Viðskipti erlent

Car­b­fix vann tvö­falt í fyrri um­ferð kol­efnis­keppni Elon Musk

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Carbfix er með starfsemi á Hellisheiði.
Carbfix er með starfsemi á Hellisheiði. Carbfix/Gunnar Freyr

Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu.

Samkvæmt tilkynningu frá Carbfix voru 1.100 umsóknir sendar inn í fyrri umferð Xprize kolefnisverðlauna sem Musk og stofnun hans Musk Foundation standa að.

Tvær umsóknir Carbfix voru valdar en þær voru unnar í samstarfi við fyrirtæki sem hafa þróað nýstárlega tækni til að fanga koltvíoxíð úr andrúmslofti, annars vegar Heirloom og hins vegar Verdox.

Þáttur Carbfix felst í að nýta tækni fyrirtækisins til að farga koltvíoxíði með öruggum og varanlegum hætti með steinrenningu neðanjarðar, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Alls voru fimmtán sigurlið valin í þessum fyrri áfanga keppninnar. Hvert sigurlið hlýtur eina milljón dali, um 130 milljónir króna.

Allar umsóknir geta þó enn keppt um aðalverðlaunin, 80 milljón dali sem veittar verða aðalverðlaunahöfum árið 2025.

Til að vinna aðalverðlaunin þurfa keppendur að hafa sýnt fram á raunverulega föngun og förgun á 1.000 tonnum af CO2 á ársgrundvelli, gert kostnaðaráætlun fyrir eina milljón tonna á ársgrundvelli, og lagt fram raunhæfa áætlun um að ná 1.000 milljónum tonna á ársgrundvelli með sjálfbærum hætti í framtíðinni.

Sigurvegari keppninnar mun fá 50 milljóna dala verðlaunafé, sá sem lendir í öðru sæti fær 20 milljónir dala og sá í þriðja fær 10 milljónir dala.


Tengdar fréttir

Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunar­vandanum

Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.