Lewis Hamilton búinn að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 08:01 Það eru bara búnar 4 keppnir af 23 en Lewis Hamilton er búinn að gefa frá sér heimsmeistaratitilinn. AP/Kamran Jebreili Lewis Hamilton var hársbreidd frá því að vinna fimmta heimsmeistaratitilinn í röð í formúlu eitt á síðasta tímabili en eftir alla þessa sigurgöngu eru hlutirnir ekki að ganga upp hjá breska ökukappanum á nýju tímabili. Hamilton hefur byrjað svo illa að hann er þegar búinn að gefa upp vonina að vinna sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum á þessu ári þrátt fyrir aðeins sé búnar fjórar keppnir af 23 á tímabilinu. „Ég er dottinn út úr keppninni um heimsmeistaratitilinn. Það er pottþétt. Engin spurning um það,“ sagði Lewis Hamilton eftir erfiðan dag á Imola-brautinni. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Það er ljóst að öllu að hann er búinn að afskrifa Mercedes-bílinn sinn í baráttunni því nóg af stigum er enn í pottinum enda nítján keppnir eftir. Hamilton er eins og er í sjöunda sæti í keppni ökumanna en hann endaði í þrettánda sæti í keppninni á Ítalíu um helgina. Hamilton er með 28 stig sem eru 58 stigum færra en Charles Leclerc hjá Ferrari sem er í forystu. Heimsmeistari síðasta tímabils, Max Verstappen, er 27 stigum frá toppnum en 31 stigi á undan Hamilton. Lewis náði þriðja sæti í fyrstu keppninni en hefur síðan ekki komist á pall og hefur aðeins fengið þrettán stig í síðustu þremur keppnum þar sem hann endaði í tíunda sæti, fjórða sæti og þrettánda sæti. Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hamilton hefur byrjað svo illa að hann er þegar búinn að gefa upp vonina að vinna sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum á þessu ári þrátt fyrir aðeins sé búnar fjórar keppnir af 23 á tímabilinu. „Ég er dottinn út úr keppninni um heimsmeistaratitilinn. Það er pottþétt. Engin spurning um það,“ sagði Lewis Hamilton eftir erfiðan dag á Imola-brautinni. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Það er ljóst að öllu að hann er búinn að afskrifa Mercedes-bílinn sinn í baráttunni því nóg af stigum er enn í pottinum enda nítján keppnir eftir. Hamilton er eins og er í sjöunda sæti í keppni ökumanna en hann endaði í þrettánda sæti í keppninni á Ítalíu um helgina. Hamilton er með 28 stig sem eru 58 stigum færra en Charles Leclerc hjá Ferrari sem er í forystu. Heimsmeistari síðasta tímabils, Max Verstappen, er 27 stigum frá toppnum en 31 stigi á undan Hamilton. Lewis náði þriðja sæti í fyrstu keppninni en hefur síðan ekki komist á pall og hefur aðeins fengið þrettán stig í síðustu þremur keppnum þar sem hann endaði í tíunda sæti, fjórða sæti og þrettánda sæti.
Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira