Opið bréf til stjórnvalda varðandi Kristnesspítala Kristbjörg Anna Guðmundsdóttir skrifar 20. apríl 2022 20:00 Ég er 43 ára öryrki, ég greindist með MS sjúkdóminn árið 2005. Ég fékk tvö stór köst á þeim tíma og var þá með tvö börn, fædd 2001 og 2002. Sem betur fer fékk ég ekki fleiri stór MS köst meðan börnin voru lítil og lífið hélt bara áfram. Árið 2014 gerist það svo að ég fæ mjög stórt MS kast sem lýsti sér í máttleysi, dofa og slæmum sjóntaugabólgum. Síðan þá hef ég fengið köst reglulega og líkamlegri og andlegri heilsu hrakað verulega sem afleiðing af þeim. Í dag þarf ég að nota göngugrind á góðum dögum og rafknúinn hjólastól þegar ég er verri, sjónin er orðin mjög slæm og ég þ.a.l. hætt að geta keyrt sjálf og á stundum erfitt með tal. En þá að Kristnesspítala og hvað hann kemur þessu við. Síðustu ár hef ég fengið að fara í endurhæfingu á Kristnesi á eins til þriggja ára fresti. Endurhæfingarveran hefur líka nýst sem hvíldarinnlögn fyrir mig og ekki síður fyrir fjölskyldu mína sem þarf að sinna mér dagsdaglega. Nú hafa stjórnvöld tekið þennan möguleika frá okkur og tekið þá ákvörðun að breyta endurhæfingardeildinni alfarið í dagdeild. Þetta kemur sér að sjálfsögðu afskaplega illa fyrir þá sem eiga erfitt með að koma sér sjálfir á milli svo ekki sé talað um fólk utan Akureyrar sem þarf þá að gista á sjúkrahóteli á Akureyri, hafi það ekki aðra gistingu. Hér virðist aðeins vera um einfalda sparnaðaraðgerð að ræða þar sem aðstaðan á Kristnesspítala er alveg ágæt og stenst allar kröfur af því er ég best veit. Ég vil hvetja stjórnvöld til að endurskoða þetta og hvet líka alla sem eru í sömu stöðu og ég að láta í sér heyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er 43 ára öryrki, ég greindist með MS sjúkdóminn árið 2005. Ég fékk tvö stór köst á þeim tíma og var þá með tvö börn, fædd 2001 og 2002. Sem betur fer fékk ég ekki fleiri stór MS köst meðan börnin voru lítil og lífið hélt bara áfram. Árið 2014 gerist það svo að ég fæ mjög stórt MS kast sem lýsti sér í máttleysi, dofa og slæmum sjóntaugabólgum. Síðan þá hef ég fengið köst reglulega og líkamlegri og andlegri heilsu hrakað verulega sem afleiðing af þeim. Í dag þarf ég að nota göngugrind á góðum dögum og rafknúinn hjólastól þegar ég er verri, sjónin er orðin mjög slæm og ég þ.a.l. hætt að geta keyrt sjálf og á stundum erfitt með tal. En þá að Kristnesspítala og hvað hann kemur þessu við. Síðustu ár hef ég fengið að fara í endurhæfingu á Kristnesi á eins til þriggja ára fresti. Endurhæfingarveran hefur líka nýst sem hvíldarinnlögn fyrir mig og ekki síður fyrir fjölskyldu mína sem þarf að sinna mér dagsdaglega. Nú hafa stjórnvöld tekið þennan möguleika frá okkur og tekið þá ákvörðun að breyta endurhæfingardeildinni alfarið í dagdeild. Þetta kemur sér að sjálfsögðu afskaplega illa fyrir þá sem eiga erfitt með að koma sér sjálfir á milli svo ekki sé talað um fólk utan Akureyrar sem þarf þá að gista á sjúkrahóteli á Akureyri, hafi það ekki aðra gistingu. Hér virðist aðeins vera um einfalda sparnaðaraðgerð að ræða þar sem aðstaðan á Kristnesspítala er alveg ágæt og stenst allar kröfur af því er ég best veit. Ég vil hvetja stjórnvöld til að endurskoða þetta og hvet líka alla sem eru í sömu stöðu og ég að láta í sér heyra.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar