Þetta er spurning um traust Alexandra Briem skrifar 27. apríl 2022 08:01 Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta kosningar að snúast um traust. Hverjum treystum við til að fara með sameiginlegt vald og hugsa um sameiginlegar eignir okkar, og hverjum ekki? Eftir hrunið fór traust á stofnunum samfélagsins alveg niður í botn. Sumum þykir það miður, en í raun er það bara sanngjarnt. Fólk upplifði sig svikið. Og mörgum í stjórnmálum hefur verið tíðrætt um að auka traustið aftur. Til að mynda var það ein af áherslum fyrri ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningarnar 2017 að auka traust aftur á alþingi. Því miður virðist samt sem mörgum í stjórnmálum finnist vandamálið ekki felast í neinu sem þau gera, eða gera ekki, heldur sé þetta fyrst og fremst spurning um að kjósendur eigi að rembast betur við að treysta þeim út í bláinn. Og einhvern veginn lendum við alltaf aftur og aftur með sömu fréttirnar. Klúður í sölu bankanna, vildarvinir fá að kaupa sameiginlegar eignir okkar á afslætti, sama hvað almenningi kann að finnast. Þetta er nákvæmlega sama spillingin og þegar kvótinn var afhentur útgerðunum og framsal á honum leyft. Sama spillingin og þegar bankarnir voru einkavæddir í fyrra skiptið, sama spillingin og þegar Borgun var seld. Og fólki finnst orðið nóg um. Ég hef heyrt fólk tala um að það virðist vera alveg sama hvað það geri eða hvað það kjósi, það breytist ekkert. En það er ekki satt. Það breytist ekkert meðan við kjósum flokkana sem standa að spillingunni, eða flokkana sem styðja þá til valda. Í ljósi sögunnar er einfaldlega ómögulegt að treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir opinberu fé, eða umsýslu með eigur almennings, a.m.k. ekki fyrr en þau fara í gagngera naflaskoðun og endurnýjun. Og þetta skiptir ekki bara máli á landsvísu. Í Reykjavík hefur Sjáflstæðisflokkurinn barist ötullega fyrir aukinni einkavæðingu og sölu á eignum og innviðum borgarinnar. Hvort sem er um að ræða íbúðir félagsbústaða, Malbikunarstöðina Höfða eða Orkuveitu Reykjavíkur. Og sitt kann hverjum að sýnast um það. Ég vil ekki fækka eignum félagsbústaða, en út af fyrir sig er ég ekki hart á móti því að einhver leið sé til fyrir leigjendur þar að eignast íbúðirnar sínar, en ég treysti ekki hverjum sem er til að útfæra slíka leið þannig að það leiði ekki til fækkunar íbúða. Mér finnst það út af fyrir sig varhugavert að hið opinbera sé í samkeppnisrekstri, eins og með malbikunarstöðinni, þó mögulega sé það nauðsynlegt í miklu fákeppnisumhverfi, en ég treysti ekki hverjum sem er til að selja slíka eign. Orkuveita Reykjavíkur, og þá sérstaklega ljósleiðarainnviðir, sem eru í dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, er ekki eitthvað sem á að einkavæða. Ég trúi því að það sé mjög mikilvægt að slíkir innviðir séu reknir af hinu opinbera, þó svo netþjónustan um þá geti verið á samkeppnismarkaði. Það er einfaldlega náttúruleg einokun á því sviði og hættulegt að eitthvað tiltekið einkafyrirtæki stýri því og geti beitt grunnkerfum á samkeppnishamlandi máta. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað lagt til að þessir grunninnviðir séu seldir. Það má alls ekki gerast, og síst af öllum myndi ég treysta þeim til þess að selja þessa innviði. Og það er þetta sem kosningar snúast um. Við erum mörg hver sammála um stórar línur, hluti sem fólk bara almennt vill, betri þjónustu, fleiri leikskólapláss. Kannski gengur einhverjum betur en öðrum, kannski eru einhver okkar með betri plön. En það eru stór atriði sem skilja okkur að. Atriði eins og hvort við ætlum að selja sameiginlegar eignir, og þá hverjum eða hvers vegna. Píratar trúa því að traust sé náttúruleg afleiðing þess hvernig við högum okkur. Við viljum að almenningur sé vel upplýstur og gagnrýninn. En til þess að geta búið til raunverulegt traust, þá þurfa ákvarðanir og ferlar að vera gegnsæ, það þarf að vera ljóst hvar ábyrgð liggur, og það þarf að taka á vandamálum sem koma upp með trúverðugum hætti. Það þarf að vera samráð við fólk, fólk þarf að upplifa hlutdeild í ákvarðanatöku, og það þarf að vera endurgjöf. Það verður að byggja upp traust. Og það getur tekið tíma. Við höfum brugðist við af festu þegar upp koma erfið mál. Við höfum farið í róttækar breytingar á skipulagi borgarinnar og aukið gagnsæi. Við höfum eflt íbúaráðin og samráðsvettvanga og við höfum stóreflt upplýsingaflæði um starfsemi borgarinnar. Við erum búin að vinna og staðfesta nýja lýðræðisstefnu þar sem samráð við borgarbúa er stóreflt með spennandi nýjum leiðum, svo sem íbúadómnefnd og borgaraþing. Við erum ekki á vegum neinna sérhagsmuna. Við stundum heiðarleg stjórnmál og við höfum sýnt að við stöndum í lappirnar. Kjósum það sem við getum treyst. Höfundur er á öðru sæti lista Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Salan á Íslandsbanka Píratar Alexandra Briem Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta kosningar að snúast um traust. Hverjum treystum við til að fara með sameiginlegt vald og hugsa um sameiginlegar eignir okkar, og hverjum ekki? Eftir hrunið fór traust á stofnunum samfélagsins alveg niður í botn. Sumum þykir það miður, en í raun er það bara sanngjarnt. Fólk upplifði sig svikið. Og mörgum í stjórnmálum hefur verið tíðrætt um að auka traustið aftur. Til að mynda var það ein af áherslum fyrri ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningarnar 2017 að auka traust aftur á alþingi. Því miður virðist samt sem mörgum í stjórnmálum finnist vandamálið ekki felast í neinu sem þau gera, eða gera ekki, heldur sé þetta fyrst og fremst spurning um að kjósendur eigi að rembast betur við að treysta þeim út í bláinn. Og einhvern veginn lendum við alltaf aftur og aftur með sömu fréttirnar. Klúður í sölu bankanna, vildarvinir fá að kaupa sameiginlegar eignir okkar á afslætti, sama hvað almenningi kann að finnast. Þetta er nákvæmlega sama spillingin og þegar kvótinn var afhentur útgerðunum og framsal á honum leyft. Sama spillingin og þegar bankarnir voru einkavæddir í fyrra skiptið, sama spillingin og þegar Borgun var seld. Og fólki finnst orðið nóg um. Ég hef heyrt fólk tala um að það virðist vera alveg sama hvað það geri eða hvað það kjósi, það breytist ekkert. En það er ekki satt. Það breytist ekkert meðan við kjósum flokkana sem standa að spillingunni, eða flokkana sem styðja þá til valda. Í ljósi sögunnar er einfaldlega ómögulegt að treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir opinberu fé, eða umsýslu með eigur almennings, a.m.k. ekki fyrr en þau fara í gagngera naflaskoðun og endurnýjun. Og þetta skiptir ekki bara máli á landsvísu. Í Reykjavík hefur Sjáflstæðisflokkurinn barist ötullega fyrir aukinni einkavæðingu og sölu á eignum og innviðum borgarinnar. Hvort sem er um að ræða íbúðir félagsbústaða, Malbikunarstöðina Höfða eða Orkuveitu Reykjavíkur. Og sitt kann hverjum að sýnast um það. Ég vil ekki fækka eignum félagsbústaða, en út af fyrir sig er ég ekki hart á móti því að einhver leið sé til fyrir leigjendur þar að eignast íbúðirnar sínar, en ég treysti ekki hverjum sem er til að útfæra slíka leið þannig að það leiði ekki til fækkunar íbúða. Mér finnst það út af fyrir sig varhugavert að hið opinbera sé í samkeppnisrekstri, eins og með malbikunarstöðinni, þó mögulega sé það nauðsynlegt í miklu fákeppnisumhverfi, en ég treysti ekki hverjum sem er til að selja slíka eign. Orkuveita Reykjavíkur, og þá sérstaklega ljósleiðarainnviðir, sem eru í dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, er ekki eitthvað sem á að einkavæða. Ég trúi því að það sé mjög mikilvægt að slíkir innviðir séu reknir af hinu opinbera, þó svo netþjónustan um þá geti verið á samkeppnismarkaði. Það er einfaldlega náttúruleg einokun á því sviði og hættulegt að eitthvað tiltekið einkafyrirtæki stýri því og geti beitt grunnkerfum á samkeppnishamlandi máta. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað lagt til að þessir grunninnviðir séu seldir. Það má alls ekki gerast, og síst af öllum myndi ég treysta þeim til þess að selja þessa innviði. Og það er þetta sem kosningar snúast um. Við erum mörg hver sammála um stórar línur, hluti sem fólk bara almennt vill, betri þjónustu, fleiri leikskólapláss. Kannski gengur einhverjum betur en öðrum, kannski eru einhver okkar með betri plön. En það eru stór atriði sem skilja okkur að. Atriði eins og hvort við ætlum að selja sameiginlegar eignir, og þá hverjum eða hvers vegna. Píratar trúa því að traust sé náttúruleg afleiðing þess hvernig við högum okkur. Við viljum að almenningur sé vel upplýstur og gagnrýninn. En til þess að geta búið til raunverulegt traust, þá þurfa ákvarðanir og ferlar að vera gegnsæ, það þarf að vera ljóst hvar ábyrgð liggur, og það þarf að taka á vandamálum sem koma upp með trúverðugum hætti. Það þarf að vera samráð við fólk, fólk þarf að upplifa hlutdeild í ákvarðanatöku, og það þarf að vera endurgjöf. Það verður að byggja upp traust. Og það getur tekið tíma. Við höfum brugðist við af festu þegar upp koma erfið mál. Við höfum farið í róttækar breytingar á skipulagi borgarinnar og aukið gagnsæi. Við höfum eflt íbúaráðin og samráðsvettvanga og við höfum stóreflt upplýsingaflæði um starfsemi borgarinnar. Við erum búin að vinna og staðfesta nýja lýðræðisstefnu þar sem samráð við borgarbúa er stóreflt með spennandi nýjum leiðum, svo sem íbúadómnefnd og borgaraþing. Við erum ekki á vegum neinna sérhagsmuna. Við stundum heiðarleg stjórnmál og við höfum sýnt að við stöndum í lappirnar. Kjósum það sem við getum treyst. Höfundur er á öðru sæti lista Pírata í Reykjavík.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar