Velferðarþjónustan og samþætting þjónustu í þágu farsældar barna Helga Lind Pálsdóttir skrifar 26. apríl 2022 21:01 Á árinu 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, gjarnan kölluð farsældarlögin, samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að tryggja að börn og foreldrar sem þurfa á stuðningi að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana og eru farsældarlögin afrakstur gríðarlega mikillar samstilltrar vinnu margra aðila og stofnana. Farsældarlögin í framkvæmd Farsældarlögin eru leiðarvísir fyrir starfsfólk innan velferðarþjónustunnar og aðra aðila sem vinna að hagsmunum barna og fjölskyldna um hvernig beri að veita samþættan og snemmtækan stuðning. Lögin setja skyldur og kveða á um samstarf á milli m.a. menntastofnana, heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu auk lögreglu og íþrótta- og æskulýðsstarfs. Samstarf þessara aðila getur haft grundvallarþýðingu fyrir þau börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa á stuðningi að halda til að tryggja velferð og farsæld til framtíðar. Farsældarlögin munu og hafa þegar kallað á aukið framlag starfsmanna á ýmsum sviðum innan þjónustustofnana sveitarfélagsins. Með innleiðingu farsældarlaganna kemur til útgjaldaaukningar hjá sveitarfélaginu hér í Árborg líkt og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Í því samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að markmið farsældarlaganna er að fækka áföllum og erfiðum upplifunum sem börn geta orðið fyrir á uppvaxtarárunum og efla þannig seiglu þeirra til framtíðar. Ávinningurinn mun koma fram með tímanum og sparnaðurinn til langtíma mun vega meira en núverandi og komandi útgjaldaaukning. Lögin eru því fjárfesting til framtíðar. Farsældarlögin í Árborg Sveitarfélagið Árborg, með fjölskyldusvið Árborgar í fararbroddi, hefur þegar náð gríðarlega góðum árangri í innleiðingu farsældarlaganna. Góður árangur við innleiðinguna hjá Árborg hefur vakið eftirtekt annarra sveitarfélaga og hefur Árborg verið titlað frumkvöðlasveitarfélag við innleiðingu farsældarlaganna. Er þetta að þakka þeim gríðarlega öfluga og framsýna mannauði sem sveitarfélagið býr yfir. Innleiðingu farsældarlaganna er ekki lokið en áætlað er að innleiðingaferlið standi yfir næstu þrjú til fimm árin. Velferðarþjónustan og fjölskyldusvið Árborgar munu þurfa á öflugu baklandi í bæjarstjórn að halda við áframhaldandi innleiðingarferli, enda eru verkefnin framundan fjölmörg og krefjandi. Það er trú okkar í D-listanum að með samstilltri vinnu, skilningi og samtali á milli mannauðsins í sveitarfélaginu og bæjarstjórnar, samtali sem byggist á þekkingu og reynslu, getum við tekið höndum saman um þróun þjónustu sem byggist á farsældarlögunum, þjónustu til framtíðar og til heilla fyrir börn og fjölskyldur í Árborg. Við í D-listanum viljum vera sterk rödd velferðarþjónustunnar í Árborg okkar allra. Höfundur er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og skipar 6. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Árborg Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Á árinu 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, gjarnan kölluð farsældarlögin, samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að tryggja að börn og foreldrar sem þurfa á stuðningi að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana og eru farsældarlögin afrakstur gríðarlega mikillar samstilltrar vinnu margra aðila og stofnana. Farsældarlögin í framkvæmd Farsældarlögin eru leiðarvísir fyrir starfsfólk innan velferðarþjónustunnar og aðra aðila sem vinna að hagsmunum barna og fjölskyldna um hvernig beri að veita samþættan og snemmtækan stuðning. Lögin setja skyldur og kveða á um samstarf á milli m.a. menntastofnana, heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu auk lögreglu og íþrótta- og æskulýðsstarfs. Samstarf þessara aðila getur haft grundvallarþýðingu fyrir þau börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa á stuðningi að halda til að tryggja velferð og farsæld til framtíðar. Farsældarlögin munu og hafa þegar kallað á aukið framlag starfsmanna á ýmsum sviðum innan þjónustustofnana sveitarfélagsins. Með innleiðingu farsældarlaganna kemur til útgjaldaaukningar hjá sveitarfélaginu hér í Árborg líkt og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Í því samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að markmið farsældarlaganna er að fækka áföllum og erfiðum upplifunum sem börn geta orðið fyrir á uppvaxtarárunum og efla þannig seiglu þeirra til framtíðar. Ávinningurinn mun koma fram með tímanum og sparnaðurinn til langtíma mun vega meira en núverandi og komandi útgjaldaaukning. Lögin eru því fjárfesting til framtíðar. Farsældarlögin í Árborg Sveitarfélagið Árborg, með fjölskyldusvið Árborgar í fararbroddi, hefur þegar náð gríðarlega góðum árangri í innleiðingu farsældarlaganna. Góður árangur við innleiðinguna hjá Árborg hefur vakið eftirtekt annarra sveitarfélaga og hefur Árborg verið titlað frumkvöðlasveitarfélag við innleiðingu farsældarlaganna. Er þetta að þakka þeim gríðarlega öfluga og framsýna mannauði sem sveitarfélagið býr yfir. Innleiðingu farsældarlaganna er ekki lokið en áætlað er að innleiðingaferlið standi yfir næstu þrjú til fimm árin. Velferðarþjónustan og fjölskyldusvið Árborgar munu þurfa á öflugu baklandi í bæjarstjórn að halda við áframhaldandi innleiðingarferli, enda eru verkefnin framundan fjölmörg og krefjandi. Það er trú okkar í D-listanum að með samstilltri vinnu, skilningi og samtali á milli mannauðsins í sveitarfélaginu og bæjarstjórnar, samtali sem byggist á þekkingu og reynslu, getum við tekið höndum saman um þróun þjónustu sem byggist á farsældarlögunum, þjónustu til framtíðar og til heilla fyrir börn og fjölskyldur í Árborg. Við í D-listanum viljum vera sterk rödd velferðarþjónustunnar í Árborg okkar allra. Höfundur er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og skipar 6. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun