Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 27. apríl 2022 14:00 Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. Í fyrsta lagi hafa Félagsbústaðir efni á þessu Eigið fé Félagsbústaða var 67,3 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er meira en 53% af eignum félagsins, 29,4 milljörðum meira en nauðsynlegt má telja. Fasteignafélög á markaði, Reitir, Reginn og Eik, eru með um 30% eiginfjárhlutfall. Eigið fé Félagsbústaða umfram þessi mörk gæti því staðið undir byggingum íbúða fyrir hátt í 100 milljarða króna. Með því afli væri hægt að byggja 3000 íbúðir án nokkurs erfiðis. Í öðru lagi geta Félagsbústaðir fjármagnað byggingu íbúðanna Skuldabréfaútboð Félagsbústaða hafa gengið vel, enda nýtur félagið ábyrgðar borgarsjóðs og er auk þess með frábær veð. Það eru ekki til betri veð en íbúðir lágtekjufólks. Og ýmsar aðrar fjármögnunarleiðir standa Félagsbústöðum opnar. Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir því að lán vegna almennra íbúða megi vera til lengri tíma en 50 ára, en núgildandi lög hafa slíka takmörkun. Með lánum til lengri tíma má lækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum umtalsvert. Í þriðja lagi getur borgin sjálf byggt íbúðirnar Reykjavíkurborg á lóðir og á Félagsbústaði sem hafa fjárhagslegt bolmagn til húsbygginga. Borgin þarf því ekki að bíða eftir neinu, ekki að bíða eftir að verktakar byggi íbúðir til að geta keypt þær með ríkulegri álagningu. Reykjavíkurborg getur byggt þessar íbúðir sjálf, sett á legg Byggingarfélag Reykjavíkur, eins og Sósíalistar hafa lagt til. Í fjórða lagi er þörf á 3000 íbúðum Mikill fjöldi fjölskyldna og einstaklinga eru föst á óregluvæddum leigumarkaði og greiðir þar alltof háa húsaleigu sem þrýstir þessu fólki niður í fátækt. Biðlistar eftir íbúðum Félagsbústaða segja aðeins hálfa söguna, og varla það. Skilyrði til að fá íbúð hjá Félagsbústöðum eru mjög ströng. Það er ekki nóg að fólk sé fátækt, heldur þarf það að hafa orðið fyrir áföllum, vera veikt eða standa að öðru leyti illa umfram það að vera með lágar tekjur og þurfa að borga óheyrilega háa húsaleigu. Í fimmta lagi mun þetta tryggja félagslega blöndun innan Félagsbústaða Borgaryfirvöld hafa óttast að hröð uppbygging félagslegs húsnæðis geti valdið því að félagsleg blöndun í hverfum verði ekki næg, að of margir fátækir búi á of litlu svæði. Þetta viðhorf einkennist af fátækraandúð. Borgaryfirvöld hafa engar áhyggjur af ónógri félagslegri blöndun í auðmannablokkunum við Skúlagötu. En með því að fjölga almennum íbúðum innan Félagsbústaða úr rúmum tvö þúsund í rúm fimm þúsund munu skilyrði fyrir að fá íbúð lækka og íbúarnir verða sjálfkrafa blandaðri, koma úr ólíkari hópum. Í sjötta lagi mun uppbyggingin tryggja félagslega blöndun í borginni Það þarf að gera stórátak til að tryggja félagslega blöndun í hverfum borgarinnar. Það er til dæmis alltof lítið af félagslegu húsnæði á Melunum og Högunum, í Fossvoginum, í Laugarásnum og víðar. Með því að byggja 3000 nýjar íbúðir víða um borgina, en einkum þar sem fáar slíkar íbúðir eru fyrir, má tryggja betri félagslega blöndun í borginni, gera hverfi hennar fjölbreyttari og lýðræðislegri. Í sjöunda lagi mun þetta gera borgina betri Húsnæðiskreppan er það einstaka fyrirbrigði sem hefur haft verst áhrif á lífskjör í borginni. Það er því forgangsverkefni að ráðast að rótum hennar. Og ræturnar liggja í húsnæðisvanda lágtekjufólks. Þar er mesti sársaukinn. Besta leiðin til að leysa húsnæðiskreppuna er að byggja fyrir fólkið í mestum húsnæðisvanda. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí, að Félagsbústaðir byggi 3000 nýjar íbúðir. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Félagsmál Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. Í fyrsta lagi hafa Félagsbústaðir efni á þessu Eigið fé Félagsbústaða var 67,3 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er meira en 53% af eignum félagsins, 29,4 milljörðum meira en nauðsynlegt má telja. Fasteignafélög á markaði, Reitir, Reginn og Eik, eru með um 30% eiginfjárhlutfall. Eigið fé Félagsbústaða umfram þessi mörk gæti því staðið undir byggingum íbúða fyrir hátt í 100 milljarða króna. Með því afli væri hægt að byggja 3000 íbúðir án nokkurs erfiðis. Í öðru lagi geta Félagsbústaðir fjármagnað byggingu íbúðanna Skuldabréfaútboð Félagsbústaða hafa gengið vel, enda nýtur félagið ábyrgðar borgarsjóðs og er auk þess með frábær veð. Það eru ekki til betri veð en íbúðir lágtekjufólks. Og ýmsar aðrar fjármögnunarleiðir standa Félagsbústöðum opnar. Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir því að lán vegna almennra íbúða megi vera til lengri tíma en 50 ára, en núgildandi lög hafa slíka takmörkun. Með lánum til lengri tíma má lækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum umtalsvert. Í þriðja lagi getur borgin sjálf byggt íbúðirnar Reykjavíkurborg á lóðir og á Félagsbústaði sem hafa fjárhagslegt bolmagn til húsbygginga. Borgin þarf því ekki að bíða eftir neinu, ekki að bíða eftir að verktakar byggi íbúðir til að geta keypt þær með ríkulegri álagningu. Reykjavíkurborg getur byggt þessar íbúðir sjálf, sett á legg Byggingarfélag Reykjavíkur, eins og Sósíalistar hafa lagt til. Í fjórða lagi er þörf á 3000 íbúðum Mikill fjöldi fjölskyldna og einstaklinga eru föst á óregluvæddum leigumarkaði og greiðir þar alltof háa húsaleigu sem þrýstir þessu fólki niður í fátækt. Biðlistar eftir íbúðum Félagsbústaða segja aðeins hálfa söguna, og varla það. Skilyrði til að fá íbúð hjá Félagsbústöðum eru mjög ströng. Það er ekki nóg að fólk sé fátækt, heldur þarf það að hafa orðið fyrir áföllum, vera veikt eða standa að öðru leyti illa umfram það að vera með lágar tekjur og þurfa að borga óheyrilega háa húsaleigu. Í fimmta lagi mun þetta tryggja félagslega blöndun innan Félagsbústaða Borgaryfirvöld hafa óttast að hröð uppbygging félagslegs húsnæðis geti valdið því að félagsleg blöndun í hverfum verði ekki næg, að of margir fátækir búi á of litlu svæði. Þetta viðhorf einkennist af fátækraandúð. Borgaryfirvöld hafa engar áhyggjur af ónógri félagslegri blöndun í auðmannablokkunum við Skúlagötu. En með því að fjölga almennum íbúðum innan Félagsbústaða úr rúmum tvö þúsund í rúm fimm þúsund munu skilyrði fyrir að fá íbúð lækka og íbúarnir verða sjálfkrafa blandaðri, koma úr ólíkari hópum. Í sjötta lagi mun uppbyggingin tryggja félagslega blöndun í borginni Það þarf að gera stórátak til að tryggja félagslega blöndun í hverfum borgarinnar. Það er til dæmis alltof lítið af félagslegu húsnæði á Melunum og Högunum, í Fossvoginum, í Laugarásnum og víðar. Með því að byggja 3000 nýjar íbúðir víða um borgina, en einkum þar sem fáar slíkar íbúðir eru fyrir, má tryggja betri félagslega blöndun í borginni, gera hverfi hennar fjölbreyttari og lýðræðislegri. Í sjöunda lagi mun þetta gera borgina betri Húsnæðiskreppan er það einstaka fyrirbrigði sem hefur haft verst áhrif á lífskjör í borginni. Það er því forgangsverkefni að ráðast að rótum hennar. Og ræturnar liggja í húsnæðisvanda lágtekjufólks. Þar er mesti sársaukinn. Besta leiðin til að leysa húsnæðiskreppuna er að byggja fyrir fólkið í mestum húsnæðisvanda. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí, að Félagsbústaðir byggi 3000 nýjar íbúðir. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun