Lengra en Strikið Pawel Bartoszek skrifar 26. apríl 2022 08:01 Ég geng upp Laugaveginn. Á göngugötu-kaflanum tel ég alls 95 rými. Af þeim eru 4 bersýnilega tóm og auglýst “Til leigu”. Í fjórum til viðbótar er verið að standa í framkvæmdum og setja upp nýja starfsemi. Hin rýmin, 87 talsins, eru öll í notkun. Ég ætla ekki að þykjast vera hokinn reynslu af verslunar- og veitingarekstri. Það er ég ekki. En spár um að göngugatan myndi drepa rekstur í miðbænum hafa augljóslega ekki ræst, þvert á móti. Þennan dag í apríl 2022 voru sem sagt 92% allra jarðhæða á göngugötunni í notkun og stærsti hluti af restinni á leið þangað. Þetta er tölfræði sem margar verslunarmiðstöðvar um allan heim dreymir um. Stóðum við okkar en höldum áfram Viðreisn setti það á oddinn í seinustu kosningum að gera Laugaveginn að göngugötu. Að því höfum við unnið og göngugatan nær nú alla leið upp að Frakkastíg. En við viljum halda áfram. Það er stefna okkar í Viðreisn að færa göngugötuna ofar, upp fyrir Vitastíg og alla leið upp að Barónsstíg. Það ætlum við að gera á næsta kjörtímabili. Strikið borið saman við Göngugötu frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Við Hlemm stendur til að ráðast í miklar breytingar sem byrjað verður á strax í sumar. Laugavegurinn ofan við Hlemm færist ögn norðar. Bílastæðin hjá hótelinu hverfa, við fáum nýtt torg. Laugavegurinn milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs verður göngusvæði. Þegar þetta verður allt komið vantar í raun aðeins örfáa kafla til að fullklára göngugötuna frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Þessir kaflar eru: austasti hluti Austurstrætis, neðri hluti Bankastrætis og Laugavegur milli Snorrabrautar og Barónsstígs. Á þessum seinasta hluta er bílastæðahús sem einhvern veginn þyrfti að leysa en allir þessir kaflar henta mjög vel til að vera göngugata að öðru leyti. Klárum dæmið Ein frægasta göngugata Evrópu er Strikið í Kaupmannahöfn. Sú gata er 1,1 km. Frá Ingólfstorgi að Hlemmi eru 1,5 km. Göngugatan okkar mun, líkt og Strikið, liggja milli austurs og vesturs og tengja saman tvö vel heppnuð torg. Við eigum að gera þetta. Og erum raunar þegar byrjuð. Meira en helmingurinn af leiðinni, yfir 750 m, er þegar orðin göngugata. Við eigum að stefna á að klára hitt. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skipulag Verslun Veitingastaðir Göngugötur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég geng upp Laugaveginn. Á göngugötu-kaflanum tel ég alls 95 rými. Af þeim eru 4 bersýnilega tóm og auglýst “Til leigu”. Í fjórum til viðbótar er verið að standa í framkvæmdum og setja upp nýja starfsemi. Hin rýmin, 87 talsins, eru öll í notkun. Ég ætla ekki að þykjast vera hokinn reynslu af verslunar- og veitingarekstri. Það er ég ekki. En spár um að göngugatan myndi drepa rekstur í miðbænum hafa augljóslega ekki ræst, þvert á móti. Þennan dag í apríl 2022 voru sem sagt 92% allra jarðhæða á göngugötunni í notkun og stærsti hluti af restinni á leið þangað. Þetta er tölfræði sem margar verslunarmiðstöðvar um allan heim dreymir um. Stóðum við okkar en höldum áfram Viðreisn setti það á oddinn í seinustu kosningum að gera Laugaveginn að göngugötu. Að því höfum við unnið og göngugatan nær nú alla leið upp að Frakkastíg. En við viljum halda áfram. Það er stefna okkar í Viðreisn að færa göngugötuna ofar, upp fyrir Vitastíg og alla leið upp að Barónsstíg. Það ætlum við að gera á næsta kjörtímabili. Strikið borið saman við Göngugötu frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Við Hlemm stendur til að ráðast í miklar breytingar sem byrjað verður á strax í sumar. Laugavegurinn ofan við Hlemm færist ögn norðar. Bílastæðin hjá hótelinu hverfa, við fáum nýtt torg. Laugavegurinn milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs verður göngusvæði. Þegar þetta verður allt komið vantar í raun aðeins örfáa kafla til að fullklára göngugötuna frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Þessir kaflar eru: austasti hluti Austurstrætis, neðri hluti Bankastrætis og Laugavegur milli Snorrabrautar og Barónsstígs. Á þessum seinasta hluta er bílastæðahús sem einhvern veginn þyrfti að leysa en allir þessir kaflar henta mjög vel til að vera göngugata að öðru leyti. Klárum dæmið Ein frægasta göngugata Evrópu er Strikið í Kaupmannahöfn. Sú gata er 1,1 km. Frá Ingólfstorgi að Hlemmi eru 1,5 km. Göngugatan okkar mun, líkt og Strikið, liggja milli austurs og vesturs og tengja saman tvö vel heppnuð torg. Við eigum að gera þetta. Og erum raunar þegar byrjuð. Meira en helmingurinn af leiðinni, yfir 750 m, er þegar orðin göngugata. Við eigum að stefna á að klára hitt. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar