háa húsaleigu sem þrýstir þessu fólki niður í fátækt. Biðlistar eftir íbúðum Félagsbústaða segja aðeins hálfa söguna, og varla það. Skilyrði til að fá íbúð hjá Félagsbústöðum eru mjög ströng. Það er ekki nóg að fólk sé fátækt, heldur þarf það að hafa orðið fyrir áföllum, vera veikt eða standa að öðru leyti illa umfram það að vera með lágar tekjur og þurfa að borga óheyrilega háa húsaleigu. Í fimmta lagi mun þetta tryggja félagslega blöndun innan Félagsbústaða Borgaryfirvöld hafa óttast að hröð uppbygging félagslegs húsnæðis geti valdið því að félagsleg blöndun í hverfum verði ekki næg, að of margir fátækir búi á of litlu svæði. Þetta viðhorf einkennist af fátækraandúð. Borgaryfirvöld hafa engar áhyggjur af ónógri félagslegri blöndun í auðmannablokkunum við Skúlagötu. En með því að fjölga almennum íbúðum innan Félagsbústaða úr rúmum tvö þúsund í rúm fimm þúsund munu skilyrði fyrir að fá íbúð lækka og íbúarnir verða sjálfkrafa blandaðri, koma úr ólíkari hópum. Í sjötta lagi mun uppbyggingin tryggja félagslega blöndun í borginni Það þarf að gera stórátak til að tryggja félagslega blöndun í hverfum borgarinnar. Það er til dæmis alltof lítið af félagslegu húsnæði á Melunum og Högunum, í Fossvoginum, í Laugarásnum og víðar. Með því að byggja 3000 nýjar íbúðir víða um borgina, en einkum þar sem fáar slíkar íbúðir eru fyrir, má tryggja betri félagslega blöndun í borginni, gera hverfi hennar fjölbreyttari og lýðræðislegri. Í sjöunda lagi mun þetta gera borgina betri Húsnæðiskreppan er það einstaka fyrirbrigði sem hefur haft verst áhrif á lífskjör í borginni. Það er því forgangsverkefni að ráðast að rótum hennar. Og ræturnar liggja í húsnæðisvanda lágtekjufólks. Þar er mesti sársaukinn. Besta leiðin til að leysa húsnæðiskreppuna er að byggja fyrir fólkið í mestum húsnæðisvanda. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí, að Félagsbústaðir byggi 3000 nýjar íbúðir. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar