Áratugi á biðlista hjá Borginni? Ólafur Hilmar Sverrisson skrifar 26. apríl 2022 10:31 Í byrjun þessa árs varð Kjartan Ólafsson, 25 ára. Slík tímamót þykja mörgum nokkuð markverð en ólíkt flestum jafnöldrum sínum vildi hann ekkert vita af afmælinu og neitaði því staðfastlega að hann hefði elst. Ástæðu þessara viðbragða má rekja til þess að Kjartan er bæði einhverfur og með verulegt þroskafrávik vegna Downs heilkennis. Kjartan er einnig með sykursýki. Líf Kjartans er því flókið og hann á mikið undir því að sú þjónusta sem fötluðum er tryggð í lögum og reglugerðum sé í raun í boði. Flestir ganga út frá því að þeir sem fæðist með flókinn vanda eins og Kjartan fái góðan stuðning og að þörfum þeirra sé mætt á þeirra forsendum þegar þeir þurfa á þjónustu hins opinbera að halda. Því miður hefur það ekki verið raunin í tilfelli Kjartans. Feðgarnir Ólafur og Kjartan.Aðsend Er það biðlisti ef maður veit ekki hvar maður er í röðinni? Þegar Kjartan var tæplega tvítugur sótti hann um búsetu við hæfi hjá Reykjavíkurborg, eins og hann á rétt á, lögum samkvæmt. Við, talsmenn hans, töldum að með því gæfist Reykjavíkurborg, sem er heimasveitafélag Kjartans, nægur tími til þess að undirbúa húsnæði við hæfi fyrir Kjartan þannig að hann myndi flytja að heiman á svipuðum tíma og jafnaldrar hans, kannski 25 til 27 ára. Staðfest var að Kjartan ætti fullan rétt á búsetuúrræði. Umsókn hans var sett á lista sem starfsmenn Reykjavíkurborgar kalla biðlista, sem er í raun biðhít, þar sem ekki er um raunverulegan biðlista að ræða. Þegar farið var að grennslast fyrir um hvar á umræddum „biðlista“ umsókn Kjartans væri, gripum við talsmenn hans í tómt. Engin ákveðin svör fengust af hálfu Reykjavíkurborgar. Síðar kom fram hjá fulltrúum Reykjavíkurborgar að Kjartan fengi engin svör fyrr en hann fengi úthlutað „úrræði“. Þá varð ljóst að leita yrði annarra leiða til þess að Kjartan fengi svar við þeirri eðlilegu spurningu hvenær röðin kæmi að honum á þessum svokallaða „biðlista“. Ákveðið var að stefna Reykjavíkurborg fyrir dóm til þess að fá viðurkennt að Kjartan ætti rétt á því að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæðisúrræði við hæfi, eins og lög og reglur segja að hann eigi rétt á. 47 fatlaðir bíða, en leyst úr vanda 11 þeirra á næstu 5 árum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfesti rétt Kjartans til að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæði við hæfi. Reykjavíkurborg ákvað að una ekki við dóminn og áfrýjaði honum til Landsréttar. Reykjavíkurborg telur þannig að Kjartan og aðrir í hans stöðu eigi ekki að fá að vita hvenær þeir megi eiga von á húsnæðisúrræði þó allt regluverk um húsnæði fyrir fatlaða tryggi rétt fatlaðs fólks til að fá upplýsingar um hvenær fyrirhugað sé að röðin komi að þeim. Ætla má að skýringin á þessari hörku Reykjavíkurborgar sé sú að þessar upplýsingar munu afhjúpa þann mikla uppsafnaða vanda sem fyrir er í þessum efnum. Reykjavíkurborg hefur upplýst að í þjónustuflokki Kjartans bíði 47 einstaklingar eftir búsetuúrræði. Áætlanir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir að til ársins 2027 fái 11 einstaklingar í þessum þjónustuflokki úrlausn sinna mála. Það þýðir að 36 einstaklingar fá ekki úrlausn sinna mála auk þeirra sem bætast við á þessum árum í þennan þjónustuflokk. Eftir fimm ár verður Kjartan búinn að halda upp á þrítugsafmæli sitt, á sinn einstaka hátt. Miðað við núverandi stöðu er ekkert sem bendir til þess að hann verði þá kominn í húsnæði við hæfi. Kjartan og allir aðrir í sömu stöðu og hann eru í algerri óvissu og eiga mikið undir því komið að Reykjavíkurborg verð gert að gefa þeim skýr svör um það hvenær búsetuúrræði verða í boði. Höfundur er faðir Kjartans og annar af tveimur persónulegum talsmönnum hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun þessa árs varð Kjartan Ólafsson, 25 ára. Slík tímamót þykja mörgum nokkuð markverð en ólíkt flestum jafnöldrum sínum vildi hann ekkert vita af afmælinu og neitaði því staðfastlega að hann hefði elst. Ástæðu þessara viðbragða má rekja til þess að Kjartan er bæði einhverfur og með verulegt þroskafrávik vegna Downs heilkennis. Kjartan er einnig með sykursýki. Líf Kjartans er því flókið og hann á mikið undir því að sú þjónusta sem fötluðum er tryggð í lögum og reglugerðum sé í raun í boði. Flestir ganga út frá því að þeir sem fæðist með flókinn vanda eins og Kjartan fái góðan stuðning og að þörfum þeirra sé mætt á þeirra forsendum þegar þeir þurfa á þjónustu hins opinbera að halda. Því miður hefur það ekki verið raunin í tilfelli Kjartans. Feðgarnir Ólafur og Kjartan.Aðsend Er það biðlisti ef maður veit ekki hvar maður er í röðinni? Þegar Kjartan var tæplega tvítugur sótti hann um búsetu við hæfi hjá Reykjavíkurborg, eins og hann á rétt á, lögum samkvæmt. Við, talsmenn hans, töldum að með því gæfist Reykjavíkurborg, sem er heimasveitafélag Kjartans, nægur tími til þess að undirbúa húsnæði við hæfi fyrir Kjartan þannig að hann myndi flytja að heiman á svipuðum tíma og jafnaldrar hans, kannski 25 til 27 ára. Staðfest var að Kjartan ætti fullan rétt á búsetuúrræði. Umsókn hans var sett á lista sem starfsmenn Reykjavíkurborgar kalla biðlista, sem er í raun biðhít, þar sem ekki er um raunverulegan biðlista að ræða. Þegar farið var að grennslast fyrir um hvar á umræddum „biðlista“ umsókn Kjartans væri, gripum við talsmenn hans í tómt. Engin ákveðin svör fengust af hálfu Reykjavíkurborgar. Síðar kom fram hjá fulltrúum Reykjavíkurborgar að Kjartan fengi engin svör fyrr en hann fengi úthlutað „úrræði“. Þá varð ljóst að leita yrði annarra leiða til þess að Kjartan fengi svar við þeirri eðlilegu spurningu hvenær röðin kæmi að honum á þessum svokallaða „biðlista“. Ákveðið var að stefna Reykjavíkurborg fyrir dóm til þess að fá viðurkennt að Kjartan ætti rétt á því að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæðisúrræði við hæfi, eins og lög og reglur segja að hann eigi rétt á. 47 fatlaðir bíða, en leyst úr vanda 11 þeirra á næstu 5 árum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfesti rétt Kjartans til að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæði við hæfi. Reykjavíkurborg ákvað að una ekki við dóminn og áfrýjaði honum til Landsréttar. Reykjavíkurborg telur þannig að Kjartan og aðrir í hans stöðu eigi ekki að fá að vita hvenær þeir megi eiga von á húsnæðisúrræði þó allt regluverk um húsnæði fyrir fatlaða tryggi rétt fatlaðs fólks til að fá upplýsingar um hvenær fyrirhugað sé að röðin komi að þeim. Ætla má að skýringin á þessari hörku Reykjavíkurborgar sé sú að þessar upplýsingar munu afhjúpa þann mikla uppsafnaða vanda sem fyrir er í þessum efnum. Reykjavíkurborg hefur upplýst að í þjónustuflokki Kjartans bíði 47 einstaklingar eftir búsetuúrræði. Áætlanir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir að til ársins 2027 fái 11 einstaklingar í þessum þjónustuflokki úrlausn sinna mála. Það þýðir að 36 einstaklingar fá ekki úrlausn sinna mála auk þeirra sem bætast við á þessum árum í þennan þjónustuflokk. Eftir fimm ár verður Kjartan búinn að halda upp á þrítugsafmæli sitt, á sinn einstaka hátt. Miðað við núverandi stöðu er ekkert sem bendir til þess að hann verði þá kominn í húsnæði við hæfi. Kjartan og allir aðrir í sömu stöðu og hann eru í algerri óvissu og eiga mikið undir því komið að Reykjavíkurborg verð gert að gefa þeim skýr svör um það hvenær búsetuúrræði verða í boði. Höfundur er faðir Kjartans og annar af tveimur persónulegum talsmönnum hans.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun