Þetta er spurning um traust Alexandra Briem skrifar 27. apríl 2022 08:01 Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta kosningar að snúast um traust. Hverjum treystum við til að fara með sameiginlegt vald og hugsa um sameiginlegar eignir okkar, og hverjum ekki? Eftir hrunið fór traust á stofnunum samfélagsins alveg niður í botn. Sumum þykir það miður, en í raun er það bara sanngjarnt. Fólk upplifði sig svikið. Og mörgum í stjórnmálum hefur verið tíðrætt um að auka traustið aftur. Til að mynda var það ein af áherslum fyrri ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningarnar 2017 að auka traust aftur á alþingi. Því miður virðist samt sem mörgum í stjórnmálum finnist vandamálið ekki felast í neinu sem þau gera, eða gera ekki, heldur sé þetta fyrst og fremst spurning um að kjósendur eigi að rembast betur við að treysta þeim út í bláinn. Og einhvern veginn lendum við alltaf aftur og aftur með sömu fréttirnar. Klúður í sölu bankanna, vildarvinir fá að kaupa sameiginlegar eignir okkar á afslætti, sama hvað almenningi kann að finnast. Þetta er nákvæmlega sama spillingin og þegar kvótinn var afhentur útgerðunum og framsal á honum leyft. Sama spillingin og þegar bankarnir voru einkavæddir í fyrra skiptið, sama spillingin og þegar Borgun var seld. Og fólki finnst orðið nóg um. Ég hef heyrt fólk tala um að það virðist vera alveg sama hvað það geri eða hvað það kjósi, það breytist ekkert. En það er ekki satt. Það breytist ekkert meðan við kjósum flokkana sem standa að spillingunni, eða flokkana sem styðja þá til valda. Í ljósi sögunnar er einfaldlega ómögulegt að treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir opinberu fé, eða umsýslu með eigur almennings, a.m.k. ekki fyrr en þau fara í gagngera naflaskoðun og endurnýjun. Og þetta skiptir ekki bara máli á landsvísu. Í Reykjavík hefur Sjáflstæðisflokkurinn barist ötullega fyrir aukinni einkavæðingu og sölu á eignum og innviðum borgarinnar. Hvort sem er um að ræða íbúðir félagsbústaða, Malbikunarstöðina Höfða eða Orkuveitu Reykjavíkur. Og sitt kann hverjum að sýnast um það. Ég vil ekki fækka eignum félagsbústaða, en út af fyrir sig er ég ekki hart á móti því að einhver leið sé til fyrir leigjendur þar að eignast íbúðirnar sínar, en ég treysti ekki hverjum sem er til að útfæra slíka leið þannig að það leiði ekki til fækkunar íbúða. Mér finnst það út af fyrir sig varhugavert að hið opinbera sé í samkeppnisrekstri, eins og með malbikunarstöðinni, þó mögulega sé það nauðsynlegt í miklu fákeppnisumhverfi, en ég treysti ekki hverjum sem er til að selja slíka eign. Orkuveita Reykjavíkur, og þá sérstaklega ljósleiðarainnviðir, sem eru í dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, er ekki eitthvað sem á að einkavæða. Ég trúi því að það sé mjög mikilvægt að slíkir innviðir séu reknir af hinu opinbera, þó svo netþjónustan um þá geti verið á samkeppnismarkaði. Það er einfaldlega náttúruleg einokun á því sviði og hættulegt að eitthvað tiltekið einkafyrirtæki stýri því og geti beitt grunnkerfum á samkeppnishamlandi máta. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað lagt til að þessir grunninnviðir séu seldir. Það má alls ekki gerast, og síst af öllum myndi ég treysta þeim til þess að selja þessa innviði. Og það er þetta sem kosningar snúast um. Við erum mörg hver sammála um stórar línur, hluti sem fólk bara almennt vill, betri þjónustu, fleiri leikskólapláss. Kannski gengur einhverjum betur en öðrum, kannski eru einhver okkar með betri plön. En það eru stór atriði sem skilja okkur að. Atriði eins og hvort við ætlum að selja sameiginlegar eignir, og þá hverjum eða hvers vegna. Píratar trúa því að traust sé náttúruleg afleiðing þess hvernig við högum okkur. Við viljum að almenningur sé vel upplýstur og gagnrýninn. En til þess að geta búið til raunverulegt traust, þá þurfa ákvarðanir og ferlar að vera gegnsæ, það þarf að vera ljóst hvar ábyrgð liggur, og það þarf að taka á vandamálum sem koma upp með trúverðugum hætti. Það þarf að vera samráð við fólk, fólk þarf að upplifa hlutdeild í ákvarðanatöku, og það þarf að vera endurgjöf. Það verður að byggja upp traust. Og það getur tekið tíma. Við höfum brugðist við af festu þegar upp koma erfið mál. Við höfum farið í róttækar breytingar á skipulagi borgarinnar og aukið gagnsæi. Við höfum eflt íbúaráðin og samráðsvettvanga og við höfum stóreflt upplýsingaflæði um starfsemi borgarinnar. Við erum búin að vinna og staðfesta nýja lýðræðisstefnu þar sem samráð við borgarbúa er stóreflt með spennandi nýjum leiðum, svo sem íbúadómnefnd og borgaraþing. Við erum ekki á vegum neinna sérhagsmuna. Við stundum heiðarleg stjórnmál og við höfum sýnt að við stöndum í lappirnar. Kjósum það sem við getum treyst. Höfundur er á öðru sæti lista Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Salan á Íslandsbanka Píratar Alexandra Briem Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta kosningar að snúast um traust. Hverjum treystum við til að fara með sameiginlegt vald og hugsa um sameiginlegar eignir okkar, og hverjum ekki? Eftir hrunið fór traust á stofnunum samfélagsins alveg niður í botn. Sumum þykir það miður, en í raun er það bara sanngjarnt. Fólk upplifði sig svikið. Og mörgum í stjórnmálum hefur verið tíðrætt um að auka traustið aftur. Til að mynda var það ein af áherslum fyrri ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningarnar 2017 að auka traust aftur á alþingi. Því miður virðist samt sem mörgum í stjórnmálum finnist vandamálið ekki felast í neinu sem þau gera, eða gera ekki, heldur sé þetta fyrst og fremst spurning um að kjósendur eigi að rembast betur við að treysta þeim út í bláinn. Og einhvern veginn lendum við alltaf aftur og aftur með sömu fréttirnar. Klúður í sölu bankanna, vildarvinir fá að kaupa sameiginlegar eignir okkar á afslætti, sama hvað almenningi kann að finnast. Þetta er nákvæmlega sama spillingin og þegar kvótinn var afhentur útgerðunum og framsal á honum leyft. Sama spillingin og þegar bankarnir voru einkavæddir í fyrra skiptið, sama spillingin og þegar Borgun var seld. Og fólki finnst orðið nóg um. Ég hef heyrt fólk tala um að það virðist vera alveg sama hvað það geri eða hvað það kjósi, það breytist ekkert. En það er ekki satt. Það breytist ekkert meðan við kjósum flokkana sem standa að spillingunni, eða flokkana sem styðja þá til valda. Í ljósi sögunnar er einfaldlega ómögulegt að treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir opinberu fé, eða umsýslu með eigur almennings, a.m.k. ekki fyrr en þau fara í gagngera naflaskoðun og endurnýjun. Og þetta skiptir ekki bara máli á landsvísu. Í Reykjavík hefur Sjáflstæðisflokkurinn barist ötullega fyrir aukinni einkavæðingu og sölu á eignum og innviðum borgarinnar. Hvort sem er um að ræða íbúðir félagsbústaða, Malbikunarstöðina Höfða eða Orkuveitu Reykjavíkur. Og sitt kann hverjum að sýnast um það. Ég vil ekki fækka eignum félagsbústaða, en út af fyrir sig er ég ekki hart á móti því að einhver leið sé til fyrir leigjendur þar að eignast íbúðirnar sínar, en ég treysti ekki hverjum sem er til að útfæra slíka leið þannig að það leiði ekki til fækkunar íbúða. Mér finnst það út af fyrir sig varhugavert að hið opinbera sé í samkeppnisrekstri, eins og með malbikunarstöðinni, þó mögulega sé það nauðsynlegt í miklu fákeppnisumhverfi, en ég treysti ekki hverjum sem er til að selja slíka eign. Orkuveita Reykjavíkur, og þá sérstaklega ljósleiðarainnviðir, sem eru í dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, er ekki eitthvað sem á að einkavæða. Ég trúi því að það sé mjög mikilvægt að slíkir innviðir séu reknir af hinu opinbera, þó svo netþjónustan um þá geti verið á samkeppnismarkaði. Það er einfaldlega náttúruleg einokun á því sviði og hættulegt að eitthvað tiltekið einkafyrirtæki stýri því og geti beitt grunnkerfum á samkeppnishamlandi máta. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað lagt til að þessir grunninnviðir séu seldir. Það má alls ekki gerast, og síst af öllum myndi ég treysta þeim til þess að selja þessa innviði. Og það er þetta sem kosningar snúast um. Við erum mörg hver sammála um stórar línur, hluti sem fólk bara almennt vill, betri þjónustu, fleiri leikskólapláss. Kannski gengur einhverjum betur en öðrum, kannski eru einhver okkar með betri plön. En það eru stór atriði sem skilja okkur að. Atriði eins og hvort við ætlum að selja sameiginlegar eignir, og þá hverjum eða hvers vegna. Píratar trúa því að traust sé náttúruleg afleiðing þess hvernig við högum okkur. Við viljum að almenningur sé vel upplýstur og gagnrýninn. En til þess að geta búið til raunverulegt traust, þá þurfa ákvarðanir og ferlar að vera gegnsæ, það þarf að vera ljóst hvar ábyrgð liggur, og það þarf að taka á vandamálum sem koma upp með trúverðugum hætti. Það þarf að vera samráð við fólk, fólk þarf að upplifa hlutdeild í ákvarðanatöku, og það þarf að vera endurgjöf. Það verður að byggja upp traust. Og það getur tekið tíma. Við höfum brugðist við af festu þegar upp koma erfið mál. Við höfum farið í róttækar breytingar á skipulagi borgarinnar og aukið gagnsæi. Við höfum eflt íbúaráðin og samráðsvettvanga og við höfum stóreflt upplýsingaflæði um starfsemi borgarinnar. Við erum búin að vinna og staðfesta nýja lýðræðisstefnu þar sem samráð við borgarbúa er stóreflt með spennandi nýjum leiðum, svo sem íbúadómnefnd og borgaraþing. Við erum ekki á vegum neinna sérhagsmuna. Við stundum heiðarleg stjórnmál og við höfum sýnt að við stöndum í lappirnar. Kjósum það sem við getum treyst. Höfundur er á öðru sæti lista Pírata í Reykjavík.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun