Umferðarstjórnun með gervigreind Gunnar Sær Ragnarsson skrifar 25. apríl 2022 13:01 Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er löngu sprungin. Við höfum öll upplifað hefðbundna umferðarhnúta, og þeim tímum dagsins sem þeir myndast fjölgar. Ómarkvissa núverandi umferðarstjórnunar á höfuðborgarsvæðinu sýnir sig nú á fleiri tímum en einungis kringum átta til hálf tíu á morgnana og klukkan fjögur til hálf sex á daginn. Það liggur fyrir að þörf er á nýrri nálgun í umferðarstjórnun hér á höfuðborgarsvæðinu, en skipulag þess er öðruvísi en í erlendum borgum og krefst öðruvísi áherslna. Snjöll umferð Staðan í umferðarstjórnun er þessi í dag: úrelt tækni er nýtt þar sem ljósaskipti ákveðast fyrir fram (með örfáum undantekningum t.d. ljós við Kópavogslaug og við Garðaskóla) og örfáir starfsmenn fylgjast með. Erlendis fjölgar þeim borgum ört sem nýta gervigreind við umferðastjórnun. Þar er nýjasta tækni notuð til að leysa umferðarhnúta og koma farartækjum hraðar frá A til B. En hvernig getur gervigreind einfaldað umferðarstjórnun til muna? Hvað gerir hún? Á fyrstu dögum lærir hún umferðarmynstur og tekur mið af aðstæðum, veðráttu og tíma dags. Hún horfir á alla samgöngumáta, þ.e. bílar, almenningssamgöngur (aðallega strætóbílar hér á landi) ásamt gangandi og hjólandi vegfarendur. Gervigreindin notar myndavélar, skynjara og jafnvel forrit á borð við Google Maps við þann lærdóm. Með síaukandi þekkingu á umferðinni og þeim mynstrum sem það lærir getur gervigreindin stjórnað umferðinni, leyst umferðarhnúta og komið í veg fyrir flöskuhálsa. Með þessu bætist umferðarflæði allan daginn alla daga og gervigreindin leggur hönd á plóg við að leysa erfiða hnúta á háannatímum. Erlendar fyrirmyndir Þó svo að hugmynd um umferðarstjórnun hljómar útópísk þá er hún ekki ný af nálinni. Við værum ekki að finna upp hjólið. Erlendis færist nýting gervigreindar við umferðarstjórnun verulega í aukana og fyrirtæki sem bjóða upp á slíkar lausnir hafa haslað sér völl á markaði. Sem dæmi um borgir sem nýta þessa lausn má nefna Berlin, Barcelona, Singapore og Las Vegas. Víða á Norðurlöndunum er tæknin nýtt við umferðarstjórnun, en höfundur fann ekki heimildir fyrir því að hún sé nýtt þar í öllum fösum. Þá kemur til álita að í dæmatalningunni koma stórar borgir fram. Ísland er fámenn þjóð og á höfuðborgarsvæðinu búa töluvert færri íbúar en í þessum borgum. Í því samhengi er bent á borgina Hagen í Þýskalandi, en þar búa um 188 þúsund manns. Færri en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í Hagen er gervigreind nýtt á ofangreindan máta við að stjórna umferð og leysa hnúta. Ef öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinast í verkefni um að innleiða notkun gervigreindar við umferðarstjórnun þá er það gerlegt. Stórhöfuðborgarsvæðinu til hagsbóta Samgöngur eru grunnstoð samfélagsins. Við viljum öll að þær séu eins góðar og hægt er. Góðar samgöngur eru hagræðing fyrir bæði atvinnulífið og samfélagið í heild. Foreldrar þurfa ekki að kvíða fyrir umferðinni við að sækja börnin sín í leik- eða grunnskóla eftir vinnu og fólk er líklegra til að koma tímanlega í skóla og vinnu. Enn fleiri dæmi má finna um ágæti góðra samgangna, sem myndu eflaust bætast með notkun gervigreindar. Einnig er um umhverfismál að ræða. Það minnkar losun ef bifreiðar komast fyrr á áfangastað og eru ekki stanslaust að hemla og gefa í. Megum ekki stíga á bremsuna Stjórnvöld hafa nú þegar brugðist við sprunginni umferð á höfuðborgarsvæðinu. Þar á innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mikið lof skilið. Hann hefur náð að mynda samkomulag sveitarfélaganna um samgöngusáttmála ásamt því að hefja framkvæmdir við nýja Sundabrú, loksins. Blessunarlega erum við með ráðherra sem hefur stigið stór skref, en við getum þó ekki stigið á bremsuna. Við þurfum að gefa í og leita fleiri lausna á stöðu umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra lausna ætti að vera sú að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu taki höndum saman og innleiði notkun gervigreindar við umferðarstjórnun í samvinnu við ríkið í þágu allra íbúa svæðisins. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er löngu sprungin. Við höfum öll upplifað hefðbundna umferðarhnúta, og þeim tímum dagsins sem þeir myndast fjölgar. Ómarkvissa núverandi umferðarstjórnunar á höfuðborgarsvæðinu sýnir sig nú á fleiri tímum en einungis kringum átta til hálf tíu á morgnana og klukkan fjögur til hálf sex á daginn. Það liggur fyrir að þörf er á nýrri nálgun í umferðarstjórnun hér á höfuðborgarsvæðinu, en skipulag þess er öðruvísi en í erlendum borgum og krefst öðruvísi áherslna. Snjöll umferð Staðan í umferðarstjórnun er þessi í dag: úrelt tækni er nýtt þar sem ljósaskipti ákveðast fyrir fram (með örfáum undantekningum t.d. ljós við Kópavogslaug og við Garðaskóla) og örfáir starfsmenn fylgjast með. Erlendis fjölgar þeim borgum ört sem nýta gervigreind við umferðastjórnun. Þar er nýjasta tækni notuð til að leysa umferðarhnúta og koma farartækjum hraðar frá A til B. En hvernig getur gervigreind einfaldað umferðarstjórnun til muna? Hvað gerir hún? Á fyrstu dögum lærir hún umferðarmynstur og tekur mið af aðstæðum, veðráttu og tíma dags. Hún horfir á alla samgöngumáta, þ.e. bílar, almenningssamgöngur (aðallega strætóbílar hér á landi) ásamt gangandi og hjólandi vegfarendur. Gervigreindin notar myndavélar, skynjara og jafnvel forrit á borð við Google Maps við þann lærdóm. Með síaukandi þekkingu á umferðinni og þeim mynstrum sem það lærir getur gervigreindin stjórnað umferðinni, leyst umferðarhnúta og komið í veg fyrir flöskuhálsa. Með þessu bætist umferðarflæði allan daginn alla daga og gervigreindin leggur hönd á plóg við að leysa erfiða hnúta á háannatímum. Erlendar fyrirmyndir Þó svo að hugmynd um umferðarstjórnun hljómar útópísk þá er hún ekki ný af nálinni. Við værum ekki að finna upp hjólið. Erlendis færist nýting gervigreindar við umferðarstjórnun verulega í aukana og fyrirtæki sem bjóða upp á slíkar lausnir hafa haslað sér völl á markaði. Sem dæmi um borgir sem nýta þessa lausn má nefna Berlin, Barcelona, Singapore og Las Vegas. Víða á Norðurlöndunum er tæknin nýtt við umferðarstjórnun, en höfundur fann ekki heimildir fyrir því að hún sé nýtt þar í öllum fösum. Þá kemur til álita að í dæmatalningunni koma stórar borgir fram. Ísland er fámenn þjóð og á höfuðborgarsvæðinu búa töluvert færri íbúar en í þessum borgum. Í því samhengi er bent á borgina Hagen í Þýskalandi, en þar búa um 188 þúsund manns. Færri en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í Hagen er gervigreind nýtt á ofangreindan máta við að stjórna umferð og leysa hnúta. Ef öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinast í verkefni um að innleiða notkun gervigreindar við umferðarstjórnun þá er það gerlegt. Stórhöfuðborgarsvæðinu til hagsbóta Samgöngur eru grunnstoð samfélagsins. Við viljum öll að þær séu eins góðar og hægt er. Góðar samgöngur eru hagræðing fyrir bæði atvinnulífið og samfélagið í heild. Foreldrar þurfa ekki að kvíða fyrir umferðinni við að sækja börnin sín í leik- eða grunnskóla eftir vinnu og fólk er líklegra til að koma tímanlega í skóla og vinnu. Enn fleiri dæmi má finna um ágæti góðra samgangna, sem myndu eflaust bætast með notkun gervigreindar. Einnig er um umhverfismál að ræða. Það minnkar losun ef bifreiðar komast fyrr á áfangastað og eru ekki stanslaust að hemla og gefa í. Megum ekki stíga á bremsuna Stjórnvöld hafa nú þegar brugðist við sprunginni umferð á höfuðborgarsvæðinu. Þar á innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mikið lof skilið. Hann hefur náð að mynda samkomulag sveitarfélaganna um samgöngusáttmála ásamt því að hefja framkvæmdir við nýja Sundabrú, loksins. Blessunarlega erum við með ráðherra sem hefur stigið stór skref, en við getum þó ekki stigið á bremsuna. Við þurfum að gefa í og leita fleiri lausna á stöðu umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra lausna ætti að vera sú að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu taki höndum saman og innleiði notkun gervigreindar við umferðarstjórnun í samvinnu við ríkið í þágu allra íbúa svæðisins. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun